Frá 7. nóvember verður gengið frá Hallgrímskirkju kl. 20:00
Allir velkomnir
Frá 7. nóvember verður gengið frá Hallgrímskirkju kl. 20:00
Allir velkomnir
Í dag miðvikudaginn 12. október 2016 veitti Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 70 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins árið 2007. Styrkveitingin sem fram fór í Hannesarholti var sérstaklega ánægjuleg. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og María Emilía Garðarsdóttir nemandi Auðar léku tvö lög á fiðlu og oktett úr karlakórnum Fóstbræðrum söng. Fjölmenni var við styrkveitinguna og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid ásamt Eddu litlu dóttur sinni heiðruðu samkomuna með nærveru sinni. Frú Eliza afhenti styrkþegum styrkina sem var mjög ánægjulegt.
Sex aðilar fengu styrk að þessu sinni:
· Arnar Sigurðsson, meistaranemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 1 milljón króna styrk fyrir verkefnið Hlutverk miðlægra kolefnisefnaskipta í bandvefslíkri umbreytingu stofnfruma í brjóstkirtli
· Elísabet Alexandra Frick, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 2,5 milljón krónur í styrk fyrir verkefnið Starfsemi miR-190b í brjóstakrabbameinum
· Gunnhildur Ásta Traustadóttir nýdoktor við Lífvísindasetur Háskóla Íslands hlaut 1,75 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Hlutverk Delta-like 1 homolog (DLK1) í greinóttri formgerð brjóstkirtils og brjóstakrabbameini
· Helga Þráinsdóttir , meistaranemi Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 1 milljón króna styrk fyrir verkefnið Samspil æðaþels og brjóstakrabbameinsfruma
· Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hlaut 2 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Líffræðilegur munur á brjóstakrabbameinsæxlum BRCA2 arfbera og kvenna án BRCA2 stökkbreytingar
· Ólafur Andri Stefánsson, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands hlaut 1,75 milljónir króna í styrk fyrir verkefnið TP53 (p53) og BRCA1 óvirkjun í tengslum við lyfjasvörun brjóstakrabbameinssjúklinga
Styrkþegar frá vinstri ásamt Gunnhildi Óskarsdóttur formanni Göngum saman: Guðrún Valdimarsdóttir fyrir hönd Helgu Þráinsdóttur, Arnar Sigurðsson, Ólafur Andri Stefánsson, Elísabet Alexandra Frick, Gunnhildur Ásta Traustadóttir og Laufey Tryggvadóttir.
Fimmtudaginn 6. október nk. munu umsækjendur um rannsóknarstyrki Göngum saman kynna rannsóknarverkefni sín.
Kynningarnar munu fara fram kl. 16:45 – 19:00 í Háskóla Íslands, stofu HT300 í Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, Reykjavík (sama húsi og Bóksala stúdenta og matsalan/Háma er í).
Félagar eru hvattir til að mæta.
Vakin er athygli á gestafyrirlestri Lífvísindaseturs og GPMLS framhaldsnámsprógrammsins mánudaginn 19. september kl. 11:00 í Hringsal, Barnaspítala Hringsins, Landspítala v/Hringbraut. Sjá nánar á heimasíðu Lífvísindaseturs.
Fyrirlesari: Dr. Susan M. Domchek, Basser Professor in Oncology at the Perelman School of Medicine, University of Pennsylvania, USA
Titill á íslensku: Út fyrir BRCA1 og BRCA2 – Hvert stefnum við?
Titill á ensku: Beyond BRCA1 and BRCA2 – Where do we go from here?
Allir velkomnir
Í dag 13. september eru níu ár frá stofnun Göngum saman. Félagði hefur verið einstaklega farsælt og er það að þakka þeim fjölmörgu sem stutt hafa félagið frá upphafi.´12 október nk mun Göngum saman veita styrki til brjóstakrabbameinsrannsókna eins og gert hefur verið frá upphafi.
Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjósta-krabbameini. Áætlað er að veita allt að 10 milljónum í styrki á árinu 2016.
Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) við háskóla og rannsóknastofnanir geta sótt um styrk.
Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa
Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sjá hér: auglysing_styrkur_2016.doc fyrir 5. september nk. á netfangið styrkir@gongumsaman.is merkt -Styrkumsókn 2016
Styrkurinn verður veittur í október, en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
Sjá einnig auglýsingu: gs_styrkumsokn_2016.doc
Áttatíu og átta manns tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman. Áheitasöfnun gekk mjög vel og nú þegar hafa safnast 2.532.786 kr. Sem er stórkostlegt! Hægt er að heita á hlaupara til mánudags á hlaupastyrkur.is og því er ekki ennþá komin endanleg tala yfir það hversu mikið safnaðist.
Göngum saman þakkar innilega öllum hlaupurum yfir þátttökuna og einnig öllum þeim sem hétu á þá. Hvatningaliðinu á horninu á Ægissíðu og Lynghaga er þakkað fyrir hvatninguna og einnig öllum öðrum sem hafa hvatt hlauparana til dáða. Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur.
Skilaboð til þátttakenda í maraþoninu:
Ragnheiður Jónsdóttir stofnfélagi í Göngum saman býður öllum sem taka þátt fyrir félagið í súpu í Hannesarholti að maraþoninu loknu. Hannesarholt er staðsett á Grundarstíg 10 á horni Skálholtsstígs.
Nýlegar athugasemdir