Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Aðalfundur Göngum saman mánudaginn 6. mars

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman verður haldinn mánudaginn 6. mars nk. kl. 17:00 í
sal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, Reykjavík.

 
Dagskrá:

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

5. Ákvörðun árgjalds.

6. Önnur mál.

 
Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

 
Með bestu kveðju,

 
Stjórn Göngum saman.

Formaður Göngum saman sæmd fálkaorðunni

Eftir Fréttir

Gunn­hild­ur Óskars­dótt­ir formaður Göng­um sam­an var í gær, nýársdag, sæmd ridd­ara­krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyr­ir fram­lag til stuðnings krabba­meins­rann­sókn­um og til heilsu­efl­ing­ar. Þetta er sannarlega ánægjulegt upphaf á tíunda afmælisári félagsins.

For­seti Íslands sæm­ir ís­lenska rík­is­borg­ara fálka­orðunni tvisvar á ári, 1. janú­ar og 17. júní. Hér gef­ur að líta þá sem voru heiðraðir á Bessa­stöðum í dag. Ljós­mynd/​Gunn­ar Vig­fús­son

Reykjavík – síðasta mánudagsganga fyrir jól – kaffihús

Eftir Fréttir

Mánudaginn 28. nóvember verður síðasta ganga fyrir jól í Reykjavík. Gengið frá Hallgrímskrikju kl. 20:00 og farið á kaffihús.

Göngur hefjast á ný í janúar, fylgist með á viðburðadagatalinu á heimasíðunni og facebooksíðu Göngum saman

Vikulegar göngur á Akureyri á þriðjudögum kl. 17:00  til 6. desember. Hægt er að fylgjast með göngustöðum á facebook undir þriðjudagshópur GS

Sex styrkir veittir í dag til grunnrannsókna á brjóstakrabba

Eftir Fréttir

Í dag miðvikudaginn 12. október 2016 veitti  Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 70 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins árið 2007. Styrkveitingin sem fram fór í Hannesarholti var sérstaklega ánægjuleg. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og María Emilía Garðarsdóttir nemandi Auðar léku tvö lög á fiðlu og oktett úr karlakórnum Fóstbræðrum söng. Fjölmenni var við styrkveitinguna og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid ásamt Eddu litlu dóttur sinni heiðruðu samkomuna með nærveru sinni. Frú Eliza afhenti styrkþegum styrkina sem var mjög ánægjulegt.

 Sex aðilar fengu styrk að þessu sinni:

·       Arnar Sigurðsson, meistaranemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 1 milljón króna styrk fyrir verkefnið Hlutverk miðlægra kolefnisefnaskipta í bandvefslíkri umbreytingu stofnfruma í brjóstkirtli

·       Elísabet Alexandra Frick, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands  hlaut 2,5 milljón krónur í styrk fyrir verkefnið Starfsemi miR-190b í brjóstakrabbameinum

·       Gunnhildur Ásta Traustadóttir nýdoktor við Lífvísindasetur Háskóla Íslands hlaut 1,75 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Hlutverk Delta-like 1 homolog (DLK1) í greinóttri formgerð brjóstkirtils og brjóstakrabbameini

·       Helga Þráinsdóttir            , meistaranemi Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands hlaut 1 milljón króna styrk fyrir verkefnið      Samspil æðaþels og brjóstakrabbameinsfruma

·       Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hlaut 2 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Líffræðilegur munur á brjóstakrabbameinsæxlum BRCA2 arfbera og kvenna án BRCA2 stökkbreytingar  

·       Ólafur Andri Stefánsson, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands hlaut 1,75 milljónir króna í styrk fyrir verkefnið TP53 (p53) og BRCA1 óvirkjun í tengslum við lyfjasvörun brjóstakrabbameinssjúklinga

Styrkþegar frá vinstri ásamt Gunnhildi Óskarsdóttur formanni Göngum saman: Guðrún Valdimarsdóttir fyrir hönd Helgu Þráinsdóttur, Arnar Sigurðsson, Ólafur Andri Stefánsson, Elísabet Alexandra Frick, Gunnhildur Ásta Traustadóttir og Laufey Tryggvadóttir.

Kynning á umsóknum í styrktarsjóð Göngum saman

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 6. október nk. munu umsækjendur um rannsóknarstyrki Göngum saman kynna rannsóknarverkefni sín.

Kynningarnar munu fara fram kl. 16:45 – 19:00 í Háskóla Íslands, stofu HT300 í Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, Reykjavík (sama húsi og Bóksala stúdenta og matsalan/Háma er í).

Félagar eru hvattir til að mæta.