Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Áhugaverður fyrirlestur

Eftir Fréttir

Vakin er athygli á gestafyrirlestri Lífvísindaseturs og GPMLS framhaldsnámsprógrammsins mánudaginn 19. september kl. 11:00 í Hringsal, Barnaspítala Hringsins, Landspítala v/Hringbraut. Sjá nánar á heimasíðu Lífvísindaseturs. 

Fyrirlesari: Dr. Susan M. Domchek, Basser Professor in Oncology at the Perelman School of Medicine, University of Pennsylvania, USA

Titill á íslensku: Út fyrir BRCA1 og BRCA2 – Hvert stefnum við?

Titill á ensku: Beyond BRCA1 and BRCA2 – Where do we go from here?

Allir velkomnir

Níu ár frá stofnun Göngum saman

Eftir Fréttir

Í dag 13. september eru níu ár frá stofnun Göngum saman. Félagði hefur verið einstaklega farsælt og er það að þakka þeim fjölmörgu sem stutt hafa félagið frá upphafi.´12 október nk mun Göngum saman veita styrki til brjóstakrabbameinsrannsókna eins og gert hefur verið frá upphafi.

Minnum á: Auglýst eftir styrkjum í styrktarsjóð Göngum saman

Eftir Fréttir

Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjósta-krabbameini.  Áætlað er að veita allt að 10 milljónum í styrki á árinu 2016.

Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) við háskóla og rannsóknastofnanir geta sótt um styrk.

Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa

 Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sjá hér:  auglysing_styrkur_2016.doc fyrir 5. september nk. á netfangið styrkir@gongumsaman.is merkt -Styrkumsókn 2016

Styrkurinn verður veittur í október, en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Sjá einnig auglýsingu: gs_styrkumsokn_2016.doc

Kærar þakkir fyrir þátttöku, áheit og hvatningu í maraþoninu

Eftir Fréttir

Áttatíu og átta manns tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman. Áheitasöfnun gekk mjög vel og nú þegar hafa safnast 2.532.786 kr. Sem er stórkostlegt! Hægt er að heita á hlaupara til mánudags á hlaupastyrkur.is og því er ekki ennþá komin endanleg tala yfir það hversu mikið safnaðist.

Göngum saman þakkar innilega öllum hlaupurum yfir þátttökuna og einnig öllum þeim sem hétu á þá. Hvatningaliðinu á horninu á Ægissíðu og Lynghaga er þakkað fyrir hvatninguna og einnig öllum öðrum sem hafa hvatt hlauparana til dáða. Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur.

Til þátttakenda í maraþoninu fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Skilaboð til þátttakenda í maraþoninu:
Ragnheiður Jónsdóttir stofnfélagi í Göngum saman býður öllum sem taka þátt fyrir félagið í súpu í Hannesarholti að maraþoninu loknu. Hannesarholt er staðsett á Grundarstíg 10 á horni Skálholtsstígs.

72 þátttakendur skráðir fyrir félagið – hvetjum okkar fólk

Eftir Fréttir

Nú hafa 72 þátttakendur skráð sig í maraþonið fyrir Göngum saman og ennþá er opið fyrir netskráningu!!

Við verðum með hvatningalið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og undanfarin ár frá klukkan 8:40 en fyrstu hlaupararnir leggja þá af stað frá Lækjartorgi.

Komið og hvetjið okkar fólk. Takið með ykkur hluti sem heyrist í s.s. hrossabresti og eldhúsáhöld …

Því fleiri sem koma og hvetja þátttakendur því skemmtilegra!

Áheitasöfnun er enn í fullum gangi. Látum gott af okkur leiða og heitum á þetta flotta fólk, sjá www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/52/gongum-saman

  Tímasetning hlaups frá Lækjargötu

08:40 Maraþon og hálfmaraþon
09:35 10 km hlaup

Hvatningarlið Göngum saman á horninu á Lynghaga og Ægissiðu

Eftir Fréttir

Göngum saman verður með hvatningalið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og undanfarin ár frá klukkan 8:40 en fyrstu hlaupararnir leggja þá af stað frá Lækjartorgi.

Komið og hvetjið okkar fólk. Takið með ykkur hluti sem heyrist í s.s. hrossabresti og eldhúsáhöld … því fleiri sem koma og hvetja þátttakendur því skemmtilegra!

Áheitasöfnun er enn í fullum gangi. Látum gott af okkur leiða og heitum á þetta flotta fólk, sjá https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/52/gongum-saman

Vikulegar göngur á Akureyri

Eftir Fréttir

Göngum saman á Akureyri mun hefja göngu kl. 17:00 á þriðjudögum í ágúst og september. Til að fá fjölbreytni í göngurnar verður lagt af stað frá mismunandi stöðum og er fólk beðið að hafa samband við Þorgerði Sigurðardóttur á facebook eða með tölvupósti togga@simnet.is til að fá upplýsingar um upphafsstað.

Allir velkomnir.

Skráning í Reykjavíkurmataþonið hækkar 3. júlí

Eftir Fréttir

Nú eru rúmlega sex þúsund hlauparar skráðir til þátttöku i Reykjavíkurmaraþoninu 20. ágúst. Ef þú ert ekki þegar búin(n) að skrá þig og þína hvetjum við þig til að gera það sem fyrst og fá lægra þátttökugjald. Næsta hækkun á gjaldi verður á miðnætti sunnudaginn 3.júlí. Við hvetjum félaga og velunnendur Göngum saman að taka þátt fyrir félagið.

Landsamband bakarameistara veitir Göngum saman eina milljón

Eftir Fréttir

Landssamband bakarameistara, LABAK, hefur undanfarin 6 ár efnt til sölu á brjóstabollum á mæðradaginn til stuðnings Göngum saman. Að þessu sinni söfnuðu félagsmenn LABAK einni milljón króna. Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, afhenti Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman það sem safnaðist við upphaf vikulegrar hressingargöngu Göngum saman við Perluna s.l. mánudag.

Alls hefur LABAK safnað um átta milljónum króna með þessu verkefni á síðastliðnum sex árum.  Göngum saman þakkar LABAK fyrir samstarfið og þeirra ómetanlega framlag í styrktarsjóðinn.

Á myndinni eru Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman við afhendngu styrksins s.l. mánudag áður en lagt var af stað í göngu.