Konukvöld verður haldið í verslun Avon í Smáralind fimmtudagskvöldið 7. okt. næstkomandi á milli 19:00-21:00.Léttar veitingar verða í boði ásamt frábærum tilboðum!! Félagar í Göngum saman verða á staðnum með sölu á fallegum lyklakippum til styrktar félaginu. Endilega kíkið við og styrkið gott málefni. Með kveðjuStarfsfólk Avon & Göngum saman.
Nú um helgina eru heilsudagar í WorldClass/Laugum og hefur fyrirtækið ákveðið að styrkja Göngum saman af þessu tilefni.
Það verður mikið um að vera í Laugum n.k. laugardag 11. sept. Klukkan 15 verða tímar í þremur sölum þar sem öll innkoman fer til styrktar Göngum saman og ætlar Word Class að bæta um betur og leggur annað eins til. Það er því um að gera að fjölmenna í Laugar, hreyfa sig og styrkja um leið grunnrannsóknir á krabbameini. Sjá nánar upplýsingar á heimasíðu World Class.
Styrktarganga Göngum saman 2010 fór fram á sjö stöðum vítt um land í dag. Alls staðar var gleði og gaman og þótti ganga vel.
Í Reykjavík lagði göngufólk af stað með blásurum í broddi fylkingar. Hljómsveitin sem leiddi marseringuna heitir Orphic Oxtra og settu þau skemmtilegan svip á gönguna. Einnig spiluðu Kristín og Nanna Hlín á harmónikkur fyrir göngufólkið hér og þar á gönguleiðinni.
VIð þökkum öllum sjálfboðaliðum sem komu að skipulagningu og framkvæmd göngunnar um allt land svo og þeim sem tóku þátt og gengu með okkur.
Orphic Oxtra leiðir gönguna í Öskjuhlíð
Nýlegar athugasemdir