Skip to main content
Monthly Archives

júní 2011

Blóm í bæ í Hveragerði – Göngum saman þar

Eftir Fréttir

Göngum saman er með bás á hátíðinni Blóm í bæ sem er í Hveragerði um helgina. Þar er hægt að fræðast um félagið og styrkja það í leiðinni. Allar upplýsingar um hátíðina er á heimasíðu hennar.

Kíkið og markaðssvæðið og heimsækið Göngum saman básinn í dag.

Reykjavíkurmaraþon og Göngum saman

Eftir Fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst n.k. Nú hefur áheitavefur verið opnaður og er áheitasöfnun í tengslum við hlaupið hafin á www.hlaupastyrkur.is  Í fyrra söfnuðust um 30 milljónir til góðra málefna.

Við hvetjum alla til að leggja styrktarfélaginu Göngum saman lið með því að:
A) hlaupa/ganga fyrir Göngum saman og hefja söfnun með því að fara inn á hlaupastyrkur.is og nýskrá þig. Í nýskráningunni  velur þú Göngum saman af  listanum hér.
B) heita á hlaupara Göngum saman. Hver sem er getur farið inn á hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti eða með því að senda sms skilaboð.

Styrktarganga Göngum saman 4. september

Eftir Fréttir

Haustganga Göngum saman verður haldin víða um land sunnudaginn 4. september . Enn er verið að vinna í staðsetningum og skipulagi en takið daginn endilega frá.

Ef einhverjir hafa áhuga á að skipuleggja Göngum saman göngu í byggðalagi sínu þá endilega hafið samband við Margréti Baldursdóttur (margret.baldurs hjá internet.is) eða gongumsaman hjá gongumsaman.is.

Landssamband bakarameistara veitir höfðinglegan styrk

Eftir Fréttir

Fyrir göngu í Laugardalnum í gærkvöldi veitti Jói Fel formaður Landssambands bakarameistara Göngum saman höfðinglegan styrk að upphæð 1.080.000 kr. í tengslum við sölu brjóstabollanna á mæðradaginn 8. maí s.l.

Göngum saman færir þeim bestu þakkir fyrir.

Við afhendingu styrks LABAK til Göngum saman en bakarar bökuðu brjóstabollur handa landsmönnum í kringum mæðradaginn. Til vinstri, Ragnhildur Zoega frá GS, Jói Fel fomaður LABAK, Ragnheiður Héðinsdóttir SI og Gunnhildur Óskarsdóttir formaður GS.