Skip to main content
Monthly Archives

maí 2014

Mjög góð þátttaka í styrktargöngu Göngum saman í dag

Eftir Fréttir

Vel á annað þúsund manns tók átt í árlegri styrktargöngu Göngum saman sem fram fór á 14 stöðum á landinu í dag.

Þetta er í áttunda sinn sem Göngum saman stendur fyrir göngu til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Er þátttakendum um land allt og öllum þeim sem lögðu félaginu lið á einn eða annan hátt við undirbúning og framkvæmd göngunnar færðar innilegar þakkir.

  

Styrktargangan á sunnudaginn, gengið 14 stöðum

Eftir Fréttir

Nú er undirbúningur styrktargöngu Göngum saman í fullum gangi en gengið verður á 14 stöðum um allt land á mæðradaginn, n.k. sunnudag 11. maí. Gengið verður í Borgarnesi, Stykkishólmi, á Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Nesskaupsstað, Höfn, í Vestmannaeyjum, Hveragerði, Reykjanesbæ og Reykjavík. Lagt verður af stað kl. 11.

Sjá frekari upplýsingar um gönguna á hverjum stað hér.

Sannkölluð gleðistund í Kronkron í dag

Eftir Fréttir

Það var gaman í dag þegar nýju bolirnir og höfuðklútarnir sem hannaðar voru af Kron by Kronkron voru sýndir og seldir á sannkallaðri gleðistund í versluninni Kronkron á Laugavegi. Þetta er í annað sinn sem þessir flottu hönnuðir gefa Göngum saman hönnun sína og fyrir það erum við innilega þakklát.

    
    

Málþing um brjóstakrabbamein þriðjudaginn 6. maí

Eftir Fréttir

Þriðjudaginn 6. maí, verður málþing í Öskju kl 16.15-17.45:

 Brjóstakrabbamein á mannamáli

 Málþingið miðar að því að fundargestir geti spurt allra þeirra spurninga sem brenna á þeim. Því verða ekki hefðbundnir fyrirlestrar heldur opinn panell. Þar sitja fyrir svörum fulltrúar brjóstakrabbameinslækna, skurðlækna, Krabbameinsskrár, Leitarstöðvar, erfðaráðgjafar krabbameina, Siðfræðideildar HÍ og fleiri. Fundarstjóri verður Magnús Karl Magnússon

Mæðradagsganga Göngum saman um allt land

Eftir Fréttir

Nú er undirbúningur styrktargöngu Göngum saman í fullum gangi en gengið verður á 14 stöðum um allt land á mæðradaginn, n.k. sunnudag 11. maí. Gengið verður í Borgarnesi, Stykkishólmi, á Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Nesskaupsstað, Höfn, í Vestmannaeyjum, Hveragerði, Reykjanesbæ og Reykjavík. Lagt verður af stað kl. 11.

Sjá frekari upplýsingar um gönguna á hverjum stað hér.