Skip to main content
Monthly Archives

maí 2015

Ánægjulegur mæðradagur að baki

Eftir Fréttir

Hátt í tvö þúsund manns gengu með Göngum saman í mæðradagsgöngunni, þar af um þúsund manns í Reykjavík. Göngufólk var á öllum aldri og það ríkti mikil gleði í göngunni.

Félagið vil þakka öllum þeim fjölmörgu um land allt sem lögðu mikið á sig við undirbúning göngunnar til að tryggja að allt gengi vel. Í Reykjavík voru styrkþegar mættir á Háskólatorg og gafst gestum tækifæri til að spyrja þau út í rannsóknir þeirra. Þetta var skemmtileg nýjung sem fólk kunni vel að meta og þökkum við styrkþegunum kærlega fyrir.

Nýju bolirnir og hálsklútarnir sem JÖR hannaði fyrir félagið seldust mjög vel og þökkum við góðar viðtökur. Fyrir þá sem komust ekki í dag er enn hægt að fá þá næstu 10 dagana hjá JÖR á Laugavegi 89 í Reykjavík.

Göngum saman treystir á stuðning hönnuða, fyrirtækja og almennings – félaginu hefur alls staðar verið tekið vel og þökkum við öllum stuðninginn, annars væri þetta ekki hægt. TAKK.

Gangan að hefjast við Háskólatorg í Reykjavík

Göngufólk í Vestmannaeyjum

Göngufólk á Egilsstöðum

Göngum saman fagnar samstarfi við JÖR í ár.

Eftir Fréttir

 JÖR hefur hannað boli og buff sem verða seldir nk. fimmtudag milli 17 & 19 í verslun JÖR Laugavegi 89 og á mæðradaginn um allt land.

Allur ágóði mun renna til félagsins Göngum saman. Félagið hefur frá stofnun þess veitt um 50 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Göngum saman er grasrótarfélag þar sem allir gefa vinnu sína.

Kaffi & Baileys í boði & ljúfir tónar!

Hlökkum til að sjá sem flesta,
Göngum saman & JÖR by Guðmundur Jörundsson

Bakarar selja brjóstabollur um mæðradagshelgina

Eftir Fréttir

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-10. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Þetta er í fimmta sinn sem Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman með þessum hætti og hafa hingað til alls safnast hátt í fimm milljónum króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Eftirtalin bakarí selja brjóstabollur um mæðradagshelgina:

Almar bakari

Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn

Bakarameistarinn

Kópavogi og Reykjavík

Bakarinn

Ísafirði

Bakstur og veisla

Vestmannaeyjum

Bernhöftsbakarí

Reykjavík

Björnsbakarí

Seltjarnarnesi og Reykjavík

Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co.

Akureyri

Brauðgerð Ólafsvíkur

Ólafsvík

Gamla Bakaríið

Ísafirði

Geirabakarí hf.

Borgarnesi

Guðnabakarí

Selfossi

Hjá Jóa Fel. Brauð og kökulist

Reykjavík, Kópvogi og Garðabæ

Hérastubbur

Grindavík

Kökuhornið/Lindabakarí ehf

Kópvogi

Kökuval

Hellu

Mosfellsbakarí

Mosfellsbæ og Reykjavík

Okkar bakarí

Garðabæ

Reynir bakari

Kópvogi

Sigurjónsbakarí

Reykjanesbæ

Sveinsbakarí

Reykjavík

Valgeirsbakarí

Reykjanesbæ