Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2015

Kærar þakkir fyrir þátttöku,áheit og hvatningu í maraþoninu

Eftir Fréttir

Sextíu og fjórir tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman. Áheitasöfnun gekk mjög vel og nú þegar hafa safnast 1.487.940 kr. Hægt er að heita á hlaupara til mánudags á hlaupastyrkur.is og því er ekki ennþá komin endanleg tala yfir það hversu mikið safnaðist.

Göngum saman þakkar innilega öllum hlaupurum yfir þátttökuna og einnig öllum þeim sem hétu á þá. Hvatningaliðinu á horninu á Ægissíðu og Lynghaga er þakkað fyrir hvatninguna og einnig öllum öðrum sem hafa hvatt hlauparana til dáða. Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur.

Til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu

Eftir Fréttir

Kæru þátttakendur í maraþoninu á laugardaginn.

Við höfum nú sent þeim sem við erum með heimilisföng hjá buff/höfuðklút sem JÖR hannaði fyrir Göngum saman í ár. Því miður erum við ekki með heimilisföng hjá öllum og þeir sem ekki hafa fengið buff sent heim mega gjarnan hafa samband við Ellu í síma 897 7409 eða Gunnhildi í síma 695 5446.

Eins og í fyrra ætlum við sem tökum þátt í maraþoninu fyrir Göngum saman að hittast eftir hlaupið í Hannesarholti, Grundarstíg 9 og fá okkur súpu.

Kær kveðja og gangi ykkur vel !!

Hvatningaliðið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu

Eftir Fréttir

Göngum saman verður með hvatningalið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og undanfarin ár frá klukkan 8:40 en fyrstu hlaupararnir leggja þá af stað frá Lækjartorgi.

Komið og hvetjið okkar fólk. Takið með ykkur hluti sem heyrist í s.s. hrossabresti og eldhúsáhöld … því fleiri sem koma og hvetja þátttakendur því skemmtilegra!

Áheitasöfnun er enn í fullum gangi. Látum gott af okkur leiða og heitum á þetta flotta fólk, sjá

 http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750

 

Heitum á hlauparana!

Eftir Fréttir

Nú þegar hafa margir sýnt stuðning í verki við Göngum saman í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem haldið verður í Reykjavík 22. ágúst n.k. og 56 hafa skráð sig til þátttöku í maraþoninu fyrir félagið. Takk fyrir allir saman!

Nú eru aðeins nokkrir dagar eru til stefnu og við hvetjum alla til að taka höndum saman og styrkja félagið enn frekar með því að heita á hlauparana og hvetja þá þannig áfram. Hér má sjá lista yfir þá sem hlaupa fyrir Göngum saman og þar eru leiðbeiningar um hvernig unnt er að heita á hlaupara.

Golden Wings í árlega göngu um helgina og styrkja Göngum sam

Eftir Fréttir

Um helgina munu Golden Wings sem eru vinkonur og velunnarar Göngum saman ásamt samstarfsfólki sínu hjá Icelandair Group ganga á Bláfell á Kili. Gangan er m.a. styrktarganga og mun ágóði hennar renna til Göngum saman en þetta er í fimmta sinn sem afrakstur göngunnar rennur til félagsins. Við þökkum innilega fyrr þetta frábæra framtak og óskum þeim góðrar ferðar.

Til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu

Eftir Fréttir

Kæru þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman.

Kærar þakkir fyrir að leggja okkar mikilvæga málefni lið!

Við hvetjum ykkur til að safna áheitum á hlaupastykur.is og  benda velunnurum ykkar á http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750

Félagið verður með hvatningastöð á horninu á Lynghaga og Ægissíðu og eru velunnarar hvattir til að mæta á staðinn og hvetja hlaupara.

Reykjavíkurmaraþonið 22. ágúst! Allir með!

Eftir Fréttir

Nú styttist í maraþonið. Við hvetjum okkar þátttakendur til að safna áheitum á hlaupastykur.is og einnig hvetjum við alla sem sjá sér fært að leggja okkur lið með því að heita á hlauparana okkar sjá http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750