Vikulegar göngur í Reykjavík hefjast mánudaginn 1. febrúar kl. 20:00. Gengið verður fyrst í stað frá Hallgrímskirkju.
Vikulegar göngur á Akureyri eru á þriðjudögum kl. 17:30 frá Hofi.
Fylgist með á viðburðardagatalinu hér á heimasíðunni.
Hlé verður á vikulegum göngum í Reykjavík og Akureyri fram í janúar. Það fer eftir færð hvenær byrjað verður. Tilkynningar koma inn á heimasíðu Göngum saman.
Saman gegn krabbameini – 20 ára afmælisveisla Samtaka um krabbameinsrannsóknir í Iðnó 14. nóvember kl. 14 – 16
Allir velkomnir
·
Í dag miðvikudaginn 7. október veitti styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 60 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabameini frá stofnun félagsins árið 2007.
Fimm aðilar fengu styrk að þessu sinni:
· Birna Þorvaldsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands hlaut 3 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Telomerar og brjóstakrabbamein
· Edda Sigríður Freysteinsdóttir, náttúrufræðingur á Landspítala hlaut 1,4 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Ættlægt brjóstakrabbamein og möguleg áhættugen.
· Erika Morera, doktorsnemi við Háskóla Íslands hlaut 1 milljón krónur í styrk fyrir verkefnið Samanburður á eðlilegri og illkynja bandvefsumbreytingu stofnfruma úr brjóstkirtli.
· Guðrún Valdimarsdóttir lektor við Læknadeild Háskóla Íslands hlaut 2 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Þyrnirósasvefn brjóstaæxlisfruma.
· Katrín Birna Pétursdóttir meistaranemi við Háskóla Íslands hlaut 2,6 milljónir króna í styrk fyrir verkefnið Breytingar á genatjáningu í lyfjaónæmum brjóstastofnfrumulínum í tengslum við stofnfrumueiginleika og aldehyde dehydrogenasa virkni (ALDH).
Styrkþegar 2015 f.v.
Edda Sigríður Freysteinsdóttir, Birna Þorvaldsdóttir, Erika Morera, Katrín Birna Pétursdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir
Í dag var kynnt niðurstaða úr áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015. Göngum saman var í 15 sæti af 167 góðgerðarfélögum í áheitasöfnuninni og fær 1.446.047 sem fer beint í styrktarsjóðinn.
Þátttakendum og öllum þeim sem hétu á þá og hvöttu eru færðar hugheilar þakkir. Þetta er frábær árangur og ánægjulegur.
Mánudaginn 28. september munu umsækjendur um rannsóknarstyrki Göngum saman kynna rannsóknarverkefni sín.
Kynningarnar munu fara fram kl. 17:00 – 18:30 í Háskóla Íslands, stofu HT300 í Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, Reykjavík (sama húsi og Bóksala stúdenta og matsalan/Háma er í).
Félagar eru hvattir til að mæta.
Sextíu og fjórir tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman. Áheitasöfnun gekk mjög vel og nú þegar hafa safnast 1.487.940 kr. Hægt er að heita á hlaupara til mánudags á hlaupastyrkur.is og því er ekki ennþá komin endanleg tala yfir það hversu mikið safnaðist.
Göngum saman þakkar innilega öllum hlaupurum yfir þátttökuna og einnig öllum þeim sem hétu á þá. Hvatningaliðinu á horninu á Ægissíðu og Lynghaga er þakkað fyrir hvatninguna og einnig öllum öðrum sem hafa hvatt hlauparana til dáða. Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur.
Hittumst í tröppunum fyrir framan MR kl. 9:10, alls ekki skylda! bara þeir sem vilja þá getum við farið saman af stað:)
Nýlegar athugasemdir