Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Reykjavíkurmaraþonið 22. ágúst! Allir með!

Eftir Fréttir

Nú styttist í maraþonið. Við hvetjum okkar þátttakendur til að safna áheitum á hlaupastykur.is og einnig hvetjum við alla sem sjá sér fært að leggja okkur lið með því að heita á hlauparana okkar sjá http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750

Auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð Göngum saman

Eftir Fréttir

Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjósta-krabbameini.  Áætlað er að veita allt að 10 milljónum í styrki á árinu 2015.

Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) við háskóla og rannsóknastofnanir geta sótt um styrk.

Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa

 msóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sjá hér: gs_styrkumsokn_2015.doc fyrir 1. september nk. á netfangið styrkir@gongumsaman.is merkt -Styrkumsókn 2015

Styrkurinn verður veittur í október, en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Sjá einnig auglýsingu: auglysing-styrkur2015.doc

 

Brjóstabollan – LABAK veitir Göngum saman 1.5 milljónir

Eftir Fréttir

Landssamband bakarameistara, LABAK, veitti í vikunni Göngum saman 1.5 milljónir króna í styrk vegna sölu á brjóstabollunni sem í ár var gómsæt rjómabolla með berjafyllingu. Þetta er í fimmta sinn sem Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman með þessum hætti og hafa hingað til alls safnast rúmlega sjö milljónir króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Göngum saman þakkar LABAK innilega fyrir þennan ómetanlega styrk og fyrir frábært samstarf.

Frá vinstri: Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtökum iðnaðarins og stjórnarmenn LABAK: Sigurður Enoksson, Hérastubbi bakara, Sigurður M. Guðjónsson, Bernhöftsbakaríi, Jón Þór Lúðvíksson, Brauðgerð Ólafsvíkur, Jón Albert Kristinsson, formaður, Björnsbakaríi, Jón Heiðar Ríkharðsson, Okkar bakaríi og Steinþór Jónsson, Björnsbakaríi, Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman og Ragnhildur Zoëga stjórnarkona í Göngum saman.

Nemdur í Lindaskóla hlaupa fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Þann 5.júní s.l. fór fram áheitahlaup Lindaskóla sem kallað var Lindaskólasprettur. Þetta er í fyrsta skipti sem hlaupið er framkvæmt með þessum hætti og var ákveðið að styrkja Göngum saman með þeim áheitum sem söfnuðust. Hlaupið er fyrir nemendur 1.-7.bekkja. Einnig hlupu nokkrir starfsmenn skólans og hét starfsmannafélag Lindaskóla á þá hlaupara.

Alls söfnuðust kr. 155.000.- og sú upphæð rennur beint til Göngum saman! Margrét Ásgeirsdóttir tók við skjali á skólaslitum fyrir hönd Göngum saman og sagði við það tækifæri lítillega frá sögu og tilgangi félagsins.Göngum saman þakkar innilega fyrir þennan frábæra stuðning.

Ánægjulegur mæðradagur að baki

Eftir Fréttir

Hátt í tvö þúsund manns gengu með Göngum saman í mæðradagsgöngunni, þar af um þúsund manns í Reykjavík. Göngufólk var á öllum aldri og það ríkti mikil gleði í göngunni.

Félagið vil þakka öllum þeim fjölmörgu um land allt sem lögðu mikið á sig við undirbúning göngunnar til að tryggja að allt gengi vel. Í Reykjavík voru styrkþegar mættir á Háskólatorg og gafst gestum tækifæri til að spyrja þau út í rannsóknir þeirra. Þetta var skemmtileg nýjung sem fólk kunni vel að meta og þökkum við styrkþegunum kærlega fyrir.

Nýju bolirnir og hálsklútarnir sem JÖR hannaði fyrir félagið seldust mjög vel og þökkum við góðar viðtökur. Fyrir þá sem komust ekki í dag er enn hægt að fá þá næstu 10 dagana hjá JÖR á Laugavegi 89 í Reykjavík.

Göngum saman treystir á stuðning hönnuða, fyrirtækja og almennings – félaginu hefur alls staðar verið tekið vel og þökkum við öllum stuðninginn, annars væri þetta ekki hægt. TAKK.

Gangan að hefjast við Háskólatorg í Reykjavík

Göngufólk í Vestmannaeyjum

Göngufólk á Egilsstöðum

Göngum saman fagnar samstarfi við JÖR í ár.

Eftir Fréttir

 JÖR hefur hannað boli og buff sem verða seldir nk. fimmtudag milli 17 & 19 í verslun JÖR Laugavegi 89 og á mæðradaginn um allt land.

Allur ágóði mun renna til félagsins Göngum saman. Félagið hefur frá stofnun þess veitt um 50 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Göngum saman er grasrótarfélag þar sem allir gefa vinnu sína.

Kaffi & Baileys í boði & ljúfir tónar!

Hlökkum til að sjá sem flesta,
Göngum saman & JÖR by Guðmundur Jörundsson

Bakarar selja brjóstabollur um mæðradagshelgina

Eftir Fréttir

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-10. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Þetta er í fimmta sinn sem Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman með þessum hætti og hafa hingað til alls safnast hátt í fimm milljónum króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Eftirtalin bakarí selja brjóstabollur um mæðradagshelgina:

Almar bakari

Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn

Bakarameistarinn

Kópavogi og Reykjavík

Bakarinn

Ísafirði

Bakstur og veisla

Vestmannaeyjum

Bernhöftsbakarí

Reykjavík

Björnsbakarí

Seltjarnarnesi og Reykjavík

Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co.

Akureyri

Brauðgerð Ólafsvíkur

Ólafsvík

Gamla Bakaríið

Ísafirði

Geirabakarí hf.

Borgarnesi

Guðnabakarí

Selfossi

Hjá Jóa Fel. Brauð og kökulist

Reykjavík, Kópvogi og Garðabæ

Hérastubbur

Grindavík

Kökuhornið/Lindabakarí ehf

Kópvogi

Kökuval

Hellu

Mosfellsbakarí

Mosfellsbæ og Reykjavík

Okkar bakarí

Garðabæ

Reynir bakari

Kópvogi

Sigurjónsbakarí

Reykjanesbæ

Sveinsbakarí

Reykjavík

Valgeirsbakarí

Reykjanesbæ

 

Frumsýning og sala á nýjum perlufestum eftir Hlín Reykdal

Eftir Fréttir

Hlín Reykdal hefur hannað dásamlegar perlufestar fyrir Göngum saman. Festarnar verða sýndar og seldar á gleðistund sem haldin verður á vinnustofu Hlínar Fiskislóð 75 í Reykjavík þriðjudaginn 21. apríl nk kl. 17 – 19.

Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona mun gleðja gesti með söng.

Hlökkum til að sjá sem flesta