Nú styttist í maraþonið. Við hvetjum okkar þátttakendur til að safna áheitum á hlaupastykur.is og einnig hvetjum við alla sem sjá sér fært að leggja okkur lið með því að heita á hlauparana okkar sjá http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750
Rannsóknastyrkjum verður úthlutað úr styrktarsjóði Göngum saman í sjöunda sinn í október n.k. og er áætlað að úthluta allt að tíu milljónum króna.
Auglýst er eftir umsóknum og rennur fresturinn út 1. september 2014. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér styrkumsokn_gongumsaman_2014.doc
Umsókn skal senda sem viðhengi á netfangið styrkir hjá gongumsaman.is merkt – Styrkumsókn 2014.
Hér að neðan er að finna auglýsinguna um styrki félagsins og er fólk hvatt til að hengja hana upp á viðeigandi vinnustöðum:auglysing-styrkur2014.pdf
Göngum saman er eitt af góðgerðarfélögunum sem taka þátt í Reykavíkurmaraþoni Íslandsbanka 24. ágúst nk. Félagar og aðrir velunnarar eru hvattir til að taka þátt fyrir félagið eða heita á þátttakendur sjá: http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750
Vel á annað þúsund manns tók átt í árlegri styrktargöngu Göngum saman sem fram fór á 14 stöðum á landinu í dag.
Þetta er í áttunda sinn sem Göngum saman stendur fyrir göngu til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Er þátttakendum um land allt og öllum þeim sem lögðu félaginu lið á einn eða annan hátt við undirbúning og framkvæmd göngunnar færðar innilegar þakkir.
Nú er undirbúningur styrktargöngu Göngum saman í fullum gangi en gengið verður á 14 stöðum um allt land á mæðradaginn, n.k. sunnudag 11. maí. Gengið verður í Borgarnesi, Stykkishólmi, á Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Nesskaupsstað, Höfn, í Vestmannaeyjum, Hveragerði, Reykjanesbæ og Reykjavík. Lagt verður af stað kl. 11.
Sjá frekari upplýsingar um gönguna á hverjum stað hér.
Það var gaman í dag þegar nýju bolirnir og höfuðklútarnir sem hannaðar voru af Kron by Kronkron voru sýndir og seldir á sannkallaðri gleðistund í versluninni Kronkron á Laugavegi. Þetta er í annað sinn sem þessir flottu hönnuðir gefa Göngum saman hönnun sína og fyrir það erum við innilega þakklát.
Þriðjudaginn 6. maí, verður málþing í Öskju kl 16.15-17.45:
Brjóstakrabbamein á mannamáli
Málþingið miðar að því að fundargestir geti spurt allra þeirra spurninga sem brenna á þeim. Því verða ekki hefðbundnir fyrirlestrar heldur opinn panell. Þar sitja fyrir svörum fulltrúar brjóstakrabbameinslækna, skurðlækna, Krabbameinsskrár, Leitarstöðvar, erfðaráðgjafar krabbameina, Siðfræðideildar HÍ og fleiri. Fundarstjóri verður Magnús Karl Magnússon
Nú er undirbúningur styrktargöngu Göngum saman í fullum gangi en gengið verður á 14 stöðum um allt land á mæðradaginn, n.k. sunnudag 11. maí. Gengið verður í Borgarnesi, Stykkishólmi, á Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Nesskaupsstað, Höfn, í Vestmannaeyjum, Hveragerði, Reykjanesbæ og Reykjavík. Lagt verður af stað kl. 11.
Sjá frekari upplýsingar um gönguna á hverjum stað hér.
Styrktarganga Göngum saman verður haldin í áttunda sinn á mæðradaginn sunnudaginn 11. maí nk. Göngustaðir verða auglýsir þegar nær dregur en í Reykjavík verður gengið frá Skautahöllinni í Laugardag kl. 11:00.
Takið daginn frá, mætið í göngu og takið vini og vandamenn með.
Nýlegar athugasemdir