Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2009

Nýir félagar velkomnir – vikulegar göngur

Eftir Fréttir

Göngum saman stendur fyrir göngum fyrir félaga einu sinni í viku í Reykjavík, á Akureyri og á Dalvík. Einnig hefur verið gengið í Borgarbyggð og í Hveragerði og er það von okkar að fleiri bæjarfélög bætist í hópinn.

Rannsóknir sýna að hreyfing og útivera styrkir ónæmiskerfið og er því góð forvörn við alls kyns kvillum og sjúkdómum. Við hvetjum alla sem tök hafa á að leggja góðu málefni samstöðu og auka eigin hreysti og hreyfingu í leiðinni.

Allir þeir sem taka þátt í göngum á vegum félagsins eru hvattir til að skrá sig í félagið hér á heimasíðunni. Árgjaldið er 3000 kr. og hægt er að greiða í gegnum heimabanka.

 

Gönguhópur á Dalvík

Eftir Fréttir

Stofnaður hefur verið gönguhópur í Dalvíkurbyggð og ætlar hópurinn að sýna góðu málefni samstöðu og auka eigin hreysti og hreyfingu í leiðinni. Gönguhópurinn hittist fyrir framan Ráðhúsið á mánudögum kl. 17:00 og er gengið í u.þ.b. 30 mínútur.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Gunnarsdóttir í síma 8489442

Gleðilegt ár, gengið 12. janúar í Reykjavík

Eftir Fréttir

Kæru félagar í Göngum saman.

Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir samhug og stuðning á liðnu ári.

Vikulegar göngur félagsins hefjast aftur mánudaginn 12. janúar. Gengið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík (v. Fríkirkjuveg/Lækjargötu) og lagt af stað kl. 20:00

Við hvetjum alla félaga til að mæta og ganga með góðum hópi og styrkja þannig bæði líkama og sál.

Hlökkum til að sjá ykkur og ganga með ykkur á nýju ári.