Skip to main content
Monthly Archives

júní 2013

Brjóstabollur gefa af sér – grunnrannsóknir á brjóstakrabbam

Eftir Fréttir

Við upphaf vikulegrar göngu Göngum saman í gær afhenti Jóhannes Felixson formaður Landssamband  bakarameistara (LABAK) Göngum saman afrakstur sölu á brjóstabollunni í ár 1.7  miljónir.  Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktarsjóð en félagið veitir árlega styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. 

Göngum saman hefur átt gjöfult samstarf við LABAK undanfarin 3 ár þar sem bakarameistarar vítt og breitt um landið hafa tekið höndum saman og selt brjóstabollur til styktar félaginu tengslum við mæðradagsgönguna. Hefur LABAK með sölu á brjóstabollunni í ár styrkt Göngum saman um hátt í 5 milljónir á síðustu þremur árum.

Bakarameistarar hafa sýnt Göngum saman dýrmætan stuðning í verki með sölu á bollunum og færir félagið þeim alúðarþakkir fyrir.

Á myndinni má sjá Jóhannes Felixson afhenda Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman styrkinn.

Umsóknarfrestur í styrktarsjóðinn

Eftir Fréttir

Rannsóknastyrkjum verður úthlutað úr styrktarsjóði Göngum saman í sjöunda sinn í október n.k. og er áætlað að úthluta allt að 8 milljónum króna.

Auglýst er eftir umsóknum og rennur fresturinn út 1. september 2013. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér á heimasíðu félagsins: styrkumsokn_gongumsaman_2013.doc

Umsókn skal senda sem viðhengi á netfangið styrkir hjá gongumsaman.is merkt – Styrkumsókn 2013 -.

Hér að neðan er að finna auglýsinguna um styrki félagsins og er fólk hvatt til að hengja hana upp á viðeigandi vinnustöðum; auglysing-styrkur2013.pdf

Vel heppnað málþing um erfðir og brjóstakrabbamein

Eftir Fréttir

Í dag stóðu Göngum saman, Kraftur og Samhjálp kvenna í samvinnu við læknadeild Háskóla Íslands fyrir málþingi um erfðir og brjóstakrabbamein. Um tvö hundruð manns mættu á málþingið sem var mjög vel heppnað. Fjallað var um málþingið í 10 fréttum á RÚV sjá

http://www.ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/11062013-0