Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2017

Áheitasöfnunin gekk frábærlega

Eftir Fréttir

Alls söfnuðust 2.267.000 kr. í áheit fyrir Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Öll áheit renna beint til góðgerðarfélaga þar sem Íslandsbanki mun geiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina en undanfarin ár hefur ákveðin prósenta af áheitum farið í kostnað. Við fögnum þessari ákvörðun og þökkum fyrir þátttöku, áheit og hvatningu. Einnig þökkum við Ragnheiði Jónu fyrir að bjóða þátttakendum súpu í Hannesarholt að hlaupi loknu.

Minnum á: Umsóknarfrestur rennur út 4. september

Eftir Fréttir

Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.  Áætlað er að veita allt að 10 milljónum í styrki á árinu 2017.

Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) við háskóla og rannsóknastofnanir geta sótt um styrk.

Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa

 Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sjá hér:  gs_styrkumsokn_2017.doc fyrir 4. september nk. á netfangið styrkir@gongumsaman.is merkt -Styrkumsókn 2017

Styrkurinn verður veittur í október, en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Sjá einnig auglýsingu: auglysing_styrkur_2017.doc

Frábær þátttaka í maraþoninu í dag – TAKK

Eftir Fréttir

Sjötíu og tveir tóku þátt í maraþoninu fyrir Göngum saman í dag og margir þeirra söfnuðum áheitum.  Alls söfnuðust áheit fyrir 2.166.000 og ennþá er hægt að heita á hlauparana (til mánudags!!!). Þetta er stórkostlegur árangur og stórkostlegur dagur, dásamlegt veður og mikil stemning og gleði. Við þökkum þátttakendum innilega fyrir og öllum þeim sem hétu á þá og hvöttu þá:))

Skilaboð til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngu

Eftir Fréttir

Skilaboð til þátttakenda í maraþoninu:

Ragnheiður J. Jónsdóttir stofnfélagi í Göngum saman býður öllum sem taka þátt fyrir félagið í súpu í Hannesarholti að maraþoninu loknu. Hannesarholt er staðsett á Grundarstíg 10 á horni Skálholtsstígs.

Sjáumst hress í Hannesarholti að maraþoninu loknu.

Hvatningaliðið okkar á horninu á Lynghaga og Ægissíðu

Eftir Fréttir

Göngum saman verður með hvatningalið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og undanfarin ár frá klukkan 8:40 en fyrstu hlaupararnir leggja þá af stað frá Lækjartorgi.

Komið og hvetjið okkar fólk. Takið með ykkur hluti sem heyrist í s.s. hrossabresti og eldhúsáhöld … því fleiri sem koma og hvetja þátttakendur því skemmtilegra!

Áheitasöfnun er enn í fullum gangi. Látum gott af okkur leiða og heitum á þetta flotta fólk, sjá https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/270/gongum-saman

Þakklætisvottur til þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu

Eftir Fréttir

Göngum saman er þakklátt þeim sem ætla að hlaupa fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoninu nk laugardag. Sem smá þakklætisvott biðjum við hlauparana að þiggja par af vettlingum sem Farmers Market hannaði og framleiddi fyrir félagið. Hér sést þegar formaður félagsins afhenti Ragnhildi Vigfúsdóttur sem hleypur í 10. sinn fyrir félagið vettlingana. Ragnhildur segist ekki ætla að hlaupa með þá, en segir að þeir muni koma sér vel þegar fer að hausta. Vettlingarnir verða sendir í pósti, hafið samband við okkur með einkaskilaboðum hér á FB ef þeir skila sér ekki í vikunni.