Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Oddfellowstúkan Bergþóra veitir Göngum saman höfðinglegan st

Eftir Fréttir

Oddfellowstúkan Bergþóra, Líknarsjóður Kertasjóðs Soffíu J. Classen og Líknarsjóður Systra- og sjúkrasjóðs stúkunnar, veitti í gær Göngum saman einnar milljón króna styrk til stuðnings grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman veitti styrknum viðtöku. Göngum saman þakkar innilega fyrir þennan höfðinglega styrk.

Á myndinni er Gunnhildur ásamt Höllu Bachmann Ólafsdóttur, yfirmeistara stúkunnar við afhendingu styrksins.

Omnom súkkulaðiverksmiðja styður Göngum saman með súkkulaðiþ

Eftir Fréttir

Omnom súkkulaði styður Göngum saman með súkkulaðiþrennu sérpakkaðri og merktri Göngum saman

Í tilefni af því verður súkkulaðipartý hjá Omnom, Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík (úti á Granda) þriðjudaginn 4. apríl kl. 17 – 19

Göngum saman þakkar Omnom innilega fyrir þeirra frábæra styrk og hvetur fólk til að mæta í súkkulaðipartýið og styðja gott málefni.

Hlín Reykdal hannar nisti til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Hlín Reykdal hefur hannað nisti í tveimur litum sem verða seld á næstu dögum til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Þetta er í fjóða skiptið sem Hlín vinnur með Göngum saman, fyrst hannaði hún armbönd, þá lyklakippur, síðan hálsfestar og nú nisti fyrir félagið.

Salan á nistunum hefst á laugardaginn 18. mars klukkan 15 með gleðistund í verslun Hlínar á Fiskislóð 75 Reykjavík. Nistin verða seld hjá Hlín í tvær vikur, eða meðan birgðir endast. Einnig er tekið við pöntunum í gegnum skilaboð á facebook síðu félagsins ef fólk vill fá nisti í póstkröfu.

Reykjavíkurmaraþon 19. ágúst, skráning hafin

Eftir Fréttir

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hafin en það mun fara fram laugardaginn 19. ágúst nk.  Eins og undanfarin ár er Göngum saman eitt af góðgerðarfélögunum sem hægt er að hlaupa fyrir. Í fyrra tóku 88 manns þátt í maraþoninu fyrir Göngum saman og söfnuðust áheit að upphæð 2.447.784 kr.

Við hvetjum alla þá sem mögulega geta að taka þátt í maraþoninu fyrir okkur og að nýta sér lægsta mögulega þátttökugjald en fimmtudaginn 16.mars hækkar þátttökugjaldið. Sjá nánar á http://marathon.is/reykjavikurmaraton

Einnig hvetjum við þátttakendur og félaga Göngum saman til að leggja félaginu lið með því að taka þátt í áheitasöfnun, sjá

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/270/gongum-saman

Aðalfundur Göngum saman mánudaginn 6. mars

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman verður haldinn mánudaginn 6. mars nk. kl. 17:00 í
sal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, Reykjavík.

 
Dagskrá:

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

5. Ákvörðun árgjalds.

6. Önnur mál.

 
Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

 
Með bestu kveðju,

 
Stjórn Göngum saman.

Formaður Göngum saman sæmd fálkaorðunni

Eftir Fréttir

Gunn­hild­ur Óskars­dótt­ir formaður Göng­um sam­an var í gær, nýársdag, sæmd ridd­ara­krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyr­ir fram­lag til stuðnings krabba­meins­rann­sókn­um og til heilsu­efl­ing­ar. Þetta er sannarlega ánægjulegt upphaf á tíunda afmælisári félagsins.

For­seti Íslands sæm­ir ís­lenska rík­is­borg­ara fálka­orðunni tvisvar á ári, 1. janú­ar og 17. júní. Hér gef­ur að líta þá sem voru heiðraðir á Bessa­stöðum í dag. Ljós­mynd/​Gunn­ar Vig­fús­son

Reykjavík – síðasta mánudagsganga fyrir jól – kaffihús

Eftir Fréttir

Mánudaginn 28. nóvember verður síðasta ganga fyrir jól í Reykjavík. Gengið frá Hallgrímskrikju kl. 20:00 og farið á kaffihús.

Göngur hefjast á ný í janúar, fylgist með á viðburðadagatalinu á heimasíðunni og facebooksíðu Göngum saman

Vikulegar göngur á Akureyri á þriðjudögum kl. 17:00  til 6. desember. Hægt er að fylgjast með göngustöðum á facebook undir þriðjudagshópur GS