Gengið á 16 stöðum á landinu. Lagt verður af stað kl. 11 f.h.
Hér má sjá staðina.
Gengið á 16 stöðum á landinu. Lagt verður af stað kl. 11 f.h.
Hér má sjá staðina.
Vettlingarnir frá Farmers Market voru frumsýndir og seldir í búðinni þeirra að Hólmaslóð í gær. Margir lögðu leið sína í búðina og tryggðu sér eintak. Vettlingarnir eru dásamlega fallegir og hlýir. Þeir eru úr íslenskri ull og framleiddir á Íslandi.Tilvalin sumargjöf og eitthvað sem allir þurfa allt árið um kring. Vettlingarnir verða seldir í Farmers Market, Hólmaslóð 2, Reykjavík, í Aurum, Bankastæri og í mæðradagsgöngum Göngum saman um allt land 8. maí nk.
Farmers Market hafa hannað dásamlega fallega vettlinga fyrir Göngum saman. Vettlingarnir verða frumsýndir og seldir í verslun Farmers Market á Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík (úti á Granda) mánudaginn 18. apríl kl. 17 – 19. Þeir verða áfram seldir í versluninni og einnig í Aurum Bankastræti og í mæðradagsgöngu Göngum saman 8. maí nk.
Frábær stemning, rífandi sala og gleði þegar armböndin fallegu sem Guðbjörg í Aurum hannaði fyrir Göngum saman fóru í sölu í dag.
Aurum vinnur með Göngum saman
Verið velkomin á opnun hjá Aurum miðvikudaginn 9. mars klukkan 18.
Guðbjörg í AURUM hefur hannað silfurarmbönd í þremur litum fyrir Göngum saman. Allur söluhagnaður rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.
Bankastræti 4 I www.aurum.is
Vikulegar göngur í Reykjavík hefjast mánudaginn 1. febrúar kl. 20:00. Gengið verður fyrst í stað frá Hallgrímskirkju.
Vikulegar göngur á Akureyri eru á þriðjudögum kl. 17:30 frá Hofi.
Fylgist með á viðburðardagatalinu hér á heimasíðunni.
Hlé verður á vikulegum göngum í Reykjavík og Akureyri fram í janúar. Það fer eftir færð hvenær byrjað verður. Tilkynningar koma inn á heimasíðu Göngum saman.
Saman gegn krabbameini – 20 ára afmælisveisla Samtaka um krabbameinsrannsóknir í Iðnó 14. nóvember kl. 14 – 16
Allir velkomnir
·
Í dag miðvikudaginn 7. október veitti styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 60 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabameini frá stofnun félagsins árið 2007.
Fimm aðilar fengu styrk að þessu sinni:
· Birna Þorvaldsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands hlaut 3 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Telomerar og brjóstakrabbamein
· Edda Sigríður Freysteinsdóttir, náttúrufræðingur á Landspítala hlaut 1,4 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Ættlægt brjóstakrabbamein og möguleg áhættugen.
· Erika Morera, doktorsnemi við Háskóla Íslands hlaut 1 milljón krónur í styrk fyrir verkefnið Samanburður á eðlilegri og illkynja bandvefsumbreytingu stofnfruma úr brjóstkirtli.
· Guðrún Valdimarsdóttir lektor við Læknadeild Háskóla Íslands hlaut 2 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Þyrnirósasvefn brjóstaæxlisfruma.
· Katrín Birna Pétursdóttir meistaranemi við Háskóla Íslands hlaut 2,6 milljónir króna í styrk fyrir verkefnið Breytingar á genatjáningu í lyfjaónæmum brjóstastofnfrumulínum í tengslum við stofnfrumueiginleika og aldehyde dehydrogenasa virkni (ALDH).
Styrkþegar 2015 f.v.
Edda Sigríður Freysteinsdóttir, Birna Þorvaldsdóttir, Erika Morera, Katrín Birna Pétursdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir
Nýlegar athugasemdir