Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Vettlingarnir frá Farmers Market fallegir og nauðsynlegir í

Eftir Fréttir

Vettlingarnir frá Farmers Market voru frumsýndir og seldir í búðinni þeirra að Hólmaslóð í gær. Margir lögðu leið sína í búðina og tryggðu sér eintak. Vettlingarnir eru dásamlega fallegir og hlýir. Þeir eru úr íslenskri ull og framleiddir á Íslandi.Tilvalin sumargjöf og eitthvað sem allir þurfa allt árið um kring. Vettlingarnir verða seldir í Farmers Market, Hólmaslóð 2, Reykjavík, í Aurum, Bankastæri og í mæðradagsgöngum Göngum saman um allt land 8. maí nk.

Farmers Market hannar vettlinga fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Farmers Market hafa hannað dásamlega fallega vettlinga fyrir Göngum saman. Vettlingarnir verða frumsýndir og seldir í verslun Farmers Market á Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík (úti á Granda) mánudaginn 18. apríl kl. 17 – 19. Þeir verða áfram seldir í versluninni og einnig í Aurum Bankastræti og í mæðradagsgöngu Göngum saman 8. maí nk.

Aurum vinnur með Göngum saman

Eftir Fréttir

Aurum vinnur með Göngum saman

Verið velkomin á opnun hjá Aurum miðvikudaginn 9. mars klukkan 18.

Guðbjörg í AURUM hefur hannað silfurarmbönd í þremur litum  fyrir Göngum saman. Allur söluhagnaður rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Bankastræti 4  I  www.aurum.is

Göngum saman veitir 10 milljónir í styrki

Eftir Fréttir

·      

Í dag miðvikudaginn 7. október veitti styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 60 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabameini frá stofnun félagsins árið 2007.

      Fimm aðilar fengu styrk að þessu sinni:

·         Birna Þorvaldsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands hlaut 3 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Telomerar og brjóstakrabbamein

·         Edda Sigríður Freysteinsdóttir, náttúrufræðingur á Landspítala hlaut 1,4 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Ættlægt brjóstakrabbamein og möguleg áhættugen.

·         Erika Morera, doktorsnemi við Háskóla Íslands hlaut 1 milljón krónur í styrk fyrir verkefnið Samanburður á eðlilegri og illkynja bandvefsumbreytingu stofnfruma úr brjóstkirtli.

·         Guðrún Valdimarsdóttir lektor við Læknadeild Háskóla Íslands hlaut 2 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Þyrnirósasvefn brjóstaæxlisfruma

·         Katrín Birna Pétursdóttir meistaranemi við Háskóla Íslands hlaut 2,6 milljónir króna í styrk fyrir verkefnið Breytingar á genatjáningu í lyfjaónæmum brjóstastofnfrumulínum í tengslum við stofnfrumueiginleika og aldehyde dehydrogenasa virkni (ALDH).

Styrkþegar 2015 f.v.

Edda Sigríður Freysteinsdóttir, Birna Þorvaldsdóttir, Erika Morera, Katrín Birna Pétursdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir