Styrktarganga Göngum saman fer fram á mörgum stöðum á landinu í dag.
Nánari upplýsingar um göngustaði hér
Styrktarganga Göngum saman fer fram á mörgum stöðum á landinu í dag.
Nánari upplýsingar um göngustaði hér
JÖR hefur hannað boli og buff sem verða seldir nk. fimmtudag milli 17 & 19 í verslun JÖR Laugavegi 89 og á mæðradaginn um allt land.
Allur ágóði mun renna til félagsins Göngum saman. Félagið hefur frá stofnun þess veitt um 50 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Göngum saman er grasrótarfélag þar sem allir gefa vinnu sína.
Kaffi & Baileys í boði & ljúfir tónar!
Hlökkum til að sjá sem flesta,
Göngum saman & JÖR by Guðmundur Jörundsson
Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-10. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Þetta er í fimmta sinn sem Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman með þessum hætti og hafa hingað til alls safnast hátt í fimm milljónum króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.
Eftirtalin bakarí selja brjóstabollur um mæðradagshelgina:
Almar bakari
Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn
Bakarameistarinn
Kópavogi og Reykjavík
Bakarinn
Ísafirði
Bakstur og veisla
Vestmannaeyjum
Bernhöftsbakarí
Reykjavík
Björnsbakarí
Seltjarnarnesi og Reykjavík
Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co.
Akureyri
Brauðgerð Ólafsvíkur
Ólafsvík
Gamla Bakaríið
Ísafirði
Geirabakarí hf.
Borgarnesi
Guðnabakarí
Selfossi
Hjá Jóa Fel. Brauð og kökulist
Reykjavík, Kópvogi og Garðabæ
Hérastubbur
Grindavík
Kökuhornið/Lindabakarí ehf
Kópvogi
Kökuval
Hellu
Mosfellsbakarí
Mosfellsbæ og Reykjavík
Okkar bakarí
Garðabæ
Reynir bakari
Kópvogi
Sigurjónsbakarí
Reykjanesbæ
Sveinsbakarí
Reykjavík
Valgeirsbakarí
Reykjanesbæ
Hlín Reykdal hefur hannað dásamlegar perlufestar fyrir Göngum saman. Festarnar verða sýndar og seldar á gleðistund sem haldin verður á vinnustofu Hlínar Fiskislóð 75 í Reykjavík þriðjudaginn 21. apríl nk kl. 17 – 19.
Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona mun gleðja gesti með söng.
Hlökkum til að sjá sem flesta
Styrktarganga Göngum saman um allt land á mæðradaginn 10. maí
Nánari upplýsingar þega nær dregur.
Aðalfundur Göngum saman verður haldinn mánudaginn 16. mars nk. kl. 20:00 í
sal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Kosning stjórnar og varastjórnar.
4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.
5. Ákvörðun árgjalds.
6. Önnur mál.
Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.
Göngum saman á Akureyri byrjar nýtt ár með því að hittast við menningarhúsið Hof. Gengið verður áfram á þriðjudögum og lagt af stað kl. 17:30. Frá Hofi eru margar góðar gönguleiðir. Munið eftir hálkuvörnum, endurskini og göngustöfum (gott að nota þá í hálku).
Fyrirtækið M-Design hefur látið framleiða glæsilegar beikar peysur og bleikar grifflur til styrktar Göngum Saman! Verkefnið er styrkt af Ístex, Glófa, Kötlu og M-Design! Vörurnar eru framleiddar í takmörkuðu upplagi og fást á www.cold.is, í Handprjónasambandi Íslands á Skólabörðustíg og hjá Göngum Saman (gongumsaman@gongumsaman.is)
Langatal, dagatal Göngum saman fyrir árið 2015 er komið.
Langatalið kostar kr. 2000 og verður til sölu í snyrtivöruversluninni Zebra Cosmetique, Laugavegi 62 og í Hannesarholti, Grundarstíg 9, Reykjavík.
Nýlegar athugasemdir