Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Aðalfundur Göngum saman 16. mars kl. 20:00

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman verður haldinn mánudaginn 16. mars nk. kl. 20:00 í
sal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, Reykjavík.

 
Dagskrá:

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

5. Ákvörðun árgjalds.

6. Önnur mál.

 
Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

 

Göngur á Akureyri byrja aftur á morgun þriðjudag

Eftir Fréttir

Göngum saman á Akureyri byrjar nýtt ár með því að hittast við menningarhúsið Hof. Gengið verður áfram á þriðjudögum og lagt af stað kl. 17:30. Frá Hofi eru margar góðar gönguleiðir. Munið eftir hálkuvörnum, endurskini og göngustöfum (gott að nota þá í hálku).

Bleikar peysur og grifflur frá M-Design til styrktar Göngum

Eftir Fréttir

Fyrirtækið M-Design hefur látið framleiða glæsilegar beikar peysur og bleikar grifflur til styrktar Göngum Saman! Verkefnið er styrkt af Ístex, Glófa, Kötlu og M-Design! Vörurnar eru framleiddar í takmörkuðu upplagi og fást á www.cold.is, í Handprjónasambandi Íslands á Skólabörðustíg og hjá Göngum Saman (gongumsaman@gongumsaman.is)

Langatal fyrir 2015 komið

Eftir Fréttir

Langatal, dagatal Göngum saman fyrir árið 2015 er komið.

Langatalið kostar kr. 2000 og verður til sölu í snyrtivöruversluninni Zebra Cosmetique, Laugavegi 62  og í Hannesarholti, Grundarstíg 9, Reykjavík.

Fyrirlestur: Brjóstakrabbamein á Íslandi og leitin að bættri

Eftir Fréttir

Brjóstakrabbamein á Íslandi
og leitin að bættri meðferð

Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands,
fjallar um rannsóknir á krabbameini með áherslu á brjóstakrabbamein í hádegiserindi
í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 21. október nk. kl. 12.10.
Erindið er hluti af fyrirlestraröð sem Háskóli Íslands hleypir nú af stokkunum
og ber heitið Vísindi á mannamáli.

Allir velkomnir

Göngum saman veitir 10.3 milljónir í styrki

Eftir Fréttir

Í dag 16. október veitti styrktarfélagið Göngum saman íslenskum rannsóknaraðilum á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini rannsóknarstyrki að fjárhæð kr. 10.3  milljónir króna. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 50 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins fyrir sjö árum.Styrkveitingin var haldin í Hannesarholti, Grundarstíg 9, Reykjavík. Í upphafi athafnarinnar léku þær Laufey Lin, Junia Lin og Lilja Cardew á fiðlu, selló og píanó Trio Elegiaque eftir Rachmaninoff og að styrkveitingu lokinni söng oktett úr Karlakórnum Fóstbræðrum nokkur lög.

Styrkurinn skiptist á milli sex aðila:

  • Anna Marzellíusardóttir,:Leit að áhrifabreytingum í erfðaefni fjölskyldna með háa tíðni brjóstakrabbameins. 1,8 milljón króna.
  • Borgþór Pétursson: Áhrif sviperfða á lyfjanæmi í brjósta- og eggjastokkakrabbameinum 2 milljónir króna
  • Helga Þráinsdóttir: Samspil TGFbeta og Thrombospodin-1 í æðaþeli og brjóstakrabbameini 1,5 milljónir króna
  • Jón Þór Bergþórsson: Vefjastofnfrumur og krabbameinfrumur í brjóstkirtli: eiginleikar þeirra og lyfjanæmi 1 milljón króna
  • Ólafur Andri Stefánsson: Vægi sviperfða sem forspáþættir í  brjóstakrabbameinum 1,5 milljónir króna
  • Þorkell Guðjónsson: Áhrif USPL1 á eðlilega virkni BRCA1 og huganlegt hlutverk í þróun  brjóstakrabbameins 2,5 milljónir króna
  •        

Styrkþegar f.v. : Ólafur Andri Stefánsson, Borgþór Pétursson, Anna Marzellíusardóttir, Guðrún Valdimarsdóttir f.h. Helgu Þráinsdóttur, Jón Þór Bergþórsson og Þorkell Guðjónsson.

Göngum saman byggir starf sitt á þátttöku almennings. Styrkveitingin í ár byggir að mestu leyti á frjálsum framlögum einstaklinga sem hafa lagt hafa sitt af mörkum með þátttöku í styrktargöngu félagsins, Reykjavíkurmaraþoninu og kaupum á söluvarningi félagsins. Fjölskylda Kristbjargar Marteinsdóttur sem var formaður fjáröflunarnefndar Göngum saman þegar hún lést árið 2009, aðeins tæplega 45 ára gömul, veitti félaginu 2.5 milljónir í styrktarsjóðinn. Styrkurinn er afrakstur minningargöngu um Kristbjörgu 30. ágúst s.l. þar sem gengið var í gegnum Héðinsfjarðargöng og kvöldskemmtunar sem haldin var  í Allanum á Siglufirði sama dag. Einnig hafa ýmis félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar lagt Göngum saman lið.

Göngum saman þakkar af alhug ómetanlegan stuðning og velvild og óskar styrkþegum innilega til hamingju.

Fjölskylda Kristbjargar Marteinsdóttur gefur 2,5 milljónir

Eftir Fréttir

Fjölskylda Kristbjargar Marteinsdóttur (Kittýar) sem var formaður fjáröflunarnefndar Göngum saman þegar hún lést í nóvember 2009 tæplega 45 ára gömul, veitti félaginu 2.5 milljónir í styrktarsjóðinn. Styrkurinn er afrakstur minningargöngu um Kittý, sem haldin var 30. ágúst s.l. þar sem gengið var í gegnum Héðinsfjarðargöng, og kvöldskemmtunar í Allanum á Siglufirði sama dag. Göngum saman þakkar fjölskyldu Kittýar innilega fyrir þeirra stórkostlega og ómetanlega framlag.

   

Frábær ganga í kringum Reykjavíkurtjörn

Eftir Fréttir

Mjög góð þátttaka var í sameinginlegri göngu Göngum saman, Brjóstaheilla – samhjálpar kvenna og Krabbameinsfélags Íslands í dag í tilefni af alþjóðlegum degi í baráttunni gegn  brjóstakrabbameini. Þáttakendur voru með bleika hanska og bleikar blöðrur og náði hópurinn að taka bleikum höndum saman í kringum minni tjörnina í Hljómaskálagarðinum. Aðstandendur göngunnar þakka fyrir samveru og góða þátttöku.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/15/gengid_i_bleiku_kringum_tjornina/