Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Hlín Reykdal hannar lyklakippur fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Göngum saman  og hönnuðurinn Hlín Reykdal munu í apríl selja lyklakippu sem Hlín hefur hannað fyrir félagið og mun ágóði af sölu hennar renna í rannsóknasjóð félagsins. Fimmtudaginn 10. apríl verður hamingjustund í versluninni Kiosk á Laugavegi 65 frá klukkan 17 til 19 þar sem lyklakippan verður frumsýnd. Lyklakippan verður í framhaldinu til sölu í versluninni Kiosk út apríl eða meðan birgðir endast.

Hlín Reykdal er óþarfi að kynna svo þekkt er hún fyrir hönnun ýmiskonar fylgihluta svo sem hálsmena og armbanda. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2009, með B.A. gráðu í fatahönnun og er einn af eigendum og stofnendum verslunarinnar KIOSK sem er á Laugavegi 65.

Gengið frá World Class – kl. 17.30

Eftir Fréttir

Loksins er Laugardalurinn orðinn vel göngufær og hefst mánudagsgangan við World Class kl. 17.30. Búast má við að erfitt verði að fá bílastæði við innganginn og þeim sem koma akandi er ráðlagt að vera tímanlega og leggja nær Laugardalshöllinni.

Fyrirlestur Steven Narod

Eftir Fréttir

Fyrirlestur á vegum Krabbameinsskrár, Samtaka um Krabbameins-rannsóknir á Íslandi og Faralds- og líftölfræðifélagsins föstudaginn 14. febr. kl. 15 í Hringsal Landspítalans við Hringbraut

Steven Narod forstjóri Familial Breast Cancer Research Unit hjá Women’s College Research Institute og prófessor við Lana School of Public Health og Department of Medicine í Torontoháskóla heldur fyrirlestur: Treatment considerations for women with breast cancer and a BRCA1 mutation

sjá: steven_narod_feb_2014.pdfsteven_narod_feb_2014.pdf

Göngur hefjast í Reykjavík – breyttur tími

Eftir Fréttir

Fyrsta ganga ársins í Reykjavík verður mánudaginn 27. janúar og verður gengið frá Fríkirkjunni. Ákveðið hefur verið að færa göngutímann fram og næstu vikur munu göngur hefjast kl. 17:30. Það ræðst svo af þátttökunni hvert framhaldið verður.

Jólakveðja

Eftir Fréttir

Göngum saman óskar öllum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir velvild og stuðning á árinu sem er að líða.

Fjallkonubrjóstin á Akureyri og Eskifirði á laugardaginn

Eftir Fréttir

Þá er komið að því að Norðlendingar og Austfirðingar geti eignast Fjallkonubrjóstahúfu! Húfurnar verða til sýnis og sölu í Amtbókasafninu á Akureyri laugardaginn 16. nóvember nk kl. 13-15 og í glerlistagalleríinu fyrir ofan Samkaup á Eskifirði kl. 13 – 16.

TIL STYRKTAR RANNSÓKNUM Á BRJÓSTAKRABBAMEINI