Skip to main content
All Posts By

a8

Mjög góð þátttaka í styrktargöngu Göngum saman í dag

Eftir Fréttir

Vel á annað þúsund manns tók átt í árlegri styrktargöngu Göngum saman sem fram fór á 14 stöðum á landinu í dag.

Þetta er í áttunda sinn sem Göngum saman stendur fyrir göngu til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Er þátttakendum um land allt og öllum þeim sem lögðu félaginu lið á einn eða annan hátt við undirbúning og framkvæmd göngunnar færðar innilegar þakkir.

  

Styrktargangan á sunnudaginn, gengið 14 stöðum

Eftir Fréttir

Nú er undirbúningur styrktargöngu Göngum saman í fullum gangi en gengið verður á 14 stöðum um allt land á mæðradaginn, n.k. sunnudag 11. maí. Gengið verður í Borgarnesi, Stykkishólmi, á Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Nesskaupsstað, Höfn, í Vestmannaeyjum, Hveragerði, Reykjanesbæ og Reykjavík. Lagt verður af stað kl. 11.

Sjá frekari upplýsingar um gönguna á hverjum stað hér.

Sannkölluð gleðistund í Kronkron í dag

Eftir Fréttir

Það var gaman í dag þegar nýju bolirnir og höfuðklútarnir sem hannaðar voru af Kron by Kronkron voru sýndir og seldir á sannkallaðri gleðistund í versluninni Kronkron á Laugavegi. Þetta er í annað sinn sem þessir flottu hönnuðir gefa Göngum saman hönnun sína og fyrir það erum við innilega þakklát.

    
    

Málþing um brjóstakrabbamein þriðjudaginn 6. maí

Eftir Fréttir

Þriðjudaginn 6. maí, verður málþing í Öskju kl 16.15-17.45:

 Brjóstakrabbamein á mannamáli

 Málþingið miðar að því að fundargestir geti spurt allra þeirra spurninga sem brenna á þeim. Því verða ekki hefðbundnir fyrirlestrar heldur opinn panell. Þar sitja fyrir svörum fulltrúar brjóstakrabbameinslækna, skurðlækna, Krabbameinsskrár, Leitarstöðvar, erfðaráðgjafar krabbameina, Siðfræðideildar HÍ og fleiri. Fundarstjóri verður Magnús Karl Magnússon

Mæðradagsganga Göngum saman um allt land

Eftir Fréttir

Nú er undirbúningur styrktargöngu Göngum saman í fullum gangi en gengið verður á 14 stöðum um allt land á mæðradaginn, n.k. sunnudag 11. maí. Gengið verður í Borgarnesi, Stykkishólmi, á Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Nesskaupsstað, Höfn, í Vestmannaeyjum, Hveragerði, Reykjanesbæ og Reykjavík. Lagt verður af stað kl. 11.

Sjá frekari upplýsingar um gönguna á hverjum stað hér.

Göngum saman um allt land á mæðradaginn 11. mai nk

Eftir Fréttir

Styrktarganga Göngum saman verður haldin í áttunda sinn á mæðradaginn sunnudaginn 11. maí nk. Göngustaðir verða auglýsir þegar nær dregur en í Reykjavík verður gengið frá Skautahöllinni í Laugardag kl. 11:00.

Takið daginn frá, mætið í göngu og takið vini og vandamenn með.

Hlín Reykdal hannar lyklakippur fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Göngum saman  og hönnuðurinn Hlín Reykdal munu í apríl selja lyklakippu sem Hlín hefur hannað fyrir félagið og mun ágóði af sölu hennar renna í rannsóknasjóð félagsins. Fimmtudaginn 10. apríl verður hamingjustund í versluninni Kiosk á Laugavegi 65 frá klukkan 17 til 19 þar sem lyklakippan verður frumsýnd. Lyklakippan verður í framhaldinu til sölu í versluninni Kiosk út apríl eða meðan birgðir endast.

Hlín Reykdal er óþarfi að kynna svo þekkt er hún fyrir hönnun ýmiskonar fylgihluta svo sem hálsmena og armbanda. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2009, með B.A. gráðu í fatahönnun og er einn af eigendum og stofnendum verslunarinnar KIOSK sem er á Laugavegi 65.

Gengið frá World Class – kl. 17.30

Eftir Fréttir

Loksins er Laugardalurinn orðinn vel göngufær og hefst mánudagsgangan við World Class kl. 17.30. Búast má við að erfitt verði að fá bílastæði við innganginn og þeim sem koma akandi er ráðlagt að vera tímanlega og leggja nær Laugardalshöllinni.

Fyrirlestur Steven Narod

Eftir Fréttir

Fyrirlestur á vegum Krabbameinsskrár, Samtaka um Krabbameins-rannsóknir á Íslandi og Faralds- og líftölfræðifélagsins föstudaginn 14. febr. kl. 15 í Hringsal Landspítalans við Hringbraut

Steven Narod forstjóri Familial Breast Cancer Research Unit hjá Women’s College Research Institute og prófessor við Lana School of Public Health og Department of Medicine í Torontoháskóla heldur fyrirlestur: Treatment considerations for women with breast cancer and a BRCA1 mutation

sjá: steven_narod_feb_2014.pdfsteven_narod_feb_2014.pdf