Skip to main content
All Posts By

a8

Krónan styrkir Göngum saman með margnota innkaupapokum!

Eftir Fréttir

Krónu verslanirnar hafa hafið sölu á margnota innkaupapokum til styrktar Göngum saman. Hver poki kostar 189 kr.

Við hvetjum félaga og alla þá sem vilja styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini að kaupa pokann og vera umhverfisvæn í leiðinni.

Sjá auglýsingu hér: poki-gongum_saman.pdf

Vel heppnað málþing!

Eftir Fréttir

Afmælismálþing Göngum saman sem haldið var í dag var einstaklega vel heppnað.

Frábærir fyrirlestrar, flott fundarstjórn, fallegur og vandaður tónlistarflutningur, fjölmenni í fallegum Hátíðasal Háskóla Íslands, góðar veitingar.

Fyrirlesarar og allir þeir sem komu að undirbúningi málþingsins á einn eða annan fá innilegar þakkir fyrir.

sjá úr fréttum RÚV http://www.ruv.is/frett/aukinn-skilningur-a-brjostakrabbameini

Myndir frá malþinginu munu birtast fljótlega.

,

Afmælismálþingið á morgun 13. september

Eftir Fréttir

Minnum á afmælismálþingið á morgun
Í tilefni af 5 ára afmæli styrktarfélagsins Göngum saman efnir félagið til málþings um mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Málþingið verður haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 13. september nk kl. 15-18. Það er öllum opið og aðgangur ókeypis. Salurinn opnar kl. 14.45 og gefst gestum kostur á að hlýða á ljúfa tóna áður en dagskrá hefst. Gildi íslenskra rannsókna á brjóstakrabbameini
Dagskrá
 
15:00   Setning, Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman15:05   Ávarp, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra15:15   Does research in breast cancer matter for the general public?
            Norman Freshney, forstöðumaður rannsókna hjá Breakthrough Breast Cancer í Bretlandi
 
15:45   Hverju hafa rannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi skilað?
            Helga Ögmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
 
16:05   Tónlistaratriði, Karlakórinn Fóstbræður
 
16:15   Grunnrannsóknir, forsenda framfara í lækningum, Friðbjörn Sigurðsson læknir
 
16:30   Hverju getur samtakamáttur hugsjónafólks og vísindamanna áorkað? Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
 
16:45   Göngum saman brjóstanna vegna, forsýning á fræðslumynd Göngum saman17:15   Málþingsslit
 
Fundarstjóri: Þórólfur Árnason
 
 Erindi Norman Freshney er flutt á ensku en önnur dagskrá fer fram á íslensku
 
 Að loknu málþingi er boðið upp á léttar veitingar

Við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest og hvetjið aðra til að koma líka.

Frábær árangur í Reykjavíkurmaraþoni.

Eftir Fréttir

Göngum saman fékk 1.017.065 kr. í áheit og var í 10. sæti af 130 góðgerðafélögum en þetta kom fram í áheitaskýrslunni sem afhent var í Íslandsbanka í dag. Frábær árangur og við þökkum enn og aftur öllum þátttakendum og þeim sem hétu á þá.

Golden Wings styrkir Göngum saman aftur!

Eftir Fréttir

Laugardaginn 11. ágúst s.l. stóðu kjarnorkukonurnar í Golden Wings fyrir göngu á hálendinu til styrkar Göngum saman. Alls tóku 114 manns þátt í göngunni  en hópurinn samanstóð af starfsfólki Icelandair Group og fjölskyldum þeirra. Gangan hófst í Emstrum og var gengið í Húsadal í Þórsmörk. Vegalengdin var um 15 km og göngutíminn var ca. 5-7 klst.

þetta var í fimmta sinn sem Golden Wings skipuleggur slíka göngu á Íslandi. Í ár, eins og í fyrra, var ákveðið að styrkja Göngum saman.

Flugfélag Íslands keypti höfuðbuff með merki Göngum saman handa göngugörpunum sem kostuðu 255.000.- krónur og auk þess sem  582.776. kr söfnuðust vegna göngunnar.  

Samtals eru það því 837.776. kr sem Golden Wings gangan færir Göngum saman í ár.

Félagið þakkar innilega fyrir þennan ómetanlega stuðning.

Saga Golden Wings er jafngömul Göngum saman því upphaf beggja félaganna má rekja til Avon göngunnar í New York haustið 2007 er upphafskonur þessara beggja hópa tóku þátt í 63 km göngu um Manhattan til styrktar rannsóknum og meðferðarúrræðum við brjóstakrabbameini.

      

Afmælismálþing Göngum saman 13. september nk

Eftir Fréttir

Í tilefni af 5 ára afmæli styrktarfélagsins Göngum saman efnir félagið til málþings um mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Málþingið verður haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 13. september nk kl. 15-18. Það er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Gildi íslenskra rannsókna á brjóstakrabbameini

Dagskrá 15:00   Setning, Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman15:05   Ávarp, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra15:15   Does research in breast cancer matter for the general public? Norman Freshney, forstöðumaður rannsókna hjá Breakthrough Breast Cancer í Bretlandi 15:45   Hverju hafa rannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi skilað?   Helga Ögmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 16:05   Tónlistaratriði, Karlakórinn Fóstbræður 16:15   Grunnrannsóknir, forsenda framfara í lækningum, Friðbjörn Sigurðsson læknir 16:30   Hverju getur samtakamáttur hugsjónafólks og vísindamanna áorkað? Kristín Ingólfsdóttir,       rektor Háskóla Íslands 16:45   Göngum saman brjóstanna vegna, forsýning á fræðslumynd Göngum saman 17:15   Málþingsslit  Fundarstjóri: Þórólfur Árnason  Erindi Norman Freshney er flutt á ensku en önnur dagskrá fer fram á íslensku 

 Að loknu málþingi er boðið upp á léttar veitingar

.

Dagskrá málþingsins í pdf-skjali:malthing_gongum_saman_dagskra.pdf

Skeiðshlaup 1. september. Hluti rennur til Göngum saman

Eftir Fréttir

Skeiðshlaupið verður haldið þann 1. september 2012 og hefst kl 11 við bæinn Skeið í Svarfaðardal. Svarfaðardalur er suðvestur af Dalvík og farinn er Svarfaðardalsvegur (805) frá Dalvík að bænum Skeið.

Skráningargjöld er 3.000 kr í forskráning, 4.000 kr á staðnum og er fiskisúpan mikla innifalin i verðinu og 1.000 kr fara til styrktar "Göngum saman" (rannsóknir á brjóstakrabbameini).

Sjá nánar á: http://hlaup.is/dagbok.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=23754

Innilegar þakkir! Frábær stemning í Reykjavíkurmaraþoninu!

Eftir Fréttir

Frábær stemning var í Reykjavíkurmaraþoninu í dag enda lék veðrið við þátttakendur. Hvatningaliðið á horni Lynghaga og Ægissíðu var stórkostlegt!

65 manns tóku þátt fyrir Göngum saman og eru þeim færðar innilegar þakkir svo og öllum þeim sem hétu á þá. Einnig innilegar þakkir til þeirra sem stóðu´á hliðarlínunni og hvöttu hlauparana áfram.

Umsóknafrestur í styrktarsjóð Göngum saman er til 1. sept.

Eftir Fréttir

Rannsóknastyrkjum verður úthlutað úr styrktarsjóði Göngum saman í sjötta sinn í október n.k. og er áætlað að úthluta allt að 10 milljónum króna.
Auglýst er eftir umsóknum og rennur fresturinn út 1. september 2012. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér á heimasíðu félagsins styrkumsokn_gongumsaman_2012.doc og skal senda umsókn sem viðhengi á netfangið styrkir hjá gongumsaman.is merkt – Styrkumsókn 2012 -.

Hér er að finna auglýsinguna um styrki félagsins.