Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Göngum saman um allt land á mæðradaginn 12. maí nk.

Eftir Fréttir

Göngum saman stendur fyrir styrktargöngu á mæðradaginn, sunnudaginn 12. mai nk. kl. 11:00. Gengið verður á fjölmörgum stöðum á landinu og aftur verðum við í samstarfi við Landsamband bakarameistara með brjóstabolluna góðu sem verður seld í bakaríum um land allt mæðradagshelgina.

Dagskrá og nánari upplýsingar síðar.

Takið daginn frá !

Erindi um gildi tómstunda og aðalfundur Göngum saman verður

Eftir Fréttir

Mánudaginn 18. mars kl. 20:00  mun Jóhanna Björt Guðbrandsdóttir flytja erindi:  „Ljós í myrkri“ Gildi tómstunda til aukinna lífsgæða fyrir konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein.  

Erindið verður haldið í sal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands,Skógarhlíð 8, Reykjavík. Að því loknu verður haldinn aðalfundur Göngum saman. 

 Dagskrá:1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.3. Kosning stjórnar og varastjórnar.4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.5. Ákvörðun árgjalds.6. Önnur mál. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

Velheppnaður Golfdagur Göngum saman í Básum

Eftir Fréttir

Golfdagur Göngum saman sem haldinn var í Básum, Grafarholti í gær 2. mars var mjög vel heppnaður og skemmtilegur. Göngum saman þakkar Básum og golfkennurunum Ragnhildi Sigurðardóttur og Sigurði Hafsteinssyni innilega fyrir stuðninginn. Einnig fá allir sem aðstoðuðu eða lögðu félaginu lið á einn eða annan hátt innilegar þakkir fyrir og ekki síst þeir sem komu og tóku þátt!

Golfdagur í Básum laugardaginn 2. mars!!

Eftir Fréttir

Golfkennararnir frábæru Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigurður Hafsteinsson ásamt Básum (golfæfingasvæði í Grafarholti) bjóða golfurum og velunnurum Göngum saman upp á golfdag í Básum laugardaginn 2. mars nk kl. 11 – 14. Aðgangseyrir kr. 1500 rennur til Göngum saman.

Sjá auglýsinguna í pdf skjali: golf.pdf

Vikulegar göngur byrja aftur í dag

Eftir Fréttir

Nú eru að hefjast vikulegar göngur Göngum saman á ný eftir jólafríið. Göngum saman á Dalvík seinnipartinn í dag, í Reykjavík í kvöld og á Akureyri á morgun.

Mæting við Berg á Dalvík kl. 17 í dag.

Hittumst í kvöld við Fríkirkjuna í Reykjavík, lagt af stað kl. 20.

Og á morgun, þrijðudag, hittumst við hjá Hofi og leggjum af stað kl. 17:30.

Allir velkomnir.

Gleðilegt ár og innilegar þakkir fyrir liðið ár

Eftir Fréttir

Gleðilegt ár og innilegar þakkir fyrir stuðning og velvild í garð félagsins á fimm ára afmælisárinu 2012. Fjölmargir lögðu hönd á plóg í tengslum við fjölbreytta dagskrá og viðburði á árinu sem tókst afar vel.

Við fögnum nýju ári með von um áframhaldandi farsælt starf helgað baráttunni gegn brjósatakrabbameini.

Vikulegar göngur félagsins hefjast á ný um miðjan janúar ef færð leyfir. Fylgist með á viðburðadagatalinu hér á heimasíðunni.

Langatal Göngum saman 2013 komið út

Eftir Fréttir

Síðastliðin ár hefur dagatal verið gefið út til styrktar Göngum saman, Langatalið. Langatalið 2013 er nú komið úr prentsmiðjunni og er til sölu í versluninni Zebra við Laugaveg 62. Langatalið kostar 2.000 krónur og fer það allt í styrktarsjóð félagsins því prentun og gerð Langatalsins er greitt af styrktaraðila. 

Eftir friðargönguna á Þorláksmessu sem hefst á Hlemmi í Reykjavík kl. 18 verður opið í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Allir velkomnir og þar verður hægt að kaupa Langatalið.

Tvær menntaskólastúlkur styrkja Gönngum saman

Eftir Fréttir

Menntaskólastúlkurnar Salvör Káradóttir og Bryndís Björnsdóttir afhentu Göngum saman tæplega 150 þúsund krónur í styrktarsjóð félagsins. Styrkurin er afrakstur fjáröflunar þeirra s.l. ár.

Göngum saman þakkar þeim stöllum innilega fyrir þennan frábæra stuðning.

Heimildarmyndin aðgengileg á heimasíðunni

Eftir Fréttir

Sjónvarpið endursýndi heimildarmyndina Göngum saman brjóstanna vegna í gær sunnudag. Myndin sem fengið hefur góðar viðtökur segir sögu félagsins Göngum saman, markmið þess að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og mikilvægi slíkra rannsókna til að skilja meinið og gefa okkur von um lækningu í framtíðinni.

Nú eru myndin komin inn á vefinn í nokkrum útgáfum. Útgáfan sem sýnd var í sjónvarpinu er að finna bæði inn á vef Youtube og Vimoe. Þá eru komnar inn á vefinn útgáfur með íslenskum og enskum texta.

Á forsíðu heimasíðu Göngum saman eru komnir tveir hnappar sem vísa inn á útgáfu myndarinnar sem sýnd var í sjónvarpinu og á myndina með enskum texta.

RUV endursýnir fræðslumyndina á morgun sunnudag

Eftir Fréttir

Á morgun sunnudaginn 18. nóvember kl. 16:25 verður fræðslumyndin Göngum saman brjóstanna vegna endursýnd í sjónvarpinu. Kvikmyndagerðamaðurinn Páll Kristinn Pálsson gerði myndina fyrir Göngum saman á afmælisári félagsins og fjallar hún um félagið og mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Við hvetjum fólk til að missa ekki af myndinni. Sjá nánar á heimasíðu rúv.