Það var gleði og gaman í versluninni Kronkron í dag þegar nýju bolirnir og höfuðklútarnir hannaðir af Kron by Kronkron voru sýndir og seldir. Þessar flottu og litríku vörur bókstaflega runnu út en bolirnir og höfuðklútarnir verða seldir í mæðradagsgöngunni á sunnudaginn og svo áfram í Kronkron Laugavegi 63b.
Í tilefni af mæðradagsgöngunni í ár fékk félagið hina frábæru hönnuði hjá Kron by Kronkron til að hanna bol og höfuðklúta. Vörurnar verða til sölu í göngunni á mæðradaginn en n.k. miðvikudag 8. maí, kl. 17 – 19 býður Göngum saman og Kronkron til ljúfrar samverustundar í verslun Kronkron – Laugavegi 63b þar sem sala á bolunum og höfuðklútunum hefst. Allur ágóði af sölu bolanna og höfuðklútanna fer í styrktarsjóð Göngum saman.
Sjá auglýsingu:
gongum_saman_flyer.pdfgongum_saman_flyer.pdf
Frá og með næsta þriðjudag munu vikulegar göngur á Akureyri byrja við Íþróttahöllina. Hittumst við aðalinngang Íþróttahallarinnar á þriðjudögum kl. 17:30. Allir velkomnir.
Göngum saman stendur fyrir styrktargöngu á mæðradaginn, sunnudaginn 12. mai nk. kl. 11:00. Gengið verður á a.m.k. fjórtán stöðum á landinu og aftur verðum við í samstarfi við Landsamband bakarameistara með brjóstabolluna góðu sem verður seld í bakaríum um land allt mæðradagshelgina.
Göngum saman hvetur fólk til að fjölmenna í gönguna sem er gjaldfrjáls en hægt að styrkja félagið á fjölbreyttan hátt.
Þátttökustaðir í ár: Reykjavík, Borgarnes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Blönduós, Siglufjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Höfn, Vestmannaeyjar, Selfoss og Reykjanesbær.
Sjá upplýsingar um gönguna á hverjum stað hér.
S.l. miðvikudag afhentu nemendur unglingadeildar Háaleitisskóla samtökunum Göngum saman 184.070,00 kr. sem minningargjöf um Brynhildi Ólafsdóttur skólastjóra, sem lést í vetur. Það voru þeir Emil Þór Emilsson og Elías Orri Njarðarson sem afhentu Gunnhildi Óskarsdóttur gjöfina f.h. nemenda. Nemendur höfðu safnað peningum með því að halda flóamarkað í skólanum.
Verkefnið hófst með því að nemendur kynntu sér starfsemi ýmissa líknar- og hjálparsamtaka. M.a. kom Gunnhildur Óskarsdóttir og kynnti Göngum saman og Kjartan Birgisson sem kynnti Hjartaheill. Einnig fóru nemendur vítt og breytt um bæinn og hittu forsvarsmenn annarra hjálparsamtaka.
Í framhaldinu hófu þeir söfnun fyrir markaðinn sem var haldinn í skólanum. Fjöldi fyrirtækja studdi þau með gjöfum en nemendur komu líka með ýmislegt að heiman.
Foreldrar, systkini, afar og ömmur og aðrir íbúar hverfisins streymdu á markaðinn og fóru heim með fatnað, skrautmuni, bakkelsi, verkfæri, leikföng, gjafabréf á snyrtistofur, skartgripi o.fl. o.fl.
Göngum saman þakkar nemendum Háaleitisskóla innilega fyrir þeirra frábæra framtak og höfðinglega styrk sem fer beint í styrktarsjóð félagsins.
Göngum saman stendur fyrir styrktargöngu á mæðradaginn, sunnudaginn 12. mai nk. kl. 11:00. Gengið verður á fjölmörgum stöðum á landinu og aftur verðum við í samstarfi við Landsamband bakarameistara með brjóstabolluna góðu sem verður seld í bakaríum um land allt mæðradagshelgina.
Dagskrá og nánari upplýsingar síðar.
Takið daginn frá !
Mánudaginn 18. mars kl. 20:00 mun Jóhanna Björt Guðbrandsdóttir flytja erindi: „Ljós í myrkri“ Gildi tómstunda til aukinna lífsgæða fyrir konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein.
Erindið verður haldið í sal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands,Skógarhlíð 8, Reykjavík. Að því loknu verður haldinn aðalfundur Göngum saman.
Dagskrá:1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.3. Kosning stjórnar og varastjórnar.4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.5. Ákvörðun árgjalds.6. Önnur mál. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.
Golfdagur Göngum saman sem haldinn var í Básum, Grafarholti í gær 2. mars var mjög vel heppnaður og skemmtilegur. Göngum saman þakkar Básum og golfkennurunum Ragnhildi Sigurðardóttur og Sigurði Hafsteinssyni innilega fyrir stuðninginn. Einnig fá allir sem aðstoðuðu eða lögðu félaginu lið á einn eða annan hátt innilegar þakkir fyrir og ekki síst þeir sem komu og tóku þátt!
Golfkennararnir frábæru Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigurður Hafsteinsson ásamt Básum (golfæfingasvæði í Grafarholti) bjóða golfurum og velunnurum Göngum saman upp á golfdag í Básum laugardaginn 2. mars nk kl. 11 – 14. Aðgangseyrir kr. 1500 rennur til Göngum saman.
Sjá auglýsinguna í pdf skjali: golf.pdf
Nú eru að hefjast vikulegar göngur Göngum saman á ný eftir jólafríið. Göngum saman á Dalvík seinnipartinn í dag, í Reykjavík í kvöld og á Akureyri á morgun.
Mæting við Berg á Dalvík kl. 17 í dag.
Hittumst í kvöld við Fríkirkjuna í Reykjavík, lagt af stað kl. 20.
Og á morgun, þrijðudag, hittumst við hjá Hofi og leggjum af stað kl. 17:30.
Allir velkomnir.
Nýlegar athugasemdir