Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Afmælismálþingið á morgun 13. september

Eftir Fréttir

Minnum á afmælismálþingið á morgun
Í tilefni af 5 ára afmæli styrktarfélagsins Göngum saman efnir félagið til málþings um mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Málþingið verður haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 13. september nk kl. 15-18. Það er öllum opið og aðgangur ókeypis. Salurinn opnar kl. 14.45 og gefst gestum kostur á að hlýða á ljúfa tóna áður en dagskrá hefst. Gildi íslenskra rannsókna á brjóstakrabbameini
Dagskrá
 
15:00   Setning, Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman15:05   Ávarp, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra15:15   Does research in breast cancer matter for the general public?
            Norman Freshney, forstöðumaður rannsókna hjá Breakthrough Breast Cancer í Bretlandi
 
15:45   Hverju hafa rannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi skilað?
            Helga Ögmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
 
16:05   Tónlistaratriði, Karlakórinn Fóstbræður
 
16:15   Grunnrannsóknir, forsenda framfara í lækningum, Friðbjörn Sigurðsson læknir
 
16:30   Hverju getur samtakamáttur hugsjónafólks og vísindamanna áorkað? Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
 
16:45   Göngum saman brjóstanna vegna, forsýning á fræðslumynd Göngum saman17:15   Málþingsslit
 
Fundarstjóri: Þórólfur Árnason
 
 Erindi Norman Freshney er flutt á ensku en önnur dagskrá fer fram á íslensku
 
 Að loknu málþingi er boðið upp á léttar veitingar

Við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest og hvetjið aðra til að koma líka.

Frábær árangur í Reykjavíkurmaraþoni.

Eftir Fréttir

Göngum saman fékk 1.017.065 kr. í áheit og var í 10. sæti af 130 góðgerðafélögum en þetta kom fram í áheitaskýrslunni sem afhent var í Íslandsbanka í dag. Frábær árangur og við þökkum enn og aftur öllum þátttakendum og þeim sem hétu á þá.

Golden Wings styrkir Göngum saman aftur!

Eftir Fréttir

Laugardaginn 11. ágúst s.l. stóðu kjarnorkukonurnar í Golden Wings fyrir göngu á hálendinu til styrkar Göngum saman. Alls tóku 114 manns þátt í göngunni  en hópurinn samanstóð af starfsfólki Icelandair Group og fjölskyldum þeirra. Gangan hófst í Emstrum og var gengið í Húsadal í Þórsmörk. Vegalengdin var um 15 km og göngutíminn var ca. 5-7 klst.

þetta var í fimmta sinn sem Golden Wings skipuleggur slíka göngu á Íslandi. Í ár, eins og í fyrra, var ákveðið að styrkja Göngum saman.

Flugfélag Íslands keypti höfuðbuff með merki Göngum saman handa göngugörpunum sem kostuðu 255.000.- krónur og auk þess sem  582.776. kr söfnuðust vegna göngunnar.  

Samtals eru það því 837.776. kr sem Golden Wings gangan færir Göngum saman í ár.

Félagið þakkar innilega fyrir þennan ómetanlega stuðning.

Saga Golden Wings er jafngömul Göngum saman því upphaf beggja félaganna má rekja til Avon göngunnar í New York haustið 2007 er upphafskonur þessara beggja hópa tóku þátt í 63 km göngu um Manhattan til styrktar rannsóknum og meðferðarúrræðum við brjóstakrabbameini.

      

Afmælismálþing Göngum saman 13. september nk

Eftir Fréttir

Í tilefni af 5 ára afmæli styrktarfélagsins Göngum saman efnir félagið til málþings um mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Málþingið verður haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 13. september nk kl. 15-18. Það er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Gildi íslenskra rannsókna á brjóstakrabbameini

Dagskrá 15:00   Setning, Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman15:05   Ávarp, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra15:15   Does research in breast cancer matter for the general public? Norman Freshney, forstöðumaður rannsókna hjá Breakthrough Breast Cancer í Bretlandi 15:45   Hverju hafa rannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi skilað?   Helga Ögmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 16:05   Tónlistaratriði, Karlakórinn Fóstbræður 16:15   Grunnrannsóknir, forsenda framfara í lækningum, Friðbjörn Sigurðsson læknir 16:30   Hverju getur samtakamáttur hugsjónafólks og vísindamanna áorkað? Kristín Ingólfsdóttir,       rektor Háskóla Íslands 16:45   Göngum saman brjóstanna vegna, forsýning á fræðslumynd Göngum saman 17:15   Málþingsslit  Fundarstjóri: Þórólfur Árnason  Erindi Norman Freshney er flutt á ensku en önnur dagskrá fer fram á íslensku 

 Að loknu málþingi er boðið upp á léttar veitingar

.

Dagskrá málþingsins í pdf-skjali:malthing_gongum_saman_dagskra.pdf

Skeiðshlaup 1. september. Hluti rennur til Göngum saman

Eftir Fréttir

Skeiðshlaupið verður haldið þann 1. september 2012 og hefst kl 11 við bæinn Skeið í Svarfaðardal. Svarfaðardalur er suðvestur af Dalvík og farinn er Svarfaðardalsvegur (805) frá Dalvík að bænum Skeið.

Skráningargjöld er 3.000 kr í forskráning, 4.000 kr á staðnum og er fiskisúpan mikla innifalin i verðinu og 1.000 kr fara til styrktar "Göngum saman" (rannsóknir á brjóstakrabbameini).

Sjá nánar á: http://hlaup.is/dagbok.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=23754

Innilegar þakkir! Frábær stemning í Reykjavíkurmaraþoninu!

Eftir Fréttir

Frábær stemning var í Reykjavíkurmaraþoninu í dag enda lék veðrið við þátttakendur. Hvatningaliðið á horni Lynghaga og Ægissíðu var stórkostlegt!

65 manns tóku þátt fyrir Göngum saman og eru þeim færðar innilegar þakkir svo og öllum þeim sem hétu á þá. Einnig innilegar þakkir til þeirra sem stóðu´á hliðarlínunni og hvöttu hlauparana áfram.

Umsóknafrestur í styrktarsjóð Göngum saman er til 1. sept.

Eftir Fréttir

Rannsóknastyrkjum verður úthlutað úr styrktarsjóði Göngum saman í sjötta sinn í október n.k. og er áætlað að úthluta allt að 10 milljónum króna.
Auglýst er eftir umsóknum og rennur fresturinn út 1. september 2012. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér á heimasíðu félagsins styrkumsokn_gongumsaman_2012.doc og skal senda umsókn sem viðhengi á netfangið styrkir hjá gongumsaman.is merkt – Styrkumsókn 2012 -.

Hér er að finna auglýsinguna um styrki félagsins.

Þingvallagangan frábærlega vel heppnuð

Eftir Fréttir

Guðný Aradóttir og göngugarpanir sem gengu með henni s.l. nótt frá Vinaskógi á Þingvöllum til Laugardalslaugarinnar Í Reykjavík gengu leiðina sem var um 63 km (eitt og hálft maraþon) á 12 og 1/2 klukkustund með hléum!

Þetta var stórkostleg upplifun fyrir þá sem tóku þátt, sumarnóttin falleg og félagsskapurinn skemmtilegur. Að göngu lokinni var þátttakendum boðið í sund/heitan pott! í Laugardalslauginni.

Göngum saman þakkar Guðnýju fyrir þetta einstaka framtak og göngufólkinu og öllum sem hétu á það innilega fyrir.  Áheitareikningurinn er 372-13-304102, kt. 650907-1750 og það er ennþá tekið við áheitum og framlögum. Vinsamlega sendið tilkynningu um greiðslu til guðny@stafganga.is

Allt sem safnast í tengslum við gönguna fer í styrktarsjóð Göngum saman.

Þátttakendur að morgni á lokasprettinum, allir kátir og glaðir eftir vellukkaða næturgöngu frá Þingvöllum.

Þingvallaganga Guðnýjar fór vel af stað

Eftir Fréttir

Styrktarganga Guðnýjar Aradóttur hófst við Vinaskóg á Þingvöllum kl. 8 í kvöld – mætt voru næstum 70 manns sem ætla að ganga til Reykjavíkur. Guðný áætlar að gangan sem er um 63 km löng taki um 12 klst. og mun göngufólk enda við World Class Laugum í fyrramálið.

Við hugsum til göngufólksins og allir geta tekið þátt með því að heita á göngufólkið. Áheitareikningurinn er 372-13-304102, kt. 650907-1750. Vinsamlega senda tilkynningu um greiðslu til guðny@stafganga.is  Allt sem safnast í tengslum við gönguna fer í styrktarsjóð Göngum saman.