Langatal, dagatal Göngum saman fyrir árið 2015 er komið.
Langatalið kostar kr. 2000 og verður til sölu í snyrtivöruversluninni Zebra Cosmetique, Laugavegi 62 og í Hannesarholti, Grundarstíg 9, Reykjavík.
Langatal, dagatal Göngum saman fyrir árið 2015 er komið.
Langatalið kostar kr. 2000 og verður til sölu í snyrtivöruversluninni Zebra Cosmetique, Laugavegi 62 og í Hannesarholti, Grundarstíg 9, Reykjavík.
Brjóstakrabbamein á Íslandi
og leitin að bættri meðferð
Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands,
fjallar um rannsóknir á krabbameini með áherslu á brjóstakrabbamein í hádegiserindi
í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 21. október nk. kl. 12.10.
Erindið er hluti af fyrirlestraröð sem Háskóli Íslands hleypir nú af stokkunum
og ber heitið Vísindi á mannamáli.
Allir velkomnir
Í dag 16. október veitti styrktarfélagið Göngum saman íslenskum rannsóknaraðilum á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini rannsóknarstyrki að fjárhæð kr. 10.3 milljónir króna. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 50 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins fyrir sjö árum.Styrkveitingin var haldin í Hannesarholti, Grundarstíg 9, Reykjavík. Í upphafi athafnarinnar léku þær Laufey Lin, Junia Lin og Lilja Cardew á fiðlu, selló og píanó Trio Elegiaque eftir Rachmaninoff og að styrkveitingu lokinni söng oktett úr Karlakórnum Fóstbræðrum nokkur lög.
Styrkurinn skiptist á milli sex aðila:
Styrkþegar f.v. : Ólafur Andri Stefánsson, Borgþór Pétursson, Anna Marzellíusardóttir, Guðrún Valdimarsdóttir f.h. Helgu Þráinsdóttur, Jón Þór Bergþórsson og Þorkell Guðjónsson.
Göngum saman byggir starf sitt á þátttöku almennings. Styrkveitingin í ár byggir að mestu leyti á frjálsum framlögum einstaklinga sem hafa lagt hafa sitt af mörkum með þátttöku í styrktargöngu félagsins, Reykjavíkurmaraþoninu og kaupum á söluvarningi félagsins. Fjölskylda Kristbjargar Marteinsdóttur sem var formaður fjáröflunarnefndar Göngum saman þegar hún lést árið 2009, aðeins tæplega 45 ára gömul, veitti félaginu 2.5 milljónir í styrktarsjóðinn. Styrkurinn er afrakstur minningargöngu um Kristbjörgu 30. ágúst s.l. þar sem gengið var í gegnum Héðinsfjarðargöng og kvöldskemmtunar sem haldin var í Allanum á Siglufirði sama dag. Einnig hafa ýmis félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar lagt Göngum saman lið.
Göngum saman þakkar af alhug ómetanlegan stuðning og velvild og óskar styrkþegum innilega til hamingju.
Fjölskylda Kristbjargar Marteinsdóttur (Kittýar) sem var formaður fjáröflunarnefndar Göngum saman þegar hún lést í nóvember 2009 tæplega 45 ára gömul, veitti félaginu 2.5 milljónir í styrktarsjóðinn. Styrkurinn er afrakstur minningargöngu um Kittý, sem haldin var 30. ágúst s.l. þar sem gengið var í gegnum Héðinsfjarðargöng, og kvöldskemmtunar í Allanum á Siglufirði sama dag. Göngum saman þakkar fjölskyldu Kittýar innilega fyrir þeirra stórkostlega og ómetanlega framlag.
Mjög góð þátttaka var í sameinginlegri göngu Göngum saman, Brjóstaheilla – samhjálpar kvenna og Krabbameinsfélags Íslands í dag í tilefni af alþjóðlegum degi í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Þáttakendur voru með bleika hanska og bleikar blöðrur og náði hópurinn að taka bleikum höndum saman í kringum minni tjörnina í Hljómaskálagarðinum. Aðstandendur göngunnar þakka fyrir samveru og góða þátttöku.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/15/gengid_i_bleiku_kringum_tjornina/
Styrktarfélagið Göngum saman, Brjóstaheill – Samhjálp kvenna og
Krabbameinsfélag Íslands efna til samstöðugöngu í tilefni af alþjóðlegum
degi helguðum baráttunni gegn brjóstakrabbameini miðvikudaginn 15.
október. Gangan hefst hjá Hljómskálanum kl. 17:30 og verður gengið í
kringum Tjörnina í Reykjavík. Fólk er hvatt til að taka þátt í göngunni,
klætt einhverju bleiku og vekja þannig athygli á málstaðnum.
Avon á Íslandi hefur frá upphafi styrkt Göngum saman veglega með ýmsum hætti. Það hefur m.a. verið hægt að styðja Göngum saman þegar verslað er hjá Avon á Dalvegi 16b í Kópavogi með því að gefa styrktarfélagið upp áður en borgað er. Nú er enn auðveldara að nálgast Avon vörur á netinu og styrkja Göngum saman í leiðinni, sjá hér. Veljið Göngum saman sem söluaðila og félagið fær sölulaunin. Eins og sjá má er Göngum saman efst á listanum, veljið félagið sem söluaðila og þá eruð þið komin inn í netverslunina.
Við þökkum Avon á Íslandi fyrir stuðninginn og bendum öllum velunnurum félagsins á þessa leið til að styrkja Göngum saman. Þá er einnig hægt að hafa samband við Margréti Ásgeirsdóttur (MargretAs@lindaskoli.is) ef einhver hefur áhuga á að halda Avon kynningu heima hjá sér til styrktar Göngum saman.
Hér er hægt að komast inn á síðu Avon á Íslandi þar sem Göngum saman er valið.
– Afmælismálþing Krafts 2014 –
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands – Skógarhlíð 8
miðvikudaginn 1. október kl. 13:00 sjá:
http://www.krabb.is/Thjonusta/vidburdir/vidburdur/2856/2014-10-01-malthing
Nýlegar athugasemdir