Skip to main content
All Posts By

a8

Aurum vinnur með Göngum saman

Eftir Fréttir

Aurum vinnur með Göngum saman

Verið velkomin á opnun hjá Aurum miðvikudaginn 9. mars klukkan 18.

Guðbjörg í AURUM hefur hannað silfurarmbönd í þremur litum  fyrir Göngum saman. Allur söluhagnaður rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Bankastræti 4  I  www.aurum.is

Göngum saman veitir 10 milljónir í styrki

Eftir Fréttir

·      

Í dag miðvikudaginn 7. október veitti styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 60 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabameini frá stofnun félagsins árið 2007.

      Fimm aðilar fengu styrk að þessu sinni:

·         Birna Þorvaldsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands hlaut 3 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Telomerar og brjóstakrabbamein

·         Edda Sigríður Freysteinsdóttir, náttúrufræðingur á Landspítala hlaut 1,4 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Ættlægt brjóstakrabbamein og möguleg áhættugen.

·         Erika Morera, doktorsnemi við Háskóla Íslands hlaut 1 milljón krónur í styrk fyrir verkefnið Samanburður á eðlilegri og illkynja bandvefsumbreytingu stofnfruma úr brjóstkirtli.

·         Guðrún Valdimarsdóttir lektor við Læknadeild Háskóla Íslands hlaut 2 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Þyrnirósasvefn brjóstaæxlisfruma

·         Katrín Birna Pétursdóttir meistaranemi við Háskóla Íslands hlaut 2,6 milljónir króna í styrk fyrir verkefnið Breytingar á genatjáningu í lyfjaónæmum brjóstastofnfrumulínum í tengslum við stofnfrumueiginleika og aldehyde dehydrogenasa virkni (ALDH).

Styrkþegar 2015 f.v.

Edda Sigríður Freysteinsdóttir, Birna Þorvaldsdóttir, Erika Morera, Katrín Birna Pétursdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir

Göngum saman í 15. sæti í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþon

Eftir Fréttir

Í dag var kynnt niðurstaða úr áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015. Göngum saman var í 15 sæti af 167 góðgerðarfélögum í áheitasöfnuninni og fær 1.446.047 sem fer beint í styrktarsjóðinn.

Þátttakendum og öllum þeim sem hétu á þá og hvöttu eru færðar hugheilar þakkir. Þetta er frábær árangur og ánægjulegur.

Kynning á umsóknum í rannsóknarsjóð Göngum saman

Eftir Fréttir

Mánudaginn 28. september munu umsækjendur um rannsóknarstyrki Göngum saman kynna rannsóknarverkefni sín.

Kynningarnar munu fara fram kl. 17:00 – 18:30 í Háskóla Íslands, stofu HT300 í Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, Reykjavík (sama húsi og Bóksala stúdenta og matsalan/Háma er í).

Félagar eru hvattir til að mæta.