Skip to main content
All Posts By

Margrét Baldursdóttir

Styrkir til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini

Eftir Fréttir

Stjórn Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Áætlað er að veita allt að 10 milljónum króna í styrki á árinu 2020.

Göngum saman er grasrótarfélag, sem stofnað var haustið 2007. Helsta markmið Göngum saman er að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og hefur félagið úthlutað ríflega 100 milljónum króna í rannsóknastyrki til íslenskra vísindamanna frá stofnun þess.

Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir geta sótt um styrk. Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa.

Umsókn skal senda á netfangið styrkir@gongumsaman.is fyrir lok dags þriðjudagsins 1. september 2020. Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.

Hér má nálgast umsóknareyðublað sem umsækjendur skulu fylla út.

Hér eru almennar upplýsingar og leiðbeiningar um útfyllingu umsóknar.

Styrkir eru veittir skv. áherslum félagsins og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Göngum saman getur óskað eftir frekari upplýsingum og/eða farið fram á að umsækjendur kynni verkefni sín áður en endanleg ákvörðun um styrkveitingu er tekin. Stjórn Göngum saman áskilur sér rétt til að ákveða skiptingu styrkja, sem og að hafna öllum umsóknum.

Úthlutun styrkja fer fram í október en sá mánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Aðalfundur Göngum saman 2020

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman 2020 verður haldinn á fjarfundaformi mánudaginn 18. maí nk. kl. 17:00.

Dagskrá:

  1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
  2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
  3. Kosning stjórnar og varastjórnar.
  4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.
  5. Ákvörðun árgjalds.
  6. Önnur mál.

Félagar eru eindregið hvattir til að taka þátt á fundinum með því að velja þessa  slóð á zoom.

 

 

Brauð&co styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

Þriðja árið í röð standa meistararnir hjá Brauð&co fyrir fjáröflunarátaki fyrir styrktarsjóð Göngum saman.

Stuðningur þeirra hefur verið félaginu afar mikils virði.

Alla vikuna 4. – 10. maí verða seldir brjóstasnúðar í bakaríum þeirra.

Allt söluandvirði snúðanna rennur óskipt í styrktarsjóðinn.

Nú treystum við á að velunnarar  Göngum saman geri sér dagamun, kaupi gómsæta snúða og styrki um leið félagið.

Verði ykkur að góðu!

Vikulegar göngur

Eftir Fréttir

Í Reykjavík er gengið á mánudagskvöldum kl. 20. Á facebook síðu Göngum saman má sjá hvaðan gengið er.

Á Akureyri er gengið á þriðjudögum kl. 17. Fylgist með þriðjudagshóp GS á facebook til að fá nánari upplýsingar.