Fyrsta ganga ársins í Reykjavík verður mánudaginn 27. janúar og verður gengið frá Fríkirkjunni. Ákveðið hefur verið að færa göngutímann fram og næstu vikur munu göngur hefjast kl. 17:30. Það ræðst svo af þátttökunni hvert framhaldið verður.
Vikulegar göngur á Akureyri hefjast aftur þriðjudaginn 21. janúar kl. 17:30. Gengið verður frá Íþróttahöllinni í um eina klukkustund. Mæting við aðalinnganginn, uppi (að sunnan). Allir þurfa að vera vel hálkuvarðir ef færið er þannig.
Daníel Helgason, velunnari Göngum saman, hefur gefið félaginu eina milljón króna í styrktarsjóðinn. Göngum saman þakkar Daníel innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf .
Göngum saman óskar félögum og öðrum velunnurum gleðilegs nýs árs.
Vegna slæmrar færðar munu vikulegar göngur félagsins á nýju ári frestast um einhvern tíma. Vinsamlegast fylgist með á viðburðadagatalinu og Facebook síðunni.
Göngum saman óskar öllum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir velvild og stuðning á árinu sem er að líða.
Vegna hálku í bænum verður sú breyting að vikuleg ganga Göngum saman á Akureyri hefst við Hof á morgun, þriðjudaginn 19. nóvember. Lagt verður af stað kl. 17:30.
Allir velkomnir.
Þá er komið að því að Norðlendingar og Austfirðingar geti eignast Fjallkonubrjóstahúfu! Húfurnar verða til sýnis og sölu í Amtbókasafninu á Akureyri laugardaginn 16. nóvember nk kl. 13-15 og í glerlistagalleríinu fyrir ofan Samkaup á Eskifirði kl. 13 – 16.
TIL STYRKTAR RANNSÓKNUM Á BRJÓSTAKRABBAMEINI
Það var sannkölluð gleðistund í Hannesarholti í dag. Brjóstahúfurnar ruku út, en þær fáu sem eftir eru verða til sölu í Iðu í Lækjargötu, Safnbúð Þjóðminjasafnsins og í Landnámssetrinu næstu daga.
Í október komu hátt í hundrað prjónakonur saman og prjónuðu á þriðja hundrað léttlopahúfur. Brjóst af öllum stærðum og gerðum eru fyrirmyndin og byggðist verkefnið á samstarfi Göngum saman og Fjallaverksmiðju Íslands auk þess sem Ístex lagði til lopann í húfurnar.
Kvenfélagið Keðjan veitti Göngum saman 100 þúsund krónur í styktarsjóð félagsins.
Kvenfélagið Keðjan var stofnað árið 1928 af eiginkonum vélstjóra.
Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman veitti styrknum viðtöku á fundi félagsins 21. október s.l.
Göngum saman færir Keðju konum innilegar þakkir fyrir höfðinglegan styrk.
Nýlegar athugasemdir