Skip to main content
All Posts By

a8

Langatal Göngum saman júlí-des 2011

Eftir Fréttir

Langatal Göngum saman er komið út. Nær frá júlí til desember 2011.S.l. tvö ár hefur Langatal Göngum saman náð frá júní til júní næsta ár á eftir. Í ár var ákveðið að láta Langatalið ná út árið 2011 og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Aðeins hundrað eintök eru í boði og kostar hvert þeirra 1.000 kr. Selt í snyrtivörubúðinni Zebra Cosmetique á Laugavegi 62. Aðeins tekið við peningum og upphæðin rennur öll í styrktarsjóð Göngum saman því velunnari félagsins kostaði gerð dagatalsins.

Styðjum Göngum saman – kaupum Langatalið.

Esjuganga á háum hælum þriðjudaginn 12 júlí.

Eftir Fréttir

Guðný Aradóttir ætlar að ganga á Esjuna á háum hælum til að vekja athygli á stóru styrktargöngunni þann 4. september nk. Guðný sem hefur verið gönguþjálfari Göngum saman frá upphafi og leiðir mánudagsgöngurnar í Reykjavík gekk á bleikum skóm í heilan mánuð s.l. haust og safnaði áheitum fyrir Göngum saman. Nú ætlar hún að gana á hælaskóm á Esjuna og minna  á Göngum saman.

Guðný vill endilega fá sem flesta með sér – en þeir þurfa ekki að mæta á hælaskóm!

Mæting á bílastæðið kl 17:00 þriðjudaginn 12 júlí.

Við hvetjum fólk til að mæta og ganga með Guðnýju. Einnig hvetjum við fólk til að heita á hana í tengslum við þetta frábæra framtak. Reiningur 301-26-7175 kt. 650907-1750.

Blóm í bæ í Hveragerði – Göngum saman þar

Eftir Fréttir

Göngum saman er með bás á hátíðinni Blóm í bæ sem er í Hveragerði um helgina. Þar er hægt að fræðast um félagið og styrkja það í leiðinni. Allar upplýsingar um hátíðina er á heimasíðu hennar.

Kíkið og markaðssvæðið og heimsækið Göngum saman básinn í dag.

Reykjavíkurmaraþon og Göngum saman

Eftir Fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst n.k. Nú hefur áheitavefur verið opnaður og er áheitasöfnun í tengslum við hlaupið hafin á www.hlaupastyrkur.is  Í fyrra söfnuðust um 30 milljónir til góðra málefna.

Við hvetjum alla til að leggja styrktarfélaginu Göngum saman lið með því að:
A) hlaupa/ganga fyrir Göngum saman og hefja söfnun með því að fara inn á hlaupastyrkur.is og nýskrá þig. Í nýskráningunni  velur þú Göngum saman af  listanum hér.
B) heita á hlaupara Göngum saman. Hver sem er getur farið inn á hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti eða með því að senda sms skilaboð.

Styrktarganga Göngum saman 4. september

Eftir Fréttir

Haustganga Göngum saman verður haldin víða um land sunnudaginn 4. september . Enn er verið að vinna í staðsetningum og skipulagi en takið daginn endilega frá.

Ef einhverjir hafa áhuga á að skipuleggja Göngum saman göngu í byggðalagi sínu þá endilega hafið samband við Margréti Baldursdóttur (margret.baldurs hjá internet.is) eða gongumsaman hjá gongumsaman.is.

Landssamband bakarameistara veitir höfðinglegan styrk

Eftir Fréttir

Fyrir göngu í Laugardalnum í gærkvöldi veitti Jói Fel formaður Landssambands bakarameistara Göngum saman höfðinglegan styrk að upphæð 1.080.000 kr. í tengslum við sölu brjóstabollanna á mæðradaginn 8. maí s.l.

Göngum saman færir þeim bestu þakkir fyrir.

Við afhendingu styrks LABAK til Göngum saman en bakarar bökuðu brjóstabollur handa landsmönnum í kringum mæðradaginn. Til vinstri, Ragnhildur Zoega frá GS, Jói Fel fomaður LABAK, Ragnheiður Héðinsdóttir SI og Gunnhildur Óskarsdóttir formaður GS.

Frábær hugleiðsluganga í Laugardalnum

Eftir Fréttir

Hugleiðslugangan í Laugardalnum var mjög vel heppnuð. Rúmlega fjörtíu manns mættu og gengu saman og fóru með ákveðna möntru í huganum, önduðu og gengu í takt undir leiðsögn Arnbjargar Kristínar Konráðsdóttur Kundalini jógakennara.

Göngum saman þakkar Arnbjörgu kærlega fyrir.

Göngu í Reykjavík í kvöld frestað

Eftir Fréttir

Ákveðið hefur verið að fresta hugleiðslugöngunni í kvöld vegna loftslagsskilyrða. Stefnt er að því að hún verði eftir viku, mánudaginn 30. maí kl. 20.

Það verður því ekki Göngum saman ganga í kvöld í Reykjavík.

Grunnrannsóknir skipta máli – fyrirlestur í HÍ

Eftir Fréttir

Dr. Sigríður Klara Böðrvarsdóttir líffræðingur sem var ein þeirra sem fengu styrk Göngum saman við fyrstu úthlutun félagsins árið 2007 skrifar grein í Morgunblaðið í morgun um Nóbelsverðlaunahafann Elízabeth Blackburn sem heldur fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands n.k. laugardag kl. 14. Blackburn hlaut verðlaunin í líf- og læknavísindum haustið 2009 ásamt Carol Greider og Jack Szostak. Uppgötvun þeirra var gerð í frumstæðum einfrumungi en hefur haft mikla læknisfræðilega þýðingu sem vísindafólkið hefur sjálfsagt ekki gert sér grein fyrir á 8. og 9. áratugunum er rannsóknir þeirra fóru fram. Þetta er gott dæmi um hvernig grunnrannsóknir geta leitt til hagnýtingar þó ekki sé hægt að spá fyrir um það. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn sem skipulagður er í tilefni 100 ára afmælisHaskólans er að finna á heimasíðu HÍ.