Skip to main content
All Posts By

a8

Brjóstaball í Iðnó 13. nóv. – dönsum og styrkjum í leiðinni

Eftir Fréttir

Undirbúningur fyrir Brjóstaballið í Iðnó 13. nóvember n.k.  er í fullum gangi. Miðasalan á ballið hófst á www.midi.is í gær. Einnig er hægt að kaupa miða í Iðnó.

Fjölmennum, dönsum saman, skemmtum okkur saman og styðjum grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini í leiðinni.

Tónlistafólkið og allir sem að Brjóstaballinu koma gefa vinnu sína þannig að allur ágóði ballsins fer í styrktarsjóðinn. Göngum saman þakkar þeim öllum fyrir svo og aðstandendum Iðnó fyrir framlag sitt með láni á húsinu.

Konukvöld í Avon Smáralind 7. okt. n.k.

Eftir Fréttir

Konukvöld verður haldið í verslun Avon í Smáralind fimmtudagskvöldið 7. okt. næstkomandi á milli 19:00-21:00.Léttar veitingar verða í boði ásamt frábærum tilboðum!!  Félagar í Göngum saman verða á staðnum með sölu á fallegum lyklakippum til styrktar félaginu. Endilega kíkið við og styrkið gott málefni. Með kveðjuStarfsfólk Avon & Göngum saman. 

Fjölmennum í Laugar á laugardaginn og styrkjum Göngum saman

Eftir Fréttir

Nú um helgina eru heilsudagar í  WorldClass/Laugum og hefur fyrirtækið ákveðið að styrkja Göngum saman af þessu tilefni. 

Það verður mikið um að vera í Laugum n.k. laugardag 11. sept. Klukkan 15 verða tímar í þremur sölum þar sem öll innkoman fer til styrktar Göngum saman og ætlar Word Class að bæta um betur og leggur annað eins til. Það er því um að gera að fjölmenna í Laugar, hreyfa sig og styrkja um leið grunnrannsóknir á krabbameini. Sjá nánar upplýsingar á heimasíðu World Class.

Gleði og gaman í styrktargöngunni

Eftir Fréttir

Styrktarganga Göngum saman 2010 fór fram á sjö stöðum vítt um land í dag. Alls staðar var gleði og gaman og þótti ganga vel.

Í Reykjavík lagði göngufólk af stað með blásurum í broddi fylkingar. Hljómsveitin sem leiddi marseringuna heitir Orphic Oxtra og settu þau skemmtilegan svip á gönguna. Einnig spiluðu Kristín og Nanna Hlín á harmónikkur fyrir göngufólkið hér og þar á gönguleiðinni.

VIð þökkum öllum sjálfboðaliðum sem komu að skipulagningu og framkvæmd göngunnar um allt land svo og þeim sem tóku þátt og gengu með okkur.

      Orphic Oxtra leiðir gönguna í Öskjuhlíð

Göngum saman á Menningarnótt og í maraþoninu

Eftir Fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í gær og hlupu 40 þátttakendur fyrir styrktarfélagið Göngum saman, til samans fóru þau 471 km og söfnuðu fyrir félagið yfir 600 þúsund krónur. Við þökkum öllu þessu fólki fyrir svo og öllum þeim sem hétu á þau.

Á Menningarnótt var Göngum saman með bás á Sirkusreitnum á Laugavegi, rétt neðan við Klapparstíginn, þar sem seldar voru möffins og djús ásamt bolum, buffum, klútum og kortum Göngum saman. Það var mikil stemming í kringum básinn og margir komu við og styrktu þetta góða málefni. Einnig var verið að vekja athygli fólks á styrktargöngunni 5. september n.k. Þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmdina.

Umsóknafrestur í styrktarsjóð Göngum saman er 1. sept. n.k.

Eftir Fréttir

Rannsóknastyrkjum verður úthlutað úr styrktarsjóði Göngum saman í fjórða sinn í október n.k. og er áætlað að úthluta alls 5 milljónum króna.

Auglýst er eftir umsóknum og rennur fresturinn út 1. september 2010. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér á heimasíðu félagsins (styrkumsokn_gongumsaman_2010.doc) og skal senda það sem viðhengi á netfangið styrkir hjá gongumsaman.is merkt – Styrkumsókn 2010 -.

Hér er að finna auglýsinguna um styrki félagsins:auglysing-styrkur10.doc

Reykjavíkurmaraþonið – skráningargjald hækkar 2. júlí

Eftir Fréttir

Reykjavíkurmaraþonið – áheit: skráningargjald hækkar 2. júlí

Nú fer að líða að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem verður haldið
laugardaginn 21. ágúst.

Þann 2.júli næstkomandi hækkar skráningargjaldið í hlaupið. Félagar í Göngum
saman
ætla að ganga og hlaupa saman 10 og 21km. Við hvetjum sem flesta til að
taka þátt og skrá Göngum saman sem það góðgerðarfélag sem þeir vilja leggja lið.

Skráning fer fram á heimasíðu maraþonsins á http://www.reykjavikurmarathon.is/reykjavikurmaraton

Kvennahlaupið í Viðey!

Eftir Fréttir

Í ár bætist við einn hlaupastaður kvennahlaupsins á höfuðborgarsvæðinu, því nú verður í fyrsta sinn boðið upp á að hlaupa 3km hring í Viðey. Göngum saman ætlar að fjölmenna í Kvennahlaupið í Viðey og taka þátt í hátíðahöldum dagsins.
Upphitun með Guðnýju Aradóttur hefst fyrir framan Viðeyjarstofu kl.12:30 og hlaupið verður ræst kl.13:00.Skráning fer fram á staðnum og jafnframt verður Kvennahlaupsbolurinn til sölu í Viðey. Skráningargjald er kr.1.250.- og er bolur og verðlaunapeningur innifalinn auk þess sem allir þátttakendur fá Kristal frá Ölgerðinni og Weetabix hollustukex.Fyrsta ferð frá Skarfabakka er kl.11:15 og svo er siglt korter yfir heila tímann fram eftir degi. Ferjutollur fyrir fullorðna er kr.1000.- fyrir fullorðna og kr.500.- fyrir börn.