Skip to main content
All Posts By

a8

Heitum á hlauparana

Eftir Fréttir

Nú þegar hafa margir sýnt stuðning í verki við Göngum saman í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem haldið verður í Reykjavík 24. ágúst n.k. Í dag hefur rúmlega 500 þúsund krónum verið heitið á þá 45 sem ætla að hlaupa liðlega 600 km til stuðnings félaginu. Takk fyrir allir saman.

Og enn er rúmlega vika til stefnu og við hvetjum alla til að taka höndum saman og styrkja félagið enn frekar með því að heita á hlauparana og hvetja þá þannig áfram. Hér má sjá lista yfir þá sem hlaupa fyrir Göngum saman og þar eru leiðbeiningar um hvernig unnt er að heita á hlaupara.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 24. ágúst

Eftir Fréttir

Göngum saman er eitt af góðgerðarfélögunum sem taka þátt í Reykavíkurmaraþoni Íslandsbanka 24. ágúst nk. Félagar og aðrir velunnarar eru hvattir til að taka þátt fyrir félagið eða heita á þátttakendur sjá:

http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750

Golfmót til styrktar verkefninu Kastað til bata

Eftir Fréttir

Vekjum athygli á golfmóti laugardaginn 13. júlí nk til styktar verkefninu Kastað til bata en verkefnið er endurhæfing sem Krabbameinsfélag Íslands hefur staðið fyrir til að veita konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu – og veiða urriða. sjá auglýsingu um golfmótið http://www.krabb.is/Um-felagid/Frettir/nanar/6861/golfmot-til-styrktar-kastad-til-bata

Brjóstabollur gefa af sér – grunnrannsóknir á brjóstakrabbam

Eftir Fréttir

Við upphaf vikulegrar göngu Göngum saman í gær afhenti Jóhannes Felixson formaður Landssamband  bakarameistara (LABAK) Göngum saman afrakstur sölu á brjóstabollunni í ár 1.7  miljónir.  Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktarsjóð en félagið veitir árlega styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. 

Göngum saman hefur átt gjöfult samstarf við LABAK undanfarin 3 ár þar sem bakarameistarar vítt og breitt um landið hafa tekið höndum saman og selt brjóstabollur til styktar félaginu tengslum við mæðradagsgönguna. Hefur LABAK með sölu á brjóstabollunni í ár styrkt Göngum saman um hátt í 5 milljónir á síðustu þremur árum.

Bakarameistarar hafa sýnt Göngum saman dýrmætan stuðning í verki með sölu á bollunum og færir félagið þeim alúðarþakkir fyrir.

Á myndinni má sjá Jóhannes Felixson afhenda Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman styrkinn.

Umsóknarfrestur í styrktarsjóðinn

Eftir Fréttir

Rannsóknastyrkjum verður úthlutað úr styrktarsjóði Göngum saman í sjöunda sinn í október n.k. og er áætlað að úthluta allt að 8 milljónum króna.

Auglýst er eftir umsóknum og rennur fresturinn út 1. september 2013. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér á heimasíðu félagsins: styrkumsokn_gongumsaman_2013.doc

Umsókn skal senda sem viðhengi á netfangið styrkir hjá gongumsaman.is merkt – Styrkumsókn 2013 -.

Hér að neðan er að finna auglýsinguna um styrki félagsins og er fólk hvatt til að hengja hana upp á viðeigandi vinnustöðum; auglysing-styrkur2013.pdf

Vel heppnað málþing um erfðir og brjóstakrabbamein

Eftir Fréttir

Í dag stóðu Göngum saman, Kraftur og Samhjálp kvenna í samvinnu við læknadeild Háskóla Íslands fyrir málþingi um erfðir og brjóstakrabbamein. Um tvö hundruð manns mættu á málþingið sem var mjög vel heppnað. Fjallað var um málþingið í 10 fréttum á RÚV sjá

http://www.ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/11062013-0

Kvennahlaupið 8. júní

Eftir Fréttir

Göngum saman er samstarfsaðili Kvennahlaups ÍSÍ í ár og er kjörorð hlaupsins: Hreyfum okkur saman.

Eins og alltaf er hlaupið á fjölmörgum stöðum á landinu og  hvetjum við allar konur sem mögulega geta að taka þátt sjá yfirlit yfir hlaupastaði www.sjova.is/files/2013_5_27_Hlaupastadir_Island.pdf

Tökum höndum saman og hreyfum okkur saman í kvennahlaupinu!

Myndir og fréttir af göngunni

Eftir Fréttir

Það var mikil stemming alls staðar í mæðradagsgöngu Göngum saman s.l. sunnudag er um 2000 manns gengu til stuðnings grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Nú eru komnar myndir og fréttir frá mörgum stöðum inn á heimasíðuna, sjá hér.

Þátttakendur teygja vel í göngunni á Reyðarfirði.