Skip to main content
All Posts By

a8

Golfdagur í Básum laugardaginn 2. mars!!

Eftir Fréttir

Golfkennararnir frábæru Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigurður Hafsteinsson ásamt Básum (golfæfingasvæði í Grafarholti) bjóða golfurum og velunnurum Göngum saman upp á golfdag í Básum laugardaginn 2. mars nk kl. 11 – 14. Aðgangseyrir kr. 1500 rennur til Göngum saman.

Sjá auglýsinguna í pdf skjali: golf.pdf

Vikulegar göngur byrja aftur í dag

Eftir Fréttir

Nú eru að hefjast vikulegar göngur Göngum saman á ný eftir jólafríið. Göngum saman á Dalvík seinnipartinn í dag, í Reykjavík í kvöld og á Akureyri á morgun.

Mæting við Berg á Dalvík kl. 17 í dag.

Hittumst í kvöld við Fríkirkjuna í Reykjavík, lagt af stað kl. 20.

Og á morgun, þrijðudag, hittumst við hjá Hofi og leggjum af stað kl. 17:30.

Allir velkomnir.

Gleðilegt ár og innilegar þakkir fyrir liðið ár

Eftir Fréttir

Gleðilegt ár og innilegar þakkir fyrir stuðning og velvild í garð félagsins á fimm ára afmælisárinu 2012. Fjölmargir lögðu hönd á plóg í tengslum við fjölbreytta dagskrá og viðburði á árinu sem tókst afar vel.

Við fögnum nýju ári með von um áframhaldandi farsælt starf helgað baráttunni gegn brjósatakrabbameini.

Vikulegar göngur félagsins hefjast á ný um miðjan janúar ef færð leyfir. Fylgist með á viðburðadagatalinu hér á heimasíðunni.

Langatal Göngum saman 2013 komið út

Eftir Fréttir

Síðastliðin ár hefur dagatal verið gefið út til styrktar Göngum saman, Langatalið. Langatalið 2013 er nú komið úr prentsmiðjunni og er til sölu í versluninni Zebra við Laugaveg 62. Langatalið kostar 2.000 krónur og fer það allt í styrktarsjóð félagsins því prentun og gerð Langatalsins er greitt af styrktaraðila. 

Eftir friðargönguna á Þorláksmessu sem hefst á Hlemmi í Reykjavík kl. 18 verður opið í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Allir velkomnir og þar verður hægt að kaupa Langatalið.

Tvær menntaskólastúlkur styrkja Gönngum saman

Eftir Fréttir

Menntaskólastúlkurnar Salvör Káradóttir og Bryndís Björnsdóttir afhentu Göngum saman tæplega 150 þúsund krónur í styrktarsjóð félagsins. Styrkurin er afrakstur fjáröflunar þeirra s.l. ár.

Göngum saman þakkar þeim stöllum innilega fyrir þennan frábæra stuðning.

Heimildarmyndin aðgengileg á heimasíðunni

Eftir Fréttir

Sjónvarpið endursýndi heimildarmyndina Göngum saman brjóstanna vegna í gær sunnudag. Myndin sem fengið hefur góðar viðtökur segir sögu félagsins Göngum saman, markmið þess að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og mikilvægi slíkra rannsókna til að skilja meinið og gefa okkur von um lækningu í framtíðinni.

Nú eru myndin komin inn á vefinn í nokkrum útgáfum. Útgáfan sem sýnd var í sjónvarpinu er að finna bæði inn á vef Youtube og Vimoe. Þá eru komnar inn á vefinn útgáfur með íslenskum og enskum texta.

Á forsíðu heimasíðu Göngum saman eru komnir tveir hnappar sem vísa inn á útgáfu myndarinnar sem sýnd var í sjónvarpinu og á myndina með enskum texta.

RUV endursýnir fræðslumyndina á morgun sunnudag

Eftir Fréttir

Á morgun sunnudaginn 18. nóvember kl. 16:25 verður fræðslumyndin Göngum saman brjóstanna vegna endursýnd í sjónvarpinu. Kvikmyndagerðamaðurinn Páll Kristinn Pálsson gerði myndina fyrir Göngum saman á afmælisári félagsins og fjallar hún um félagið og mikilvægi grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Við hvetjum fólk til að missa ekki af myndinni. Sjá nánar á heimasíðu rúv.

Nú göngum við saman í Laugardalnum næstu 2 vikur

Eftir Fréttir

Á mánudaginn flytjum við okkur yfir í Laugardalinn og göngum um dalinn næstu tvö mánudagskvöld.Eftir það verður gengið frá Fríkirkjunni.

Í vikulegar göngur Göngum saman eru allir velkomnir, Gengið er í klukkustund undir forystu Guðnýjar Aradóttur.

Norvík og Krónan styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

Styrktar- og menningarsjóður Norvíkur og Krónan stóðu fyrir átaki í október þegar Krónan seldi fjölnota poka til styrktar Göngum saman.

Með átakinu söfnuðust 400.000 krónur sem voru afhendar félaginu 30. október s.l. 

Í tilkynningu um niðurstöður söfnunarinnar segir, að með sölu á fjölnota pokum hafi tvær flugur verið slegnar í einu höggi þar sem notkun fjölnota poka er umhverfisvæn og því hvatt til umhverfisverndar um leið og gott málefni var styrkt.

Frá afhendingu afraksturs söfnunarinnar. Á myndinni eru (f.v.) Gísli Jón Magnússon frá Styrktar- og menningarsjóði Norvíkur, Berglind Ósk Ólafsdóttir markaðsstjóri Kaupáss og Gunnhildur Óskarsdóttir og Linda Björk Ólafsdóttir fra Göngum saman.

Göngum saman þakkar innilega fyrir þennan höfðinglega styrk.

Skemmtilegt Brjóstaball í gærkvöldi

Eftir Fréttir

Það var mikil stemming og gleði á árlegu Brjóstaballi Göngum saman í Iðnó í gærkvöldi. Anna Svava hóf skemmtunina við góðar undirtektir gesta og síðan tók hljómsveitin Blek og byttur við og hélt uppi miklu stuði. Ólafía Hrönn kom beint af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu og söng nokkur lög með hljómsveitinni.

Göngum saman þakkar þeim sem komu fram á Brjóstaballinu – Blek og byttur, Ólafía Hrönn, Óli dj og Anna Svava – takk takk. Þá þökkum við Margréti í Iðnó að bjóða okkur velkomin í Iðnó þriðja árið með Brjóstaballið og svo öllum gestunum sem gerðu þetta ball eins mikið stuðball og raunin var!