Skip to main content
All Posts By

a8

Göngum saman, aðventan og jólafríið

Eftir Fréttir

Vikulegar göngur Göngum saman fara í jólafrí í vikunni, síðsta gangan í Reykjavík er mánudaginn 12. desember og á Dalvík þriðjudaginn 13. desember. Akureyringar eru þegar komnir í frí en auglýst verður hér á heimasíðunni þegar göngur hefjast á ný eftir áramót.

Sú hefð hefur skapast í Reykjavík að ganga frá Fríkirkjunni í desember og enda síðustu gönguna á Austurvelli þar sem sungin eru jólalög við jólatréð og nokkrir félagar mæta með heitt súkkulaði og smákökur. Það er alltaf notaleg stemming og við hvetjum fólk til að fjölmenna annað kvöld við Fríkirkjuna kl. 20.

Fallegu kortin eftir Sigurborgu Stefánsdóttur eru nú fáanleg með jólakveðju. Hægt verður að nálgast þau í göngunni 12. des.

Göngum saman styrkir rannsóknir ungs fólks með rúmum 5 millj

Eftir Fréttir

Í dag fór fram styrkveiting Göngum saman í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Sem endranær var mikil gleði við athöfnina. Í upphafi spilaði Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir frá Ísafirði og nemanda hennar Hjörtur sitthvort lagið á harmónikku. Þá fór formaður félagsins, Gunnhildur Óskarsdóttir, yfir árið hjá Göngum saman áður en hún afhenti með hjálp Salvarar Káradóttur styrkþegum blóm og ávísanir. Styrkþegarnir í ár eru fjórir og hlutu þau samtals rúmlega 5 milljónir.

Þrír nemar við Háskóla Íslands hlutu styrki auk eins líffræðings:

• Guðrún Birna Jónsdóttir, meistaranemi fékk styrk fyrir verkefnið "Örflögugreining á æxlismerkjum sem tengjast sjúkdómshorfum í brjóstakrabbameini".
• Jenný Björk Þorsteinsdóttir líffræðingur fékk styrk fyrir verkefnið "Starfræn skilgreining á frumulínum sem bera BRCA2 stökkbreytingar".
• Margrét Aradóttir, meistaranemi fékk styrk í verkefnið "Lengd litningaenda í brjóstakrabbameinum á Íslandi".
• Sævar Ingþórsson, doktorsnemi fékk styrk í doktorsverkefni sitt "Hlutverk EGFR í framþróun brjóstakrabbameins".

Í lokin sungu Fóstbræður nokkur lög en þeir hafa stutt Göngum saman frá upphafi með því að gleðja gesti við styrkafhendingu félagsins.

Aðeins EINN dagur í BRJÓSTABALLIÐ

Eftir Fréttir

Nú styttist í árlegt Brjóstaball Göngum saman sem verður í Iðnó annað kvöld, húsið opnar kl. 21:30. Blúsbandið heldur fólki á dansgólfinu og Sólmundur Hólm skemmtir gestum þannig munnvikin kippast upp. Þá verður óvænt uppákoma.

Miðar við innganginn – aðgangseyrir er kr. 2500 og rennur hann óskiptur í rannsóknasjóð félagsins.
Fjölmennum og dönsum til styrktar góðu málefni!

Formaðurinn og Avon gangan í NY 2011

Eftir Fréttir

Formaður Göngum saman, Gunnhildur Óskarsdóttir, mætti óvænt Avon göngunni á götum Manhattan í New York um síðustu helgi er hún var þar í fríi. Þetta kallaði fram góðar minningar frá sömu göngu fyrir fjórum árum er Gunnhildur ásamt 26 öðrum íslenskum konum tók þátt. Styrktarfélagið Göngum saman á einmitt upphaf sitt að rekja til ferðar 22 þessara kvenna haustið 2007.Gunnhildur sem taldi að Avon gangan hefði verið fyrr í október var ánægð að fá að upplifa Avon gönguna nú sem áhorfandi og hvatti hún fólk til dáða. Gunnhildur notaði tækifærið og ræddi við nokkra þátttakendur og á myndinni hér að neðan er Gunnhildi með tveimur konum sem voru í Avon 2011.

Breyting á göngustað á Akureyri

Eftir Fréttir

Vikulegar göngur Göngum saman á Akureyri eru á mánudögum og nú verður tekið vetrarfrí frá Kjarnaskógi. Við flytjum okkur niður í bæinn – hist verður við aðalinngang Íþróttahallarinnar við Þórunnarstræti kl. 17:30 á mánudaginn.

Allir velkomnir.

Brjóstaballið eftir 9 daga!

Eftir Fréttir

Það verður sixties ball í Iðnó föstudaginn 28. október n.k. til styrktar Göngum saman. Húsið opnar kl. 21:30 og kostar 2.500 krónur inn. Blúsbandið spilar og Sóli Hólm skemmtir gestur.

brjostaball2011_sixties2.pdfbrjostaball2011_sixties2.pdf

Bleikur október

Eftir Fréttir

Október er alþjóðlegur mánuður brjóstakrabbameins og er víða um heim notaður til að vekja athygli á sjúkdómnum og safna fé til rannsóknar á brjóstakrabbameini. Göngum saman mun afhenda íslenskum rannsakendum rannsóknastyrki alls að upphæð 6 milljóna þann 28. október n.k. og síðan verður dansað í Iðnó um kvöldið til styrktar málefninu.

Á laugardaginn hófst formlega árverkefni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, BLEIKA SLAUFAN, og stefnir félagið að því að selja 50 þúsund slaufur. Slaufan í ár er gerð úr perlum sem afrískar konur perluðu og er því ávinningurinn tvöfaldur. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Styðjum þetta frábæra framtak – sjá nánar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.

Golden Wings styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

Í ágúst s.l. fjölmennti hópur í Kerlingarfjöll til að ganga til góðs. Þarna voru á ferðinni starfsfólk Icelandair Group og fjölskyldur þeirra en þetta var í fjórða sinn sem Golden Wings skipuleggur slíka göngu á Íslandi. Í ár var ákveðið að styrkja Göngum saman.

Í ár styrkti ITS gönguna með kaupum á bleikum buffum Göngum saman og settu buffin skemmtilegan svip á gönguna sem farin var í björtu og fallegu veðri. Golden Wings styrkti Göngum saman um samtals 345 þúsund og þökkum við þeim kærlega fyrir þetta góða framlag.

Saga Golden Wings er jafngömul Göngum saman því upphaf beggja félaganna má rekja til Avon göngunnar í New York haustið 2007 er upphafskonur þessara félaga gengu eitt og hálft maraþon um Manhattan til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Rannsóknir skipta máli!

Eftir Fréttir

Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann hafa birt grein í lífvísindaritinu PLoS ONE, þar sem þeir sýna fram á hvernig æðaþelsfrumur geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í bandvefslíkar frumur.

Rannsóknin var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar og snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. Valgarður er einn af styrkþegum Göngum saman.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/09/08/skilja_betur_edli_meinvarpa/

Frábær árangur í Reykjavíkurmaraþoni!

Eftir Fréttir

Göngum saman fékk tæpar 1.250 þúsund kr. í áheit og var í 8. sæti af 138 góðgerðafélögum en þetta kom fram í áheitaskýrslunni sem afhent var í Ráðhúsinu í gær. Frábær árangur og við þökkum enn og aftur öllum þátttakendum og þeim sem hétu á þá.