Skip to main content
All Posts By

a8

Hátt í þúsund manns gengu saman um allt land í dag.

Eftir Fréttir

Mikil gleði og stemning ríkti í morgun þegar fólk mætti á 11 stöðum á landinu til að ganga til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Samtals gengu hátt í 1000 manns og lögðu þannig málefninu lið. Margir sjálfboðaliðar komu að undirbúningi og framkvæmd göngunnar og er þeim þakkað fyrir ómetanlegt starf. Einnig þeim fyrirtækjum sem studdu gönguna í ár og síðast en ekki síst er öllum sem gengu saman í dag þakkað fyrir stuðninginn.

Óvæntur stuðningur birtist í Valsheimilinu í morgun þegar U21 landsliðið í fórbolta klæddist Göngum saman bolum á æfingu sem fram fór á Valsvellinum á svipuðum tíma og gangan var.

Mikil stemning var við Hlíðarenda í morgun þegar gangan lagði af stað við undirleik brassbands.

Þrjátíu og einn hljóp Skeiðshlaup!

Eftir Fréttir

Þrjátíu og einn hljóp Skeiðshlaup í morgun. Lagt var af stað frá bænum Skeiði í Svarfaðardal og  og hlaupið upp í fjöll að Skeiðsvatni, fyrir fjöllin og til baka í gegnum berjaland og yfir tún heim til Skeiðum. Leiðin er um 13 km löng (12,86 km) og að hluta til dráttarvélaslóð, síðan kindaslóð og síðan malarvegur. 1000 kr. af þátttökugjaldinu rennur til Göngum saman.

Göngum saman þakkar þátttakendum innilegar fyrir og ekki síður Myriam og Ingimar á Skeiði fyrir að skipulagningu og frumkvæði.

Unirbúningur styrktargöngunnar á fullu

Eftir Fréttir

Um allt land er nú verið að undirbúa styrktargönguna sem verður á sunnudaginn kl. 11 á 11 stöðum hringinn í kringum landið.

Í vikunni var viðtal á N4 við forsvarskonur Göngum saman á Akureyri og við munum heyra meira af Göngum saman starfinu í fjölmiðlum næstu daga. Fjölmennum í gönguna á sunnudaginn um allt land.

Búið er að opna fyrir skráningu hér á heimasíðunni en einnig er hægt að borga á staðnum, fólk hvatt til að mæta snemma og vera með reiðufé.

Kynningarátak Göngum saman á Akureyrarvöku um helgina

Eftir Fréttir

Göngum saman á Akureyri var með kynningarbás á kaffihúsinu Kaffi Költ á Akureyri á Akureyrarvöku. Þar var Stóra styrktargangan kynnt og vörur til sölu auk þess sem hægt var að skrá sig í gönguna.

Hægt er að fylgjast með undirbúningi göngunnar á Akureyri á FB.

Konurnar notuðu tímann til að prjóna bleikar húfur með merki félagsins sem þær hyggjast nota í Stóru göngunni um næstu helgi.

Stóra fjáröflunarganga Göngum saman sunnudaginn 4. september

Eftir Fréttir

Nú líður að árlegri styrktargöngu Göngum saman en í ár verður gengið sunnudaginn 4. september kl. 11.

 Í Reykjavík verður gengið á sömu slóðum og í fyrra en gangan hefst á Valssvæðinu að Hlíðarenda og  verða tvær vegalengdir í boði; 3,8 km um Öskjuhlíð og 7 km flugvallarhringur.  Utan Reykjavíkur verður gengið 10 stöðum. Þessir staðir eru: Akranes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Hólar í Hjaltadal, Akureyri, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Höfn og Selfoss. Göngugjald fyrir fullorðna, kr. 3.000, rennur það óskipt í styrktarstjóð Göngum saman. Frítt fyrir börn. Allir sem greiða göngugjaldið fá höfuðbuff með merki félagsins. Nánari upplýsingar hér á síðunni undir Stóra gangan.  Göngum saman um allt land 4. september, takið daginn frá … 

Klapplið Göngum saman á horninu á Lynghaga og Ægissíðu

Eftir Fréttir

Við verðum með hvatningalið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og undanfarin ár frá klukkan 8:45 en þá getum við átt von á fyrstu hlaupurunum. 

Takið með ykkur hluti sem heyrist í s.s. hrossabresti og eldhúsáhöld … því fleiri sem koma og hvetja þátttakendur því skemmtilegra!

Áheitasöfnun er nú í fullum gangi og tækifæri til að heita á hlaupara. Látum gott af okkur leiða og heitum á þetta flotta fólk, sjá http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750

Umsóknafrestur í styrktarsjóð Göngum saman er til 15. sept.

Eftir Fréttir

Rannsóknastyrkjum verður úthlutað úr styrktarsjóði Göngum saman í fimmta sinn í október n.k. og er áætlað að úthluta alls 6 milljónum króna.

Auglýst er eftir umsóknum og rennur fresturinn út 15. september 2011. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér á heimasíðu félagsins styrkumsokn_gongumsaman.doc og skal senda umsókn sem viðhengi á netfangið styrkir hjá gongumsaman.is merkt – Styrkumsókn 2011 -.

Hér er að finna auglýsinguna um styrki félagsins: auglysing-styrkur_GS2011.pdf

Akureyrardeildin tekur sér frí á þriðjudaginn

Eftir Fréttir

Á Akureyri hefur verið gengið vikulega í allt sumar. Á næsta þriðjudag – daginn eftir frídag verslunarmanna – verður tekið göngufrí en viku síðar, þriðjudaginn 9. ágúst göngum við aftur saman í Kjarnaskógi, hittumst þá kl. 19:30.

Gengið á háum hælum á Esjuna til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Guðný Aradóttir gekk á Esjuna með hópi fólks á þriðjudagskvöldið – á háhæluðum skóm!

Með þessu vildi Guðný minna fólk á styrktargöngu Göngum saman sem verður víða um land 4. september n.k. Hægt var að heita á Guðnýju og enn er tekið við framlögum vegna verkefnisins.

Reikningur 301-26-7175, kt. 650907-1750.