Skip to main content
All Posts By

a8

Frábær ganga í Kaupmannahöfn í frábæru veðri

Eftir Fréttir

Mæðradagsganga Göngum saman var haldin í Kaupmannahöfn í fyrsta skipti. Um fjörtíu manns gengu í dásamlegu veðri í Östre Anlæg og þar í kring. Inga Harðardóttir leiddi gönguna sem hófst og endaði í Jónshúsi en þar var kórinn Staka með kaffisölu. Þetta var frábær ganga og mikil stemning í hópnum. Vonum við að þetta verði bara upphafið af fleiri mæðradagsgöngum í Kaupmannahöfn. Sjá myndir úr göngunni undir Myndaalbúm

Vel heppnuð mæðradagsganga Göngum saman í dag

Eftir Fréttir

Mæðradagsganga Göngum saman fór einstaklega vel fram á fimm stöðum en gengið var í Laugardalnum í Reykjavík, í Hveragerði, Borgarnesi, á Dalvík og formaðurinn Gunnhildur Óskarsdóttir leiddi göngu frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Það var mikil stemming á öllum stöðunum og fólk naut sín í veðurblíðunni.

Í Laugardalnum spiluðu Kristín og Nanna Hlíf á harmónikkur sínar fyrir göngufólk en þær setja alltaf svo skemmtilegan svip á göngur Göngum saman. Einnig skemmti ungur saxafónleikari Björn Kristinsson gestum með leik sínum.

Myndir frá göngunni í Laugardal eru komnar inn á myndasafnið hér á síðunni og vonandi koma myndir frá hinum stöðunum líka fljótlega.

Arnór Þ. Sigfússon tók þessa mynd í mæðradagsgöngu Göngum saman í Laugardalnum þar sem smáir og stórir nutu þess að ganga í góða veðrinu.

Starfsfólki Arionbanka í Borgartúni boðið í bollukaffi

Eftir Fréttir

Okkur berast stöðugt fréttir um fyrirtæki og stofnanir sem bjóða starfsfólki sínu upp á brjóstabollur. Það er frábært að heyra af þeim stuðningi sem felst í þessu við það málefni sem Göngum saman vinnur að, þ.e. að geta stutt vísindafólk okkar til góðra verka og gefa okkur von um lækningu við brjóstakrabbameini í framtíðinni.

Í dag bauð Arionbanki starfsfólki sínu í Borgartúni upp á brjóstabollur og er myndin tekin við það tækifæri. Einnig höfum við frétt að starfsfólk útibúa, t.d. í Borgarnesi og á Akureyri var boðið í bollukaffi í gær.

Fleiri göngustaðir bætast við – gengið á Dalvík

Eftir Fréttir

Það verður líka mæðradagsganga á Dalvík á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá Menningarhúsinu Berg kl. 11 og gengið í um klukkustund. Allir velkomnir.

Það er ekki bakarí á Dalvík en starfsfólk í Dalvíkurskóla pöntuðu brjóstabollur frá Akureyri og héldu bollukaffi á kennarastofunni. Frábært framtak og sýnir vel þann mikla stuðning sem Göngum saman hefur um land allt. Takk fyrir.

 

Brjóstabollan fer vel af stað

Eftir Fréttir

Samstarfsverkefni Landssambands bakarameistara og Göngum saman fór vel af stað í gær. Vitað er um mörg fyrirstæki og stofnanir sem buðu starfsfólki upp á Brjóstabolluna í gær og fleiri sem bætast í hópinn í dag. Auk allra hinna fjölmörgu sem hafa gætt sér á bollunni.

Myndin er tekin í Bernhöftsbakarí í morgun af starfskonum með brjóstabollur og í bolum með merki Göngum saman sem voru framleiddir sérstaklega fyrir þetta átak.

Frétt um samstarf Landssambands bakarameistara og Göngum sam

Eftir Fréttir

Visir.is segir frá samstarfi bakara og Göngum saman með sölu Brjóstabollunar um allt land. Þá er sagt frá mæðradagsgöngu félagsins í Laugardalnum á sunnudaginn kl. 11 frá Skautahöllinni og að einnig verði gengið frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn kl. 13 að staðartíma. Enn eru að bætast við nýjir staðir þar sem mæðradagsgangan verður – gengið frá íþróttahúsinu í Borgarnesi kl. 11 og frá sundlauginni Laugaskarði í Hveragerði kl. 11.

Hvetjum alla, konur og karla á öllum aldri að slást með í för á mæðradaginn.

http://visir.is/brjostabollur-med-kaffinu—brjostanna-vegna-/article/2011110509489

Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

Brjóstabollan fer í sölu í bakaríum landsins á morgun. Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 5.- 8. maí í tengslum við mæðradaginn. Fyrirtæki, stofnanir, kaffihús, matsölustaðir og landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða –  brjóstanna vegna.

Hér er hægt að nálgast veggspjaldið með Brjóstabollunni Brjostabollan_endanleg_high.pdf

Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina – brjóstanna vegna

Verkís styrkir Göngum saman með því að kaupa brjóstabolluna

Eftir Fréttir

Verkfræðistofan Verkís býður starfsfólki sínu upp á brjóstabolluna á fimmtudaginn.
Verkís sem er um 300 manna vinnustaður býður venjulega upp á afmæliskaffi  fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Í staðinn fyrir að vera með afmæliskaffið á miðvikudaginn verður það haldið fimmtudaginn 5. maí og boðið verður upp á brjóstabollurnar í staðinn fyrir hefðbundnar afmæliskökur. Verkís hefur áður styrkt félagið og þökkum við þeim þeirra stuðning um leið og við hvetjum við önnur fyrirtæki til að bjóða brjóstabollur með kaffinu 5. – 8. maí.

Bakarameistarar styðja Göngum saman með því að selja brjóstabolluna í bakaríum landsins frá fimmtudegi til sunnudags – mæðradaginn

.

Mæðradagsganga á sunnudaginn kl. 11

Eftir Fréttir

Göngum saman stendur í þriðja sinn fyrir mæðradagsgöngu í Laugardalnum n.k. sunnudag kl. 11. Með mæðradagsgöngunni fögnum við vorinu og er hún upplögð fjölskylduganga. Lagt verður af stað frá Skautahöllinni og mun Guðný Aradóttir stafgönguþjálfari leiða gönguna.

Hægt er að nálgast auglýsinguna hér – endilega prentið út og hengið upp á vinnustöðum.

Vor2011GS_A3_Vor2011_C.pdf

Kastað til bata – umsóknafrestur til 4. maí

Eftir Fréttir

Við viljum benda konum sem hafa lokið meðferð vegna brjóstakrabbameins á verkefnið Kastað til bata sem er samstarfsverkefni Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila. Fjórtán konum er boðið að fara í tveggja daga veiðiferð í lok maí. Sjá nánari upplýsingar í viðhengi en umsóknarfrestur er til 4. maí.

kastadtilbataauglysing.pdf