Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Prjónabrjóstahátíð á laugardaginn!

Eftir Fréttir

Í október komu hátt í hundrað prjónakonur saman og prjónuðu á þriðja hundrað léttlopahúfur. Brjóst af öllum stærðum og gerðum eru fyrirmyndin og byggðist verkefnið á samstarfi Göngum saman og Fjallaverksmiðju Íslands auk þess sem Ístex lagði til lopann í húfurnar.

Kvenfélagið Keðjan veitti Göngum saman höfðinglegan styrk

Eftir Fréttir

Kvenfélagið Keðjan veitti Göngum saman 100 þúsund krónur í styktarsjóð félagsins.  

Kvenfélagið Keðjan var stofnað árið 1928 af eiginkonum vélstjóra.

 

Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman veitti styrknum viðtöku á fundi félagsins 21. október s.l.

Göngum saman færir Keðju konum innilegar þakkir fyrir höfðinglegan styrk.

Lopabrjóstin hlaðast inn, sjón er sögu ríkari

Eftir Fréttir

Fjórða og síðasta prjónakaffið á vegum Göngum saman og Fjallaverksmiðju Íslands var í dag í Hannesarholti. Um fimmtíu konur komu og prjónuðu lopabrjóstahúfur, settu fóður inn í húfurnar, spjölluðu, fengu sér veitingar í Borðstofunni í Hannesarholti og nutu samveru. Alls hafa um hundrað konur prjónað um 250 húfur sem seldar verða á sérstakri húfu uppskeruhátíð í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík, laugardaginn 9. nóvember k. 15 – 17. Göngum saman þakkar prjónakonunum fyrir einstaka samveru og framlag, Ístex fyrir allan lopann, Hannesarholti fyrir að bjóða okkur velkomin í þetta fallega hús.  Kristín Helga og Fjallaverksmiðja Íslands fá stórt TAKK fyrir frábært samstarf og frumkvæðið að þessu skemmtilega og gefandi verkefni. Hver einasta króna fyrir þetta verkefni fer beint í styrktarsjóðinn og eru félagar og velunnarar hvattir til að mæta í Hannesarholt þann 9. nóvember og tryggja sér húfu. Fyrstir koma fyrstir fá!

Frábær árangur Reykjavíkurmaraþoninu

Eftir Fréttir

Göngum saman fékk 1.822.163 kr í áheit og var í 8. sæti af 148 góðgerðafélögum en þetta kom fram í áheitaskýrslunni sem afhent var í Íslandsbanka í gær. Frábær árangur og við þökkum enn og aftur öllum þátttakendum og þeim sem hétu á þá.

Johan Rönning hf styrkir Göngum saman um eina milljón

Eftir Fréttir

Í dag, á styrkveitingardegi Göngum saman, ákvað stjórn Johan Rönning hf að veita Göngum saman eina milljón króna í styrktarsjóð félagsins í tilefni af 80 ára afmæli fyrirtækisins.

Göngum saman þakkar innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Þess má geta að Johan Rönning hf veitti félaginu einngi einnar milljón króna styrk en  fyrir fimm árum í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins.

Styrkveiting – 8 milljónir veittar í styrki á brjóstakrabba

Eftir Fréttir

Í dag 10. október 2013 veitti Göngum saman íslenskum rannsóknaraðilum á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini rannsóknarstyrki að fjárhæð kr. 8 milljónir króna. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 40 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á sex árum. Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum undir stjórn Árna Harðarsonar glöddu viðstadda með söng sínum.

Styrkurinn í ár skiptist á milli sex aðila:

·         Anna Marzellíusardóttir. Leit að áhrifabreytingum í erfðaefni fjölskyldna með háa tíðni brjóstakrabbameins.

·         Birna Þorvaldsdóttir. Hefur telomer-lengd í blóði forspárgildi um brjóstakrabbameinsáhættu hjá BRCA2 arfberum?   

·         Edda Sigríður Freysteinsdóttir. Leit að brjóstakrabbameinsgenum í fjölskyldum án BRCA1/2 tengsla.     

·         Inga Reynisdóttir: Leit að samrunagenum í brjóstaæxlum sem bera mögnuð litningasvæði.   

Laufey Tryggvadóttir. Áhrif meðferðar og æxliseiginleika á horfur brjóstakrabbameinssjúklinga með BRCA2 stökkbreytingar.  (Kristín Alexíusdóttir tók við styrknum fyrir hönd Laufeyjar).

·         Sigríður Þóra Reynisdóttir. miRNA tjáning í BRCA2-tengdu brjóstakrabbameini.

Hátt í 50 konur mættu í prjónakaffi!

Eftir Fréttir

Frábær stemning var í Hannesarholti s.l. miðvikudag þar sem hátt í 50 konur á öllum aldri mættu og prjónuðu saman fjallkonubrjóst! Næsta miðvikudag höldum við áfram. Húfurnar verða síðan seldar til styrktar Göngum saman.

Prjónum Fjallkonubrjóst!

Eftir Fréttir

Miðvikudagana 2.  9. 16. og 23. október kl. 16:00 – 18:00 stendur Göngum saman fyrir prjónakaffi í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Þar gefst félögum og öðrum velunnurum tækifæri á að hittast og prjóna saman húfur til styrktar Göngum saman

Fjallaverksmiðja Íslands (https://www.facebook.com/IcelandMountainFactory) leggur til hönnun og verksmiðjustúlkur aðstoða og mæta með uppskriftir. Ístex styrkir verkefnið með lopa en prjónendur þurfa að taka með sér 40 cm. hringprjóna nr. 4-5 og sokkaprjóna.

Fjallkonubrjóstin verða svo seld og fer allur ágóðinn í styrktarsjóðinn.

Hvetjum ykkur til að koma og prjóna með okkur Fjallkonubrjóst!

 

Umsóknir í styrktarsjóðinn til 1. september

Eftir Fréttir

Rannsóknastyrkjum verður úthlutað úr styrktarsjóði Göngum saman í sjöunda sinn í október n.k. og er áætlað að úthluta allt að 8 milljónum króna.

Auglýst er eftir umsóknum og rennur fresturinn út 1. september 2013. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér á heimasíðu félagsins: styrkumsokn_gongumsaman_2013.doc

Umsókn skal senda sem viðhengi á netfangið styrkir hjá gongumsaman.is merkt – Styrkumsókn 2013 -.