Daníel Helgason, velunnari Göngum saman, hefur gefið félaginu eina milljón króna í styrktarsjóðinn. Göngum saman þakkar Daníel innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf .
Göngum saman óskar félögum og öðrum velunnurum gleðilegs nýs árs.
Vegna slæmrar færðar munu vikulegar göngur félagsins á nýju ári frestast um einhvern tíma. Vinsamlegast fylgist með á viðburðadagatalinu og Facebook síðunni.
Göngum saman óskar öllum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir velvild og stuðning á árinu sem er að líða.
Vegna hálku í bænum verður sú breyting að vikuleg ganga Göngum saman á Akureyri hefst við Hof á morgun, þriðjudaginn 19. nóvember. Lagt verður af stað kl. 17:30.
Allir velkomnir.
Þá er komið að því að Norðlendingar og Austfirðingar geti eignast Fjallkonubrjóstahúfu! Húfurnar verða til sýnis og sölu í Amtbókasafninu á Akureyri laugardaginn 16. nóvember nk kl. 13-15 og í glerlistagalleríinu fyrir ofan Samkaup á Eskifirði kl. 13 – 16.
TIL STYRKTAR RANNSÓKNUM Á BRJÓSTAKRABBAMEINI
Það var sannkölluð gleðistund í Hannesarholti í dag. Brjóstahúfurnar ruku út, en þær fáu sem eftir eru verða til sölu í Iðu í Lækjargötu, Safnbúð Þjóðminjasafnsins og í Landnámssetrinu næstu daga.
Í október komu hátt í hundrað prjónakonur saman og prjónuðu á þriðja hundrað léttlopahúfur. Brjóst af öllum stærðum og gerðum eru fyrirmyndin og byggðist verkefnið á samstarfi Göngum saman og Fjallaverksmiðju Íslands auk þess sem Ístex lagði til lopann í húfurnar.
Kvenfélagið Keðjan veitti Göngum saman 100 þúsund krónur í styktarsjóð félagsins.
Kvenfélagið Keðjan var stofnað árið 1928 af eiginkonum vélstjóra.
Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman veitti styrknum viðtöku á fundi félagsins 21. október s.l.
Göngum saman færir Keðju konum innilegar þakkir fyrir höfðinglegan styrk.
Fjórða og síðasta prjónakaffið á vegum Göngum saman og Fjallaverksmiðju Íslands var í dag í Hannesarholti. Um fimmtíu konur komu og prjónuðu lopabrjóstahúfur, settu fóður inn í húfurnar, spjölluðu, fengu sér veitingar í Borðstofunni í Hannesarholti og nutu samveru. Alls hafa um hundrað konur prjónað um 250 húfur sem seldar verða á sérstakri húfu uppskeruhátíð í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík, laugardaginn 9. nóvember k. 15 – 17. Göngum saman þakkar prjónakonunum fyrir einstaka samveru og framlag, Ístex fyrir allan lopann, Hannesarholti fyrir að bjóða okkur velkomin í þetta fallega hús. Kristín Helga og Fjallaverksmiðja Íslands fá stórt TAKK fyrir frábært samstarf og frumkvæðið að þessu skemmtilega og gefandi verkefni. Hver einasta króna fyrir þetta verkefni fer beint í styrktarsjóðinn og eru félagar og velunnarar hvattir til að mæta í Hannesarholt þann 9. nóvember og tryggja sér húfu. Fyrstir koma fyrstir fá!
Göngum saman fékk 1.822.163 kr í áheit og var í 8. sæti af 148 góðgerðafélögum en þetta kom fram í áheitaskýrslunni sem afhent var í Íslandsbanka í gær. Frábær árangur og við þökkum enn og aftur öllum þátttakendum og þeim sem hétu á þá.
Nýlegar athugasemdir