Skip to main content
Flokkur

Fréttir

12 ára Eyjapeyjar styrktu Göngum saman

Eftir Fréttir

Það er óhemjugaman þegar yngri kynslóðin leggur sitt að mörkum til góðgerðamála og við hjá Göngum saman höfum verið einstaklega gæfusöm hvað þetta varðar. Hver man ekki eftir stelpunum í Laugarnesinu með tombólurnar og 10. bekkingunum í Háteigsskóla. Ekki má heldur gleyma öllum krökkunum og unglingunum sem hjálpuðu í stjálfboðastarfi við framkvæmd styrktargöngunnar sem fram fór víða um land um daginn.

Og nú hafa tveir 12 ára strákar úr Vestmannaeyjum bæst í þennan frækilega hóp. Lúkas Jarlsson og Jóel Þórir Ómarsson hafa spilað á saxófónana sína fyrir fólk í Eyjum og safnað þannig pening sem þeir aftentu Göngum saman í styrktarsjóðinn, alls 30 þúsund krónur. Frábært hjá strákunum. Það er viðtal við strákana í Fréttablaðinu í morgun.

Góð þátttaka í styrktargöngu Göngum saman

Eftir Fréttir

Um þúsund manns gengu á sjö stöðum á landinu í dag til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini þ.e. í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstöðum, Höfn og í Vestmannaeyjum. Mikil stemning var á öllum stöðum og ánægjulegt að sjá svo marga leggja málefninu lið. Göngum saman þakkar innilega öllum þeim sem tóku þátt í göngunni og/eða lögðu félaginu lið í tengslum við hana.

Úr göngunni í Elliðaárdalnum (sjá fleiri myndir í myndaalbúminu):

MIKILVÆG TILKYNNING til styrkumsækjenda Göngum saman

Eftir Fréttir

Þau mistök voru gerð í auglýsingunni um styrkumsóknir til Göngum saman að það var stafavilla í netfanginu sem senda á umsóknirnar til. Rétt netfang er: styrkir hjá gongumsaman.is

Vegna þessa er umsóknarfresturinn lengdur til miðnættis þriðjudagsins 1. september.

Göngum saman á Blómstrandi dögum í Hveragerði

Eftir Fréttir

Göngum saman er með tvær gönguferðir  um helgina á Bæjarhátíð Hveragerðisbæjar, Blómstrandi daga (sjá dagskrána hér) Gengið verður meðfram hlíðum Reykjafjalls. Lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði kl. 11 á laugardag og sunnudag.

Reykjavíkurmaraþonið og Göngum saman

Eftir Fréttir

Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur aldrei verið eins mikil og í gær. Og það voru 235 sem völdu Göngum saman  sem góðgerðafélag til að hlaupa fyrir, ýmist í 3, 10, 21 eða 42 km. Öllu þessu góða fólki erum við þakklát og glöð yfir þeim mikla stuðningi sem við finnum frá fólki. Við vonumst til að aðrir hafi verið duglegir að heita á þessa þátttakendur og bendum a að það er opið fyrir áheit á netinu til miðnætis mánudaginn 24. ágúst.

Varðandi maraþonið á laugardaginn

Eftir Fréttir

Kæru félagar og þeir sem ætla að hlaupa/ganga fyrir okkur.

Hvatningastaður fyrir þá sem vilja koma og hvetja hlaupa- og göngugarpa Göngum saman verður á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og í fyrra. Von er á fyrstu hlaupurum (42 og 21 km) þarna framhjá um kl. 8:30. Hlauparar (og göngufólk) sem ætla 10 km leggja af stað kl. 9:30 úr Lækjargötunni og ættu að vera þarna 10 – 30 mínútum síðar. Það er frábært fyrir þátttakendur að fá hvatningu á leiðinni svo þið sem ekki takið þátt í hlaupinu endilega komið og hvetjið ykkar fólk.

Göngum saman þáttakendur sem ætla að fara 10 km og vilja fylgjast að sem hópur (a.m.k. til að byrja með:)) hittast í brekkunni fyrir framan MR kl. 9:00.

Kær kveðja og gleði!

Armbönd til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Avon á Íslandi hefur gefið styrktarfélaginu Göngum saman armbönd til fjáröflunar og er sala á þeim hafin. Allur peningurinn sem fæst við sölu armbandanna fer í styrktarsjóð félagsins. Armbandið kostar 1.000 krónur.

Armböndin verða til sölu í vikulegri göngu félagsins í Reykjavík n.k. mánudagskvöld. Komið með reiðufé.

Þeir sem vilja fá armbönd til sölu vinsamlega hafið samband við Ragnhildi Vigfúsdóttur (gsm 8646718 eða ragnhildur@lv.is) í fjáröflunarnefnd Göngum saman.

Reykjavíkurmaraþon 22. ágúst – styðjum Göngum saman

Eftir Fréttir

Unnt er að styðja styrktarfélagið Göngum saman á tvennan hátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka n.k. laugardag. Annars vegar með því að velja Göngum saman sem góðgerðafélag er þátttakandi skráir sig í maraþonið og hins vegar með því að heita á þátttakendur. Takið endilega þátt í maraþoninu með okkur til að efla styrktarsjóð Göngum saman sem styður við grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum.

Frekari upplýsingar er að finna í pdf-skjali, sjá marathon2009.pdf.

Beinir tenglar inn á skráningu og áheit er að finna neðst á forsíðu heimasíðu Göngum saman.