Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Vikulegar göngur á Akureyri – frestun vegna færðar

Eftir Fréttir

Vikulegar göngur á Akureyri áttu einnig að hefjast nú um miðjan janúar eftir hátíðarnar en vegna erfiðrar færðar verður einhver töf á því. Fylgist vel með heimasíðunni því það verður tilkynnt hér um leið að ákvörðun liggur fyrir hvenær gögnurnar hefjast á ný.

Vikulegar göngur í Reykjavík hefjast ekki strax vegna færðar

Eftir Fréttir

Göngum saman óskar öllum gleðilegs árs og þakkar stuðninginn á síðasta ári.

Áætlað var að vikulegar göngur félagsins í Reykjavík hæfust aftur eftir gott jólafrí næsta mánudag en nú hefur verið ákveðið að fresta því til mánudagsins 23. janúar vegna erfiðrar færðar á gangstéttum borgarinnar.

Fylgist með heimasíðunni því ef frekari breytingar verða munu þær strax verða settar inn á síðuna.

Þá verður félagsmönnum send tilkynning er nær dregur til að minna á göngurnar.

Gjöf í minningu Kristbjargar Marteinsdóttur

Eftir Fréttir

Glerlistaverkið Dropinn eftir listakonuna Höllu Har var í gær sett upp í kaffistofu á 1. hæð húss Háskólans í Reykjavík. Verkið er gjöf til Göngum saman frá listakonunni og ættingjum Kristbjargar Marteinsdóttur (12.12.1964-11.11.2009) en hún var félagi í Göngum saman og var í meistaranámi í lýðheilsufræðum við HR þegar hún lést af völdum brjóstakrabbameins. Söfnun hefur staðið yfir vegna verksins og í gær upphæðin komin í 1,5 milljónir króna sem rennur óskert í styrktarsjóð félagsins.

Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn.
Reikningsnúmer: 372-13-302703
Kennitala: 650907-1750

Göngum saman þakkar innilega þessa ómetanlegu gjöf og öllum þeim sem hafa lagt verkefninu lið.

Göngum saman, aðventan og jólafríið

Eftir Fréttir

Vikulegar göngur Göngum saman fara í jólafrí í vikunni, síðsta gangan í Reykjavík er mánudaginn 12. desember og á Dalvík þriðjudaginn 13. desember. Akureyringar eru þegar komnir í frí en auglýst verður hér á heimasíðunni þegar göngur hefjast á ný eftir áramót.

Sú hefð hefur skapast í Reykjavík að ganga frá Fríkirkjunni í desember og enda síðustu gönguna á Austurvelli þar sem sungin eru jólalög við jólatréð og nokkrir félagar mæta með heitt súkkulaði og smákökur. Það er alltaf notaleg stemming og við hvetjum fólk til að fjölmenna annað kvöld við Fríkirkjuna kl. 20.

Fallegu kortin eftir Sigurborgu Stefánsdóttur eru nú fáanleg með jólakveðju. Hægt verður að nálgast þau í göngunni 12. des.

Göngum saman styrkir rannsóknir ungs fólks með rúmum 5 millj

Eftir Fréttir

Í dag fór fram styrkveiting Göngum saman í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Sem endranær var mikil gleði við athöfnina. Í upphafi spilaði Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir frá Ísafirði og nemanda hennar Hjörtur sitthvort lagið á harmónikku. Þá fór formaður félagsins, Gunnhildur Óskarsdóttir, yfir árið hjá Göngum saman áður en hún afhenti með hjálp Salvarar Káradóttur styrkþegum blóm og ávísanir. Styrkþegarnir í ár eru fjórir og hlutu þau samtals rúmlega 5 milljónir.

Þrír nemar við Háskóla Íslands hlutu styrki auk eins líffræðings:

• Guðrún Birna Jónsdóttir, meistaranemi fékk styrk fyrir verkefnið "Örflögugreining á æxlismerkjum sem tengjast sjúkdómshorfum í brjóstakrabbameini".
• Jenný Björk Þorsteinsdóttir líffræðingur fékk styrk fyrir verkefnið "Starfræn skilgreining á frumulínum sem bera BRCA2 stökkbreytingar".
• Margrét Aradóttir, meistaranemi fékk styrk í verkefnið "Lengd litningaenda í brjóstakrabbameinum á Íslandi".
• Sævar Ingþórsson, doktorsnemi fékk styrk í doktorsverkefni sitt "Hlutverk EGFR í framþróun brjóstakrabbameins".

Í lokin sungu Fóstbræður nokkur lög en þeir hafa stutt Göngum saman frá upphafi með því að gleðja gesti við styrkafhendingu félagsins.

Aðeins EINN dagur í BRJÓSTABALLIÐ

Eftir Fréttir

Nú styttist í árlegt Brjóstaball Göngum saman sem verður í Iðnó annað kvöld, húsið opnar kl. 21:30. Blúsbandið heldur fólki á dansgólfinu og Sólmundur Hólm skemmtir gestum þannig munnvikin kippast upp. Þá verður óvænt uppákoma.

Miðar við innganginn – aðgangseyrir er kr. 2500 og rennur hann óskiptur í rannsóknasjóð félagsins.
Fjölmennum og dönsum til styrktar góðu málefni!

Formaðurinn og Avon gangan í NY 2011

Eftir Fréttir

Formaður Göngum saman, Gunnhildur Óskarsdóttir, mætti óvænt Avon göngunni á götum Manhattan í New York um síðustu helgi er hún var þar í fríi. Þetta kallaði fram góðar minningar frá sömu göngu fyrir fjórum árum er Gunnhildur ásamt 26 öðrum íslenskum konum tók þátt. Styrktarfélagið Göngum saman á einmitt upphaf sitt að rekja til ferðar 22 þessara kvenna haustið 2007.Gunnhildur sem taldi að Avon gangan hefði verið fyrr í október var ánægð að fá að upplifa Avon gönguna nú sem áhorfandi og hvatti hún fólk til dáða. Gunnhildur notaði tækifærið og ræddi við nokkra þátttakendur og á myndinni hér að neðan er Gunnhildi með tveimur konum sem voru í Avon 2011.

Breyting á göngustað á Akureyri

Eftir Fréttir

Vikulegar göngur Göngum saman á Akureyri eru á mánudögum og nú verður tekið vetrarfrí frá Kjarnaskógi. Við flytjum okkur niður í bæinn – hist verður við aðalinngang Íþróttahallarinnar við Þórunnarstræti kl. 17:30 á mánudaginn.

Allir velkomnir.

Brjóstaballið eftir 9 daga!

Eftir Fréttir

Það verður sixties ball í Iðnó föstudaginn 28. október n.k. til styrktar Göngum saman. Húsið opnar kl. 21:30 og kostar 2.500 krónur inn. Blúsbandið spilar og Sóli Hólm skemmtir gestur.

brjostaball2011_sixties2.pdfbrjostaball2011_sixties2.pdf

Bleikur október

Eftir Fréttir

Október er alþjóðlegur mánuður brjóstakrabbameins og er víða um heim notaður til að vekja athygli á sjúkdómnum og safna fé til rannsóknar á brjóstakrabbameini. Göngum saman mun afhenda íslenskum rannsakendum rannsóknastyrki alls að upphæð 6 milljóna þann 28. október n.k. og síðan verður dansað í Iðnó um kvöldið til styrktar málefninu.

Á laugardaginn hófst formlega árverkefni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, BLEIKA SLAUFAN, og stefnir félagið að því að selja 50 þúsund slaufur. Slaufan í ár er gerð úr perlum sem afrískar konur perluðu og er því ávinningurinn tvöfaldur. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Styðjum þetta frábæra framtak – sjá nánar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.