Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Unirbúningur styrktargöngunnar á fullu

Eftir Fréttir

Um allt land er nú verið að undirbúa styrktargönguna sem verður á sunnudaginn kl. 11 á 11 stöðum hringinn í kringum landið.

Í vikunni var viðtal á N4 við forsvarskonur Göngum saman á Akureyri og við munum heyra meira af Göngum saman starfinu í fjölmiðlum næstu daga. Fjölmennum í gönguna á sunnudaginn um allt land.

Búið er að opna fyrir skráningu hér á heimasíðunni en einnig er hægt að borga á staðnum, fólk hvatt til að mæta snemma og vera með reiðufé.

Kynningarátak Göngum saman á Akureyrarvöku um helgina

Eftir Fréttir

Göngum saman á Akureyri var með kynningarbás á kaffihúsinu Kaffi Költ á Akureyri á Akureyrarvöku. Þar var Stóra styrktargangan kynnt og vörur til sölu auk þess sem hægt var að skrá sig í gönguna.

Hægt er að fylgjast með undirbúningi göngunnar á Akureyri á FB.

Konurnar notuðu tímann til að prjóna bleikar húfur með merki félagsins sem þær hyggjast nota í Stóru göngunni um næstu helgi.

Stóra fjáröflunarganga Göngum saman sunnudaginn 4. september

Eftir Fréttir

Nú líður að árlegri styrktargöngu Göngum saman en í ár verður gengið sunnudaginn 4. september kl. 11.

 Í Reykjavík verður gengið á sömu slóðum og í fyrra en gangan hefst á Valssvæðinu að Hlíðarenda og  verða tvær vegalengdir í boði; 3,8 km um Öskjuhlíð og 7 km flugvallarhringur.  Utan Reykjavíkur verður gengið 10 stöðum. Þessir staðir eru: Akranes, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Ísafjörður, Hólar í Hjaltadal, Akureyri, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Höfn og Selfoss. Göngugjald fyrir fullorðna, kr. 3.000, rennur það óskipt í styrktarstjóð Göngum saman. Frítt fyrir börn. Allir sem greiða göngugjaldið fá höfuðbuff með merki félagsins. Nánari upplýsingar hér á síðunni undir Stóra gangan.  Göngum saman um allt land 4. september, takið daginn frá … 

Klapplið Göngum saman á horninu á Lynghaga og Ægissíðu

Eftir Fréttir

Við verðum með hvatningalið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og undanfarin ár frá klukkan 8:45 en þá getum við átt von á fyrstu hlaupurunum. 

Takið með ykkur hluti sem heyrist í s.s. hrossabresti og eldhúsáhöld … því fleiri sem koma og hvetja þátttakendur því skemmtilegra!

Áheitasöfnun er nú í fullum gangi og tækifæri til að heita á hlaupara. Látum gott af okkur leiða og heitum á þetta flotta fólk, sjá http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750

Umsóknafrestur í styrktarsjóð Göngum saman er til 15. sept.

Eftir Fréttir

Rannsóknastyrkjum verður úthlutað úr styrktarsjóði Göngum saman í fimmta sinn í október n.k. og er áætlað að úthluta alls 6 milljónum króna.

Auglýst er eftir umsóknum og rennur fresturinn út 15. september 2011. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna hér á heimasíðu félagsins styrkumsokn_gongumsaman.doc og skal senda umsókn sem viðhengi á netfangið styrkir hjá gongumsaman.is merkt – Styrkumsókn 2011 -.

Hér er að finna auglýsinguna um styrki félagsins: auglysing-styrkur_GS2011.pdf

Akureyrardeildin tekur sér frí á þriðjudaginn

Eftir Fréttir

Á Akureyri hefur verið gengið vikulega í allt sumar. Á næsta þriðjudag – daginn eftir frídag verslunarmanna – verður tekið göngufrí en viku síðar, þriðjudaginn 9. ágúst göngum við aftur saman í Kjarnaskógi, hittumst þá kl. 19:30.

Gengið á háum hælum á Esjuna til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Guðný Aradóttir gekk á Esjuna með hópi fólks á þriðjudagskvöldið – á háhæluðum skóm!

Með þessu vildi Guðný minna fólk á styrktargöngu Göngum saman sem verður víða um land 4. september n.k. Hægt var að heita á Guðnýju og enn er tekið við framlögum vegna verkefnisins.

Reikningur 301-26-7175, kt. 650907-1750.

Langatal Göngum saman júlí-des 2011

Eftir Fréttir

Langatal Göngum saman er komið út. Nær frá júlí til desember 2011.S.l. tvö ár hefur Langatal Göngum saman náð frá júní til júní næsta ár á eftir. Í ár var ákveðið að láta Langatalið ná út árið 2011 og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Aðeins hundrað eintök eru í boði og kostar hvert þeirra 1.000 kr. Selt í snyrtivörubúðinni Zebra Cosmetique á Laugavegi 62. Aðeins tekið við peningum og upphæðin rennur öll í styrktarsjóð Göngum saman því velunnari félagsins kostaði gerð dagatalsins.

Styðjum Göngum saman – kaupum Langatalið.

Esjuganga á háum hælum þriðjudaginn 12 júlí.

Eftir Fréttir

Guðný Aradóttir ætlar að ganga á Esjuna á háum hælum til að vekja athygli á stóru styrktargöngunni þann 4. september nk. Guðný sem hefur verið gönguþjálfari Göngum saman frá upphafi og leiðir mánudagsgöngurnar í Reykjavík gekk á bleikum skóm í heilan mánuð s.l. haust og safnaði áheitum fyrir Göngum saman. Nú ætlar hún að gana á hælaskóm á Esjuna og minna  á Göngum saman.

Guðný vill endilega fá sem flesta með sér – en þeir þurfa ekki að mæta á hælaskóm!

Mæting á bílastæðið kl 17:00 þriðjudaginn 12 júlí.

Við hvetjum fólk til að mæta og ganga með Guðnýju. Einnig hvetjum við fólk til að heita á hana í tengslum við þetta frábæra framtak. Reiningur 301-26-7175 kt. 650907-1750.