Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Fleiri göngustaðir bætast við – gengið á Dalvík

Eftir Fréttir

Það verður líka mæðradagsganga á Dalvík á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá Menningarhúsinu Berg kl. 11 og gengið í um klukkustund. Allir velkomnir.

Það er ekki bakarí á Dalvík en starfsfólk í Dalvíkurskóla pöntuðu brjóstabollur frá Akureyri og héldu bollukaffi á kennarastofunni. Frábært framtak og sýnir vel þann mikla stuðning sem Göngum saman hefur um land allt. Takk fyrir.

 

Brjóstabollan fer vel af stað

Eftir Fréttir

Samstarfsverkefni Landssambands bakarameistara og Göngum saman fór vel af stað í gær. Vitað er um mörg fyrirstæki og stofnanir sem buðu starfsfólki upp á Brjóstabolluna í gær og fleiri sem bætast í hópinn í dag. Auk allra hinna fjölmörgu sem hafa gætt sér á bollunni.

Myndin er tekin í Bernhöftsbakarí í morgun af starfskonum með brjóstabollur og í bolum með merki Göngum saman sem voru framleiddir sérstaklega fyrir þetta átak.

Frétt um samstarf Landssambands bakarameistara og Göngum sam

Eftir Fréttir

Visir.is segir frá samstarfi bakara og Göngum saman með sölu Brjóstabollunar um allt land. Þá er sagt frá mæðradagsgöngu félagsins í Laugardalnum á sunnudaginn kl. 11 frá Skautahöllinni og að einnig verði gengið frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn kl. 13 að staðartíma. Enn eru að bætast við nýjir staðir þar sem mæðradagsgangan verður – gengið frá íþróttahúsinu í Borgarnesi kl. 11 og frá sundlauginni Laugaskarði í Hveragerði kl. 11.

Hvetjum alla, konur og karla á öllum aldri að slást með í för á mæðradaginn.

http://visir.is/brjostabollur-med-kaffinu—brjostanna-vegna-/article/2011110509489

Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

Brjóstabollan fer í sölu í bakaríum landsins á morgun. Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 5.- 8. maí í tengslum við mæðradaginn. Fyrirtæki, stofnanir, kaffihús, matsölustaðir og landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða –  brjóstanna vegna.

Hér er hægt að nálgast veggspjaldið með Brjóstabollunni Brjostabollan_endanleg_high.pdf

Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina – brjóstanna vegna

Verkís styrkir Göngum saman með því að kaupa brjóstabolluna

Eftir Fréttir

Verkfræðistofan Verkís býður starfsfólki sínu upp á brjóstabolluna á fimmtudaginn.
Verkís sem er um 300 manna vinnustaður býður venjulega upp á afmæliskaffi  fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Í staðinn fyrir að vera með afmæliskaffið á miðvikudaginn verður það haldið fimmtudaginn 5. maí og boðið verður upp á brjóstabollurnar í staðinn fyrir hefðbundnar afmæliskökur. Verkís hefur áður styrkt félagið og þökkum við þeim þeirra stuðning um leið og við hvetjum við önnur fyrirtæki til að bjóða brjóstabollur með kaffinu 5. – 8. maí.

Bakarameistarar styðja Göngum saman með því að selja brjóstabolluna í bakaríum landsins frá fimmtudegi til sunnudags – mæðradaginn

.

Mæðradagsganga á sunnudaginn kl. 11

Eftir Fréttir

Göngum saman stendur í þriðja sinn fyrir mæðradagsgöngu í Laugardalnum n.k. sunnudag kl. 11. Með mæðradagsgöngunni fögnum við vorinu og er hún upplögð fjölskylduganga. Lagt verður af stað frá Skautahöllinni og mun Guðný Aradóttir stafgönguþjálfari leiða gönguna.

Hægt er að nálgast auglýsinguna hér – endilega prentið út og hengið upp á vinnustöðum.

Vor2011GS_A3_Vor2011_C.pdf

Kastað til bata – umsóknafrestur til 4. maí

Eftir Fréttir

Við viljum benda konum sem hafa lokið meðferð vegna brjóstakrabbameins á verkefnið Kastað til bata sem er samstarfsverkefni Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila. Fjórtán konum er boðið að fara í tveggja daga veiðiferð í lok maí. Sjá nánari upplýsingar í viðhengi en umsóknarfrestur er til 4. maí.

kastadtilbataauglysing.pdf

Gunnhildur formaður á örráðstefnu Krabbameinsfélagsins

Eftir Fréttir

Krabbameinsfélag Ísland hélt örráðstefnu í dag – Að greinast aftur og aftur og aftur… Meðal fyrirlestra ráðstefnunnar var Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman sem sagði frá reynslu sinni. Fjallað var um ráðstefnuna í 10 fréttum sjónvarpsins í kvöld og var m.a. viðtal við Gunnhildi.

dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547583/2011/04/18/

Vel sóttur aðalfundur í gær

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman var haldinn í gærkvöldi og var fundurinn vel sóttur. Á aðalfundinum kom vel fram hversu mikið óeigingjarnt starf félagsmenn hafa unnið fyrir félagið á árinu og þakkaði Gunnhildur Óskarsdóttir formaður félagsins fyrir það.

Eftir venjuleg aðalfundarstörf tók Guðný Aradóttir göngustjóri félagsins til máls og afhenti Göngum saman 254 þúsund krónur í styrktarsjóðinn sem var afrakstur átaksins Í sömu skóm en Guðný gekk í skærbleikum uppreimuðum skóm í heilan mánuð og safnaði áheitum fyrir félagið.

Að lokum sagði Gunnhildur Óskarsdóttir formaður frá stefnumótunarvinnu félagsins undanfarna mánuði og kynnti framtíðarsýn félagsins.

Ekki gengið í Reykjavík í kvöld vegna aðalfundar

Eftir Fréttir

Vegna aðalfundur Göngum saman verður ekki gengið í Reykjavík í kvöld. Gengið næst frá World Class í Laugardalnum 18. ágúst. Aðalfundurinn í kvöld verður í sal Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8 og hefst hann kl. 20. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn. Niðurstöður stefnumótunarvinnu félagsins verða kynntar.

Dagskrá.

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

5. Ákvörðun árgjalds.

6. Önnur mál.

Allir félagar velkomnir..