Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Aðalfundur mánudaginn 11. apríl kl. 20

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman verður haldinn mánudaginn 11. apríl kl. 20:00 í sal Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

Dagskrá.

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.

2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

3. Kosning stjórnar og varastjórnar.

4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

5. Ákvörðun árgjalds.

6. Önnur mál.

Gengið á Dalvík á þriðjudögum kl. 16:30

Eftir Fréttir

Á Dalvík verður gengið á þriðjudögum klukkan 16:30 í Menningarhúsinu Bergi. Gengið er rösklega í 30-40 mínútur, eftir veðri og vindum. Að göngu lokinni er gjarnan komið við og drukkinn kaffisopi í Bergi, eða kíkt aðeins á Bókasafnið.

Gleðilegt ár!! Fyrsta ganga ársins 10. janúar n.k.

Eftir Fréttir

Göngum saman óskar félögum og velunnurum gleðilegs árs og þakkar stuðninginn á árinu sem var að líða. Fyrsta ganga ársins 2011 verður í Reykjavík mánudaginn 10. janúar kl. 20 frá Fríkirkjunni í Lækjargötu.

Tilkynnt verður þegar göngur á Akureyri og á Dalvík hefjast.

Marimekko töskur til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Á morgun föstudag hefst sala á Marimekko töskum sem framleiddar eru fyrir Avon snyrtivörufyrirtækið til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Hver taska kostar 3.995 krónur og af því renna 1.500 krónur til styrktarsjóðs Göngum saman. Einungis seldar í Avon búðinni í Smáralind.

Góð jólagjöf á góðu verði til styrktar góðu málefni.

Margir dönsuðu saman til styrktar góðu málefni

Eftir Fréttir

S.l. laugardagskvöld fór fram í fyrsta skipti Brjóstaballið á vegum Göngum saman. Ballið tókst í alla staði mjög vel og það ríkti mikil gleði og stemming í skreyttum sal Iðnó. Melchior hóf kvöldið með ljúfum tónum og síðan tók hljómsveitin 5 á Richter við og hélt dönsurum við efnið. Andrea Jónsdóttir kláraði síðan kvöldið með góðri tónlist sem fólk dansaði við inn í nóttina.

Göngum saman þakkar öllum sem komu að skipulagi og framkvæmd Brjóstaballsins. Sérstakar þakkir til tónlistafólksins, Andreu og aðstandenda Iðnó fyrir að gera félaginu mögulegt að bjóða upp á þessa nýjung í starfinu.

Styrkveiting Göngum saman

Eftir Fréttir

Í dag miðvikudaginn 27. október veitti félagið íslenskum rannsóknaraðilum á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini rannsóknarstyrki að fjárhæð kr. 5 milljónir.

Þetta er í fjórða sinn sem félagið veitir styrki og með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls 17 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á þremur árum.

Styrkurinn í ár er veittur í minningu um Kristbjörgu Marteinsdóttur en hún lést af völdum brjóstakrabbameins 11. nóvember í fyrra tæplega 45 ára gömul.

Styrkurinn skiptist á milli fjögurra aðila:
• Bylgja Hilmarsdóttir, doktorsnemi fyrir verkefnið: Hlutverk PTP1B í stofnfrumum brjóstkirtils.

• Guðrún Birna Jónsdóttir, meistaranemi fyrir verkefnið: Örflögugreining á æxlismerkjum sem tengjast sjúkdómshorfum í brjóstakrabbameini.

• Dr. Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala-háskólasjúkrahúsi fyrir verkefnið: Lyfjanæmispróf á brjóstakrabbameinsfrumum.

• Dr. Rósa Björk Barkardóttir klínískur prófessor á Landspítala-háskólasjúkrahúsi fyrir verkefnið Stökkbreytileit á völdum litningasvæðum í fjölskyldum með háa tíðni krabbameins í brjóstum.

Brjóstaball í Iðnó 13. nóv. – dönsum og styrkjum í leiðinni

Eftir Fréttir

Undirbúningur fyrir Brjóstaballið í Iðnó 13. nóvember n.k.  er í fullum gangi. Miðasalan á ballið hófst á www.midi.is í gær. Einnig er hægt að kaupa miða í Iðnó.

Fjölmennum, dönsum saman, skemmtum okkur saman og styðjum grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini í leiðinni.

Tónlistafólkið og allir sem að Brjóstaballinu koma gefa vinnu sína þannig að allur ágóði ballsins fer í styrktarsjóðinn. Göngum saman þakkar þeim öllum fyrir svo og aðstandendum Iðnó fyrir framlag sitt með láni á húsinu.

Konukvöld í Avon Smáralind 7. okt. n.k.

Eftir Fréttir

Konukvöld verður haldið í verslun Avon í Smáralind fimmtudagskvöldið 7. okt. næstkomandi á milli 19:00-21:00.Léttar veitingar verða í boði ásamt frábærum tilboðum!!  Félagar í Göngum saman verða á staðnum með sölu á fallegum lyklakippum til styrktar félaginu. Endilega kíkið við og styrkið gott málefni. Með kveðjuStarfsfólk Avon & Göngum saman. 

Fjölmennum í Laugar á laugardaginn og styrkjum Göngum saman

Eftir Fréttir

Nú um helgina eru heilsudagar í  WorldClass/Laugum og hefur fyrirtækið ákveðið að styrkja Göngum saman af þessu tilefni. 

Það verður mikið um að vera í Laugum n.k. laugardag 11. sept. Klukkan 15 verða tímar í þremur sölum þar sem öll innkoman fer til styrktar Göngum saman og ætlar Word Class að bæta um betur og leggur annað eins til. Það er því um að gera að fjölmenna í Laugar, hreyfa sig og styrkja um leið grunnrannsóknir á krabbameini. Sjá nánar upplýsingar á heimasíðu World Class.