Ákveðið hefur verið að fresta hugleiðslugöngunni í kvöld vegna loftslagsskilyrða. Stefnt er að því að hún verði eftir viku, mánudaginn 30. maí kl. 20.
Það verður því ekki Göngum saman ganga í kvöld í Reykjavík.
Ákveðið hefur verið að fresta hugleiðslugöngunni í kvöld vegna loftslagsskilyrða. Stefnt er að því að hún verði eftir viku, mánudaginn 30. maí kl. 20.
Það verður því ekki Göngum saman ganga í kvöld í Reykjavík.
Dr. Sigríður Klara Böðrvarsdóttir líffræðingur sem var ein þeirra sem fengu styrk Göngum saman við fyrstu úthlutun félagsins árið 2007 skrifar grein í Morgunblaðið í morgun um Nóbelsverðlaunahafann Elízabeth Blackburn sem heldur fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands n.k. laugardag kl. 14. Blackburn hlaut verðlaunin í líf- og læknavísindum haustið 2009 ásamt Carol Greider og Jack Szostak. Uppgötvun þeirra var gerð í frumstæðum einfrumungi en hefur haft mikla læknisfræðilega þýðingu sem vísindafólkið hefur sjálfsagt ekki gert sér grein fyrir á 8. og 9. áratugunum er rannsóknir þeirra fóru fram. Þetta er gott dæmi um hvernig grunnrannsóknir geta leitt til hagnýtingar þó ekki sé hægt að spá fyrir um það. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn sem skipulagður er í tilefni 100 ára afmælisHaskólans er að finna á heimasíðu HÍ.
Nú eru að hefjast á ný göngur í Kjarnaskógi við Akureyti. Gengið verður alla þriðjudaga í sumar nema tilkynnt verði um annað hér á heimasíðunni. Lagt af stað kl. 19:30 frá bílastæðinu við Kjarnakot.
ALLIR velkomnir.
Mæðradagsganga Göngum saman var haldin í Kaupmannahöfn í fyrsta skipti. Um fjörtíu manns gengu í dásamlegu veðri í Östre Anlæg og þar í kring. Inga Harðardóttir leiddi gönguna sem hófst og endaði í Jónshúsi en þar var kórinn Staka með kaffisölu. Þetta var frábær ganga og mikil stemning í hópnum. Vonum við að þetta verði bara upphafið af fleiri mæðradagsgöngum í Kaupmannahöfn. Sjá myndir úr göngunni undir Myndaalbúm
Mæðradagsganga Göngum saman fór einstaklega vel fram á fimm stöðum en gengið var í Laugardalnum í Reykjavík, í Hveragerði, Borgarnesi, á Dalvík og formaðurinn Gunnhildur Óskarsdóttir leiddi göngu frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Það var mikil stemming á öllum stöðunum og fólk naut sín í veðurblíðunni.
Í Laugardalnum spiluðu Kristín og Nanna Hlíf á harmónikkur sínar fyrir göngufólk en þær setja alltaf svo skemmtilegan svip á göngur Göngum saman. Einnig skemmti ungur saxafónleikari Björn Kristinsson gestum með leik sínum.
Myndir frá göngunni í Laugardal eru komnar inn á myndasafnið hér á síðunni og vonandi koma myndir frá hinum stöðunum líka fljótlega.
Arnór Þ. Sigfússon tók þessa mynd í mæðradagsgöngu Göngum saman í Laugardalnum þar sem smáir og stórir nutu þess að ganga í góða veðrinu.
Okkur berast stöðugt fréttir um fyrirtæki og stofnanir sem bjóða starfsfólki sínu upp á brjóstabollur. Það er frábært að heyra af þeim stuðningi sem felst í þessu við það málefni sem Göngum saman vinnur að, þ.e. að geta stutt vísindafólk okkar til góðra verka og gefa okkur von um lækningu við brjóstakrabbameini í framtíðinni.
Í dag bauð Arionbanki starfsfólki sínu í Borgartúni upp á brjóstabollur og er myndin tekin við það tækifæri. Einnig höfum við frétt að starfsfólk útibúa, t.d. í Borgarnesi og á Akureyri var boðið í bollukaffi í gær.
Það verður líka mæðradagsganga á Dalvík á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá Menningarhúsinu Berg kl. 11 og gengið í um klukkustund. Allir velkomnir.
Það er ekki bakarí á Dalvík en starfsfólk í Dalvíkurskóla pöntuðu brjóstabollur frá Akureyri og héldu bollukaffi á kennarastofunni. Frábært framtak og sýnir vel þann mikla stuðning sem Göngum saman hefur um land allt. Takk fyrir.
Samstarfsverkefni Landssambands bakarameistara og Göngum saman fór vel af stað í gær. Vitað er um mörg fyrirstæki og stofnanir sem buðu starfsfólki upp á Brjóstabolluna í gær og fleiri sem bætast í hópinn í dag. Auk allra hinna fjölmörgu sem hafa gætt sér á bollunni.
Myndin er tekin í Bernhöftsbakarí í morgun af starfskonum með brjóstabollur og í bolum með merki Göngum saman sem voru framleiddir sérstaklega fyrir þetta átak.
Visir.is segir frá samstarfi bakara og Göngum saman með sölu Brjóstabollunar um allt land. Þá er sagt frá mæðradagsgöngu félagsins í Laugardalnum á sunnudaginn kl. 11 frá Skautahöllinni og að einnig verði gengið frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn kl. 13 að staðartíma. Enn eru að bætast við nýjir staðir þar sem mæðradagsgangan verður – gengið frá íþróttahúsinu í Borgarnesi kl. 11 og frá sundlauginni Laugaskarði í Hveragerði kl. 11.
Hvetjum alla, konur og karla á öllum aldri að slást með í för á mæðradaginn.
http://visir.is/brjostabollur-med-kaffinu—brjostanna-vegna-/article/2011110509489
Brjóstabollan fer í sölu í bakaríum landsins á morgun. Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 5.- 8. maí í tengslum við mæðradaginn. Fyrirtæki, stofnanir, kaffihús, matsölustaðir og landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða – brjóstanna vegna.
Hér er hægt að nálgast veggspjaldið með Brjóstabollunni Brjostabollan_endanleg_high.pdf
Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina – brjóstanna vegna
Nýlegar athugasemdir