Skip to main content
All Posts By

a8

Varðandi maraþonið á laugardaginn

Eftir Fréttir

Kæru félagar og þeir sem ætla að hlaupa/ganga fyrir okkur.

Hvatningastaður fyrir þá sem vilja koma og hvetja hlaupa- og göngugarpa Göngum saman verður á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og í fyrra. Von er á fyrstu hlaupurum (42 og 21 km) þarna framhjá um kl. 8:30. Hlauparar (og göngufólk) sem ætla 10 km leggja af stað kl. 9:30 úr Lækjargötunni og ættu að vera þarna 10 – 30 mínútum síðar. Það er frábært fyrir þátttakendur að fá hvatningu á leiðinni svo þið sem ekki takið þátt í hlaupinu endilega komið og hvetjið ykkar fólk.

Göngum saman þáttakendur sem ætla að fara 10 km og vilja fylgjast að sem hópur (a.m.k. til að byrja með:)) hittast í brekkunni fyrir framan MR kl. 9:00.

Kær kveðja og gleði!

Armbönd til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Avon á Íslandi hefur gefið styrktarfélaginu Göngum saman armbönd til fjáröflunar og er sala á þeim hafin. Allur peningurinn sem fæst við sölu armbandanna fer í styrktarsjóð félagsins. Armbandið kostar 1.000 krónur.

Armböndin verða til sölu í vikulegri göngu félagsins í Reykjavík n.k. mánudagskvöld. Komið með reiðufé.

Þeir sem vilja fá armbönd til sölu vinsamlega hafið samband við Ragnhildi Vigfúsdóttur (gsm 8646718 eða ragnhildur@lv.is) í fjáröflunarnefnd Göngum saman.

Reykjavíkurmaraþon 22. ágúst – styðjum Göngum saman

Eftir Fréttir

Unnt er að styðja styrktarfélagið Göngum saman á tvennan hátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka n.k. laugardag. Annars vegar með því að velja Göngum saman sem góðgerðafélag er þátttakandi skráir sig í maraþonið og hins vegar með því að heita á þátttakendur. Takið endilega þátt í maraþoninu með okkur til að efla styrktarsjóð Göngum saman sem styður við grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum.

Frekari upplýsingar er að finna í pdf-skjali, sjá marathon2009.pdf.

Beinir tenglar inn á skráningu og áheit er að finna neðst á forsíðu heimasíðu Göngum saman.

Frábær ganga á Þingvöllum

Eftir Fréttir

Mánudaginn 20. júlí s.l. var Göngum saman boðið upp á göngu á Þingvöllum og var farin svokölluð eyðibýlaganga undir leiðsögn Magnúsar Halls Jónssonar landvarðar á Þingvöllum.

Þátttaka var mjög góð og gengið var í stórkostlegu veðri í fallegu umhverfi.

Reykjavíkurmaraþonið – áheit: skráningargjald hækkar 2. júlí

Eftir Fréttir

Nú fer að líða að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem verður haldið
laugardaginn 22. ágúst.

Þann 2.júli næstkomandi hækkar skráningargjaldið í hlaupið. Félagar í Göngum
saman
ætla að ganga og hlaupa saman 10 og 21km. Við hvetjum sem flesta til að
taka þátt og skrá Göngum saman sem það góðgerðarfélag sem þeir vilja leggja lið.

Skráning fer fram á heimasíðu maraþonsins á marathon.is eða í gegnum islandsbanki.is

Auglýsing til að hvetja fólk til að leggja okkur lið er í pdf-skjalinu.

auglysing-marathon.pdf

Auglýsing eftir styrkumsóknum – Göngum saman 2009

Eftir Fréttir

Styrktarfélagið Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Áætlað er að veita allt að 5 milljónum króna til eins eða fleiri verkefna á árinu 2009.
Frá stofnun félagsins haustið 2007 hefur Göngum saman úthlutað alls 7
milljónum króna í rannsóknarstyrki, 3 milljónir árið 2007 og 4 milljónir árið 2008.

Umsóknir skulu berast í tölvupósti á netfangið styrkur hjá gongumsaman.is fyrir 1. september n.k. merkt: Styrkumsókn 2009.

Nánari upplýsingar um hvað þurfi að koma fram í umsóknum er að finna í pdf-skjalinu.

Auglysing-styrkur09.pdf

Nemendur í 10. bekk styrkja Göngum saman

Eftir Fréttir

Nemendur í 10. bekk Háteigsskóla í samvinnu við Félagsmiðstöðina 105 veittu Göngum saman 400 þúsund króna styrk við útskrift sína úr grunnskóla í dag. Krakkarnir höfðu m.a. safnað peningum með kossasölu á unglingaballi (50 kr. koss á kinn og 100 kr koss á munn),  kökubasar, áheitum í íþróttamaraþoni og með bolasölu en þau fengu til liðs við sig Nakta apann við hönnun og gerð mjög flottra stuttermabola sem seldust upp. Einnig unnu þau vandaða heimildamynd um Göngum saman og brjóstakrabbamein sem frumsýnd var í Háteigsskóla í maí s.l. við mjög góðar undirtektir. Göngum saman þakkar þessum frábæru ungmennum fyrir stuðninginn og dugnaðinn við að skipuleggja þetta átak og hrinda því í framkvæmd og öllum þeim sem lögðu þeim lið. Framlag þeirra mun renna beint í styrktarsjóð félagsins.