Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Fjölmenni í Öskjuhlíðinni í kvöld

Eftir Fréttir

Það gengu 64 konur með Göngum saman í Öskjuhlíðinni í kvöld undir forystu Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Eftir um klukkustundar göngu sá Guðný líka til þess að við teygðum vel í lokin 🙂

Það verður gengið frá Perlunni að viku liðinni – á mánudagskvöldið kl. 20 og allir velkomnir, konur og karlar.

Stemning og gaman í styrktargöngunum

Eftir Fréttir

Yfir 1000 manns gengu saman á þremur stöðum á landinu til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini í gær, sunnudag. Það var mikil og góð stemming á öllum stöðunum og fólk lét veðrið ekki trufla sig. Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem styrktu félagið með því að ganga. Einnig þökkum við öllum sjálfboðaliðunum sem gerðu þetta mögulegt með vinnu sinni svo og þeim fjölmörgu aðilum sem studdu félagið við framkvæmdina.

Hanski í óskilum

Eftir Fréttir

Grár og svartur hægri handar hanski fannst í Elliðaárdal eftir gönguna í gær. Inni í honum er svartur plastpoki og er ekki ólíklegt að hann tilheyri hundeiganda. Upplýsingar hjá Margréti í síma 699 3253.

Ísafjörður bæst í hópinn! Líka gengið þar á morgun.

Eftir Fréttir

Styrktarganga Göngum saman verður á Ísafirði næstkomandi sunnudag, 7.
september.
Gengið verður frá Bónusplaninu kl. 14. Þátttökugjald er 3000 kr. sem rennur
beint til rannsókna á brjóstakrabbameini. Frítt er fyrir börn, 12 ára og
yngri. Boðið verður upp á hressingu að göngu lokinni. Það eru
Krabbameinsfélagið Sigurvon og Heilsuefling í Ísafjarðarbæ sem standa fyrir
göngunni hér á Ísafirði.
Íbúar á Ísafirði og nágrenni eru hvattir til að mæta og ganga saman í
skemmtilegum félagsskap og stykja um leið rannasóknir á brjóstakrabbameini.

Johan Rönning styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

Fyrirtækið Johan Rönning hefur ákveðið að veita Göngum saman eina milljón króna í styrktasjóðinn félagsins í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins.

Göngum saman þakkar höfðinglega gjöf.

Ungar stúlkur styrkja Göngum saman

Eftir Fréttir

Hólmfríður Hafliðadóttir 9 ára og vinkonur hennar í Laugarneshverfinu voru með tombólu öðru sinni til styrktar Göngum saman, nú á markaðinum í Laugarnesi s.l. sunnudag. Einnig seldu þær armbönd fyrir félagið. Alls söfnuðu þær 13.100 krónum. Stelpurnar eiga heiður skilinn fyrir þetta frábæra framtak.

Göngum saman á Akureyri

Eftir Fréttir

Á Akureyri hefur hópur gengið vikulega í allt sumar og eins og myndirnar í myndaalbúminu annars staðar á heimasíðunni sýna þá er oft gaman hjá þeim. Gengið er frá þjónustumiðstöðinni í Kjarnaskógi kl. 19:30 alla þriðjudaga. Akureyrardeildin er nú á fullu að undirbúa styrktargönguna sem verður í Kjarnaskógi sunnudaginn 7. september.

 

Avon umboðið styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

Avon umboðið á Íslandi færði Göngum saman armbönd með bleiku slaufunni til að selja og fer allur ágóðinn í styrktarsjóð félagsins. Viðtökur hafa verið frábærar. Göngum saman þakkar stuðninginn.

Vel lukkað Reykjavíkurmaraþon Glitnis

Eftir Fréttir

Það var mikil stemming í maraþoninu í gær og Göngum saman þakkar öllum þeim sem hlupu fyrir félagið. Samkvæmt skráningum hlupu (eða gengu!) 132 einstaklingar fyrir Göngum saman og lögðu með því sitt að mörkum til að styðja við grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Það er mikil hvatning og gleði að fá allan þennan stuðning. Hópur fólks á vegum Göngum saman kom saman á horni Ægissíðu og Lynghaga og hvatti þátttakendur til dáða. Tvær konur hlupu heilt maraþon fyrir félagið og önnur þeirra, Sigrún K. Barkardóttir náði þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hlaupinu. Við óskum Sigrúnu til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

                                        Hluti hvvatningarhóps Göngum saman við Ægissíðuna

Tombóla til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Þrjár ungar stúlkur héldu tombólu til styrktar Göngum saman fyrir utan heimili einnar þeirrar í Hofteignum, 12. ágúst s.l. Stúlkurnar heita Ingibjörg Ósk, Gígja og Hólmfríður. Stelpurnar söfnuðu  tæplega 12 þúsund krónum sem þær afhentu í styrktarsjóð Göngum saman. Við þökkum þeim kærlega fyrir.

 

Á myndunum sjást talið frá vinstri Ingibjörg Ósk, Gígja og Hólmfríður í Göngum saman bolum að selja

hluti á tombólunni sinni.