Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Einnig gengið á Akureyri

Eftir Fréttir

Nokkrar áhugasamar konur á Akureyri hafa gengið til liðs við Göngum saman og ætla í sumar að hittast og ganga saman á þriðjudagskvöldum kl. 19:30 við þjónustuhúsið í Kjarnaskógi. Næsta ganga í Kjarnaskógi verður þriðjudaginn 24. júní. Allir velkomnir.

Ný heimasíða

Eftir Fréttir

Stjórn Göngum saman fékk Þór Snæ Sigurðsson til að hanna nýja heimasíðu félagsins sem verður formlega opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní n.k. Heimasíðunni er ætlað að vera upplýsingarmiðill félagsins og þar verður hægt að fylgjast með starfsemi þess og því sem framundan er. Vefsíðufyrirtækið Allra Átta sér um vistun og hugbúnað fyrir heimasíðuna. Göngum saman þakkar Þór sem gaf vinnu sína við hönnunina og Allra Átta sem styrkir félagið rausnarlega með heimasíðugerðinni. Merki félagsins sem sjá má í efra horninu vinstra megin hannaði Sigurborg Stefánsdóttir myndlistakona, ein stofnfélaga Göngum saman.

Gengið á mánudögum í sumar

Eftir Fréttir

Í sumar verður gengið á mánudagskvöldum í stað miðvikudaga eins og hefur verið síðasta árið. Hittumst klukkan 20 á breytilegum stöðum á  höfuðborgarsvæðinu. Fylgist með á heimasíðunni því tilkynnt er á henni með nokkurra daga fyrirvara hvar eigi að hittast.

 

 

Nýir félagar velkomnir

Eftir Fréttir

Á fyrsta aðalfundi félagsins 12. mars 2008 var samþykkt að opna styrktarfélagið Göngum saman fyrir nýjum félögum. Allir velkomnir að ganga í félagið. Árgjaldið er 3 þúsund krónur.